top of page

Brandsgil, Hamragilstindur, SuðurSkalli, Hattur, Jökulgil, Þrengsli, Uppgönguhryggur, Skalli,Brandur

Tindferð 249 laugardaginn 13. ágúst 2022 #FjöllinaðFjallabaki


Loksins var góð veðurspá heila helgi að Fjallabaki... og við áttum stefnumót við Landmannalaugar og hryggi, gil og tinda upp í Jökulgilið...


Lagt var af stað úr bænum kl. 06 um morguninn eins og vanalega í þessum ferðum... nóg af jeppum og eftirvæntingin áþreifanleg... okkar árlega ganga um litríkt og formfagurt svæði Torfajökuls var að hefjast... og við vissum að okkar biðu fegurð eins og engin önnur á Íslandi...


Helliskvíslin nokkuð vatnsmikil en vegurinn um Dómadal annars í ágætis ástandi...


Mógilshöfðarnir... þeir bíða eftir því að vera gengnir og komast á fjallalista Toppfara... og það er ekki svo langt í það.... líklega árið 2025...


Suðurnámur... ofan Frostastaðavatns... stórbrotið og litríkt fjall sem er ekki metið að verðleikum... jafn litrík og formfögur ganga og að fara að Grænahrygg en hvergi eins fræg...


Lendingin frá hálsinum niður að Jökulgilskvíslinni og svo beygjan inn að Landmannalaugum er einn áhrifaríkasti staður á akstursleið á hálendi Íslands... Kirkjufellið, Halldórsfellið og Barmur standa sem útverðir...


... og svo fanga Bláhnúkur og Brennisteinsalda athyglina strax á eftir...


Fjöldi tjalda og bíla í Landmannalaugum er orðinn fastur liður... þetta er óumdeilanlega enn sérstakasti staður á Íslandi...


Reykjakollur... fjöllin ofan Brandsgilja og Bláhnúkur.... Námskvíslin nær en hún er síðasta hindrunin á akstursleiðinni að Laugum... og var nokkuð djúp en allir komust yfir...


Jeppaaksturinn eru ótrúlega skemmtileg viðbót við gönguferðirnar og órjúafnlegur hluti af hálendisferðunum okkar... rúta er jú mjög þægilegur ferðamáti... en akstursleiðin upplifist mun meira og betur þegar við þurfum sjálf að kljást við ár og torfærar leiðir...


Við vorum lent kl. 8:38... aksturinn tók því rúma 2,5 klst. frá Reykjavík.... nóg að gera á tjaldstæði Landmannalauga... beint á wc áður en gangan hófst... Siggi og Linda gistu í Laugum um nóttina og voru búin að gefa okkur góða skýrslu um veðrið og færðina...


Veðrið var með besta móti þennan dag... algert logn... svalt loft og hálfskýjað... það var búið að spá allt að 12 stiga hita í Laugum þennan dag... líklega náði hitinn almennt um 9 - 10 stigum en þap hlýnaði mjög fljótt ofan í giljunum ef sólin skein... en þegar hún hvarf bak við skýin þá hrundi hitastigið alltaf...


Sjoppan á sínum stað...


Lagt var af stað kl. 9:15 eftir stúss við bílana og á wc... þetta var afslappaður dagur og við vildum njóta landslagins sem mest... litum ekki á klukkuna fyrr en langt var liðið á daginn... og komumst reyndar þá að því að við vorum búin að ganga frá okkur tímann sem átti að var í heita lækinn og viðrun í Laugum eftir göngu... en það var allt í lagi... það var þess virði að dóla sér í þessum fjöllum og giljum í tíu klukkutíma...


Þurrt og gætt færi... blauta færið og snjóskaflarnir sem haldið höfðu Laugasvæðinu í óspennandi ásigkomulegi fram eftir sumri var farið... loksins að sögn skálavarða...


Gengið var meðfram Bláhnúk... og það var sérlega erfitt að taka ekki hægri beygju upp á hann... en við áttum erindi við Brandsgilin... sem við höfðum dáðst að árið 2015... og lofað okkur að skoða í návígi í einhvurri ferðinni... loksins var komið að því...


Barmur og Reykjakollur og Jökulgilið þar á milli...


Komin að mynni Brandsgiljanna beggja... þjálfarar hringdu í landverði degi fyrir ferðina og báru undir þau leiðina sem við vorum búin að reikna út... og þau sögðu okkur að lækirnir í Brandsgiljunum væru stiklanlegir... sem munaði miklu á leið inn eftir þeim öllum...


Framundan var litríkt landslag... giljótt... stórskorið... bratt... formfagurt með meiru... við vorum komin í töfraheima Torfajökulssvæðisins...


Hamrarnirí mynni Litla Brandsgils eru stórir og rauðbrúnir... við vissum ekkert hvað var handan þeirra... og hlökkuðum til að sjá...


Uppi á þessum klettum efst leyndist einhvers staðar brúnin og kletturinn þar sem við stóðum svo síðar um daginn á útsýnistindi sem við nefndum Brand á sínum tíma árið 2015... og Björgólfur kom með betri tillögu... Giljabrand... þar sem hann vakir yfir báðum giljunum og vísar þannig til þeirra... en þar sem við vorum byrjuð að kalla hann Brand og hann er skráður þannig í fyrri sögum... þá látum við Brand standa... en sannarlega flott nafn... Giljabrandur... höfum það nafn með sem gælunafn... nú og ef staðarhaldarar vilja setja formlegt nafn á þennan tind annað en okkar nafntutlur... þá er það sannarlega vel þegið...


Komin að mynni beggja gilja þar sem þau aðskiljast... fjallgarðurinn milli giljanna beggja heitir "Milli Brandsgilja"... og er mikið réttnefni... og í stíl við aðrar nafngiftir á þessu svæði sbr. "Hryggurinn milli gilja" sem rís milli Jökulgils og Sveinsgils... og svo "Milli Hamragilja" sem við eigum eftir að ganga á í Hamragiljunum...


Lilta Brandsgil virtist ekkert sérlega framandi upp á að fara inn og svo aftur út til að ná líka í Stóra Brandsgili... þannig að við létum nægja að skoða það yst... og héldum yfir í Stóra Brandsgil... en ætlum að ganga þetta Litla við tækifæri síðar... kannski á hraðferð yfir í Muggudali og Hamragil síðar meir...


Þórkatla samdi hvorki meira né minna en fimm limrur um þessa ferð... hér kemur sú fyrsta:

Limra 1 af 5 - Þórkatla Jónasdóttir:


Farin enn á Toppfara flandur

Fundin skal hann Gilja-Brandur

Vaðið yfir á

Aftur á ská

Úff, þetta er grófur sandur !


Stóra Brandsgil var augljóslega stærra.... víðara... umfangsmeira...


Hrikalegir grjótdrjólar risu úr hlíðunum... sem minntu á Þrengslin oftar en einu sinni...


Litadýrðin var með ólíkindum... við vorum strax dáleidd og á valdi þessa landslag...


Gengum upp gilið á flötum grýttum botni þess... margsinnis yfir lækjarsprænurnar... sem rétt sluppu með stiklun og smávegis skótávöðun...


Allir litir í landslaginu... djúpir og sterkir og svo mildir og hlýir...


Formin... sjá sveigjuna á berginu þar sem mosinn hefur svo náð að vaxa í smávegis yfirborði sem nær að fanga rigninguna...


Sjá litina í botninum...


Klettaverðir á stöku stað...


Sjá skærgræna og svo djúpgræna litinn innst í Stóra-Brandsgili...


Litið til baka... hamrarnir í Litla Brandsgili þarna yst...


Hvílíkir klettar... litir... hvöss form...


Það hlýnaði vel ofan í gilinu... þarna var besta veðrið...


Áfram inn gilið og enn og aftur yfir lækinn...


Engin leið að ná öllum fjallstindunum ofan okkar... þetta landslag rúmaðist ekki inni í myndavélum...


Hjarta í grjótinu...


Innar lágu enn snjóskaflar yfir lækjunum...


Við gengum á þeim og sáum glitta í lækjarsprænurnar á köflum...


Litið til baka...


Komin að lokum þessa skafls...


Hvílíkt landslag...


Ekki annað hægt en taka hópmynd hér... magnaður hópur... sem er einmitt til í ný ævintýri... stöðugt á nýjum slóðum... tilraunakenndum leiðum... þar sem við vitum ekkert hvort og hvenær við komumst upp úr þessu gili... það var auðvitað aukaatriði...


Erfitt að yfirgefa svona flottan stað... töfrarnir náðust ekki á mynd hér...


Komin í vesturenda Stóra Brandsgils... hér ætluðum við upp ef fært væri... þjálfarar búnir að sjá út góðan skafl á myndum frá því 2015... en ekkert á vísan að róa með það... síbreytilegar aðstæður hér...


Örn lagður af stað upp skaflinn...


Ljós botninn á læknum...


Þessi skafl lofaði góðu...


Frábær leið... örugg á hörðum skaflinum...


Vatnsmagnið rennandi undir skaflinu það lítið að ógnaði ekki öryggi m.t.t. þess að falla í gegnum skaflinn... sem er alltaf ákveðin áhætta á þessu svæði öllu....


Vinstri beygjan á Stóra Brandsgili... við gerðum ráð fryir að það gil væri svipað og Litla Brandsgil... þröngt og lítið og endar í halla upp í hlíðarnar innst... þetta gil endar líka undir Skalla eins og Litla Brandsgil... við þurfum að skoða þessi bæði á göngu einn daginn... gott að eiga eitthvað eftir...


Litið til baka frá skaflinum upp... litirnir svo fallegir... við þurfum að ganga á fjallgarðinn "Milli Brandsgilja" sem hér rís frá Litla yfir á Stóra Brandsgilið...


Magnaði tindurinn sunnan við Stóra Brandsgil virðist nafnlaus... þessi sem rís milli Bláhnúks og Stóra Brandsgils... hann þarf að fá nafn... þegar við göngum á hann síðar... Giljabrandur... nafnið frá Björgólfi á mjög vel við hann... hann mótar vel landslag Stóra Brandsgils og gefur mikið útsýni niður í bæði Brandsgilin...


Frábær leið upp... virtist greið og vandræðalaus alla leið...