top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Úlfarsfell óhefðbundið í hvössum éljagangi og blíðu á milli

Updated: Apr 3, 2022

Þriðjudagsæfing 15. mars 2022. Æfing nr. 695.


Arnarfell á Þingvöllum var á dagskrá þann 15. mars en þar sem veðurspáin var ekki góð fyrir akstur um Mosfellsheiði eða Hellisheiði og óstöðug spáin fyrir göngu ákváðum við að fara óhefðbundna leið um Úlfarsfellið í staðinn frá skógræktinni eins og veður leyfði...


Þetta byrjaði vel... sól á bílastæðinu þegar við hittumst og allir í sólskinsskapi... svo þegar út úr skóginum var komið tókum við stefnuna upp gömlu leiðina meðfram skóginum beint upp vesturhlíðarnar en í "gamla daga" var þessi skógur reyndar mun lægrin en hann er orðinn núna... en hér niður brekkurnar renndum við okkur gjarnan í árlegu jólakrakkaferðinni í desember...


Allir komnir í keðjubroddana hér en færið var gott með ágætis lagi af éljum og snjó ofan á eldri klakaðri fönn sem liggur í þykkum lögum um allt Úlfarsfellið og verður líklega allan marsmánuðinn að fara af fellinu...


Þegar upp var komið var tekin stefna á Hákinnina og byrjaði þessi aðkoma bara vel í sömu blíðunni og ríkt hafði... en skyndilega skall éljagangurinn á okkur þegar komið var á tindinn og varla sást úr augunum fyrir skafrenningin... ótrúlega sterk veðrabrigði á stuttum tíma... ekta éljagangstaktík... logn og blíða... og svo hávaðarok þegar élin koma yfir...


Sjá muninn bara örfáum mínútum síðar á Hákinninni...


Nú vegna þessa veðurs á Hákinninni hættu þjálfarar við að fara utan stíga frá henni niður dalinn að Litla hnúk og héldu sem leið liggur að Stóra hnúk...


... en veðrið snarlagaðist þegar éljagangurinn var genginn yfir... við fengum aftur skyggnið og breyttum út af leið frá veginum niður hlíðarnar að Litla hnúk... sem sé öfug jólatrésleiðin okkar frá því í desember...


Jólatréð hans Kolbeins hálft á kafi í sköflum... um miðjan mars... við höfum hreinlega aldrei upplifað þetta fjall eins snjóþungt og í vetur... stórmerkilegt...


Frábær mæting í þessu veðri... sem er víst búið að spá fram eftir vikunni... en vonandi viðrar betur næstu helgi svo menn geti farið eitthvað spennandi meðan þjálfarar eru erlendis... við tókum hópmyndina utan í Litla hnúk með borgina í baksýn...


Hundurinn Batman, Örn, Sigga Bjarna., Tómas, Ólafur Vignir, Bjarni, Súsanna, Njóla, Inga Guðrún, Sigurjón, Linda og hundurinn Tinni fyrir framan þær, Svandís, Jaana, Gerður Jens., Hlökk, Kristín Leifs., Ragnheiður og Þórkatla en Bára tók mynd...


Engin mynd tekin af tindinum á Stóra hnúk en þar viðraði ágætlega og við gleymdum okkur á spjallinu þar uppi með fallegt útsýni allan hringinn... áður en næsti éljakafli kom...

sjá Esjuna og Akrafjallið mjög úfið þetta kvöld...


Frá Stóra hnúk fórum við niður að Bröttu brekku í skóginum... sjá umótið í himninum... en við fengum aldrei sól á göngunni eftir mikla blíðu á bílastæðinu í upphafi göngunnar...


Magnað skýjafarið í þessu veðri... sól og blár himinn að berjast við brjálaða éljabakka... það var eins og þetta kallaðist á við ástand heimsmálanna... innrás Rússa í lýðræðisríkið Úkraínu...


Óskaplega fallegir litir...


Litið til baka með Stóra hnúk í baksýn...


Brekkan efst niður að gilinu í "Bröttu brekku"... Geldinganesið hvítt...


Aldrei höfum við áður upplifað þykka uppsafnaða snjóþekju hér á þessum kafla... þetta er með ólíkindum...


Mjög fallegt gilið í snjóþunganum... hér þurfti að fara varlega með harðfennið undir örþunnri lausamjöllinni...


Geggjað kvöld ! Það var sko stuð í spjallinu og gríninu... mikið er alltaf gaman að hitta ykkur og blaðra um heima og geima !


Gegnum skóginn var farið í sama snjóþunganum... en þarna skall á smá él og við vorum í góðu skjóli...


Alls 5,4 km á 1:51 klst. upp í 306 m hæð með alls 399 m hækkun úr 51 m upphafshæð.


Dásamlegt kvöld og skínandi góð æfing !


Vetrarfjallamennskunámskeið með Jóni Heiðari næsta þriðjudag og þjálfarar erlendis... það stefnir í að Úlfarsfellið verði hentugt æfingasvæði enda býður það upp á betri brekkur og fjölbreyttara landslag á minna svæði en Bláfjöllin...


Sjá allt um námskeiðið á vefnum okkar hér:


... og umræðusvæði á lokuðu fésbókinni hér: (8) Vetrarfjallamennskunámskeið | Facebook


Sjáumst svo þar næsta þriðjudag í annarri tilraun til að ganga á Arnarfell á Þingvöllum !

41 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page