top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Hafursfell og Þríhnúkar í gullfallegu útsýni og veðri.

Tindferð nr. 247 laugardaginn 4. júní 2022.

ree

Örn bauð upp á aukagöngu laugardaginn 4. júní þar sem veðurspá var mjög góð þriðju helgina í röð og ferðum verið aflýst vegna ónógrar þátttöku frá því við fórum hina stórkostlegu göngu á Suðurtind í Hrútsfjalli Öræfajökuls... það var kominn tími á aðra tindferð, Bára á helgarvöktum... og hann lét slag standa...


ree

Allsmættu 12 manns og fengu dýrindisfjallgöngu í hæsta gæðaflokki... frekar stutta í bæði vegalengd og tíma... svo við vorum komin í bæinn fyrir klukkan fimm... sem var dásamlegt á laugardegi... og það þrátt fyrir að ná einu stykki geggjuðu fjalli á Snæfellsnesi með tilheyrandi akstri hvora leið...


ree

Gengið var frá bænum Miklaholtsseli sem var selt þýskum hjónum með þrjú börn fyrir nokkrum árum... en þau eru að gera þetta eyðibýli upp af mikilli natni... og gáfu leyfi fyrir okkur að leggja bílum á bæjarstæðinu sem er langt í frá sjálfsagt... en þjálfarar höfðu sent þeim skilaboð gegnum fb eftir að hafa hringt í fyrri eigendur Miklaholtssels en þau hafa í gegnum tíðina verið okkur sérlega liðleg... og það var sama uppi á teningnum hjá nýjum eigendum bæjarins... sem er ekki sjálfgefið... nánast alltaf eru bændum boðnir og búnir til að gefa okkur upplýsingar og leyfa okkur að geyma bíla á landareign sinni þegar við höfum samband... nema skipt hafi verið um eigendur Reykvíkingar keypt staðinn... þá er oftar en ekki lítið um liðlegheitin... sem er svo mikil synd því þessi samskipti og samvinna við bændur í kringum fjöllin hafa verið okkur mjög gefandi... og aukið á virðingu og væntumþykju okkar gagnvart landinu...


ree

Hafursfellið er marglaga... marghnúka... og á sér margar ólíkar hliðar... frá vesturhlíðum er dalurinn Skál svo fögur og mjúklenda og tekur vel á móti manni...


ree

Þrídrangarnir... eða Þríhnúkarnir... sem gætu samt líka átt við um hnúkana ofar... en við látum þessa nafngift standa því þessir drangar eru magnaðir... og við höfum alltaf farið að þeim og upp í dyrnar á þeim á niðurleið af Hafursfelli...


ree

Litið til baka... skýjað yfir Ljósufjöllum hægra megin... en dásamlegt veður...


ree

Þéttur og flottur hópur á ferð... einn gestur... Lilla Ásgeirs sem rúllaði þessari göngu upp og kemur vonandi í klúbbinn í sumar !


ree

Dyrnar hér... kyngimagnaður staður !


ree

Örn fór aðra leið en áður þennan dag... núna upp þar sem við komum niður í apríl 2019... þegar við rétt sluppum í svelluðu færi upp úr skarðinu og lögðum ekki í að fara þar niður... fínasta leið enda sumarfæri og þá er allt léttara og öruggara...


ree

Uppi á brúnunum opnast fyrir útsýnið til norðurs... það er óborganlegt með öllu...


ree

Sjá Þrífjöllin... Svartatind, Snjófjall og svo Skyrtunna út af mynd... nær eru nyrðri tindar Hafursfells...


ree

Austurhryggur Hafursfells niður í Þverdal að Dalsmynni... hér komum við upp í fyrstu ferð okkar á þetta fjall... í magnaðri ferð... en allar þrjár ferðirnar hér upp eru stórkostlegar...


ree

Útsýnið af tindinum... í 764 m hæð...


ree

Niður til vesturs... vantar mynd til Ljósufjalla því miður...


ree

Dásamlegur fjallstindur að hásumri... fjallgarður Vesturlands blasti við með Tröllakirkju og félögum sem varða Vatnaleiðina sem við fórum í maí í fyrra á einni nóttu... magnað !


ree

Sýnin til Skarðsheiðar og Hafnarfjalls í suðaustri...


ree

Suðurtindar Hafursfells... í fyrstu ferðinni klöngruðumst við þarna upp þar til við þorðum ekki lengra... og ætlum aldrei aftur... þetta var mjög tæp leið og mikil fallhætta...




ree

Sjá Skyrtunnu í skýjunum með Snjófjall og Svartatind hægra megin... og Þríhnúka lengst til vinstri snjólausa... næst eru norðurtindar Hafursfells...


ree

Fanney, Jaana, Gulla, Njóla, Silla, Linda, Lilla, Haukur, Maggi, Bjarni og Guðný Ester en örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...


ree

Jæja... niðurgönguleiðin hér um klettana niður í skarðið...


ree

Bratt klöngur en vel fært...


ree

... sérstaklega að sumri til...


ree

Ekki gott að vera hér að vetri...


ree

Þverdalur... bærinn Dalsmynni þarna niðri og Dalsmynnisfellið sjálft... Hrútaborg og Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli...


ree

Svipur Hafursfells... litir, form og línur... svo fallegt fjall... vanmetið... það snobbar enginn fyrir þessu fjalli eins og Ljósufjöllum, Helgrindum o.s.frv... óskiljanlegt...


ree

Maggi kemur sjaldan... en leikur sér alltaf að öllum göngum... og hefur náð að grípa margar kyngimagnaðar göngur með okkur í gegnum tíðina... einn af okkar traustustu félögum... við erum svo lánsöm með klúbbfélaga...


ree

Litið til baka þar sem komið var niður... alvöru leið !


ree

Úr skarðinu var stefnan tekin að svipmiklu dröngunum í suðurhrygg Hafursfells...


ree

Litið til baka...


ree

Komin lengra hér... heilmikið landslag en góð leið að sumri...


ree

Þríhnúkar... þrídrangar... klettar... nafnlausir eða ekki...


ree

Smávegis klöngur upp í dyrnar á Þríhnúkum...


ree

hriklaegt fallið niður hinum megin...


ree

Einn dranginn af þremur...


ree

Miðdranginn... hér höfum við alltaf tekið hópmynd...


ree

Magnaður staður að taka hópmynd á... sjá Rauðukúlu og Hreggnasa í baksýn hægra megin... Rauðakúla og Hreggnasi Snæfellsn (toppfarar.is)


ree

Erfitt að ná að mynda afstöðuna á þessum stað... bratt og tæpt... og við mjög smá í þessu landslagi... með flottari nestisstöðum í sögunni...


ree

Niður úr klettadröngunum var farið aftur í dalinn...


ree

Komin neðar hér... ótrúlegt að hafa náð að fara þarna upp... man hversu undrandi við vorum í fyrsta sinn hér...


ree

Skálin í öllu sínu veldi... hvílíkur fjallasalur !


ree

Án í Skál... uppgöngu- og niðurleiðin...


ree

Þríhnúkarnir...


ree

Örn tók stefnuna á klettadrangann sem hann sá á uppleið... altaf gaman að leika sér smá...


ree

Heilmikið klöngur á þessari leið þó stutt sé... en allt svo auðvelt í sumarveðrinu...


ree

Engin spurning að klöngrast á þennan dranga...


ree

Linda Perúfari og yndiskona með meiru...


ree

Niður síðustu brekkuna sem er grýtt og brött... þetta er bratt fjall frá fyrsta skrefi til þess síðasta...


ree

Fyrri bændur í Miklaholtsseli hafa greinlega lagt mikið í trjárækt við fjallsrætur Hafursfells... þúsundur græðlinga hér á nokkurra kílómetra svæði... aðdáunarvert... við gættum okkar eins og við gerðum í fyrri ferðum... vöxturinn er merkjanlegur... ótrúlega gaman að sjá árangurinn...


ree

Þarna uppi vorum við... það er auðvelt að trúa því að þetta eigi að vera Þríhnúkar...


ree

Bærinn Miklaholtssel... sem nú nýtur góðs af því að natnir eigendur hafa tekið við bænum og leggja greinilega mikla sál í að gera bæinn upp... dásamlegt...


ree

Magnaður dagur að baki upp í þessa dranga... og á hæsta tind Hafursfells...



ree

Nýir eigendur Miklaholtssel tóku hlýlega á móti okkur í lok göngu og buðu öllum upp á kaffisopa... og á wc ef einhver þyrfti... ótrúleg gestrisni... við spjölluðum við þau og skoðuðum hversu vel þau eru smám saman að gera upp bæinn...


ree

Hvílíkur munur !


ree

Þrjú börn komin í bæinn... yndislegt... þau lánsöm að verða hluti af þessari sveit...


ree

Yndislegar mótttökur sem við varðveitum í hjartanu... kærlega takk fyrir okkur #Miklaholtssel


ree

Alls 9,4 km á 4:56 klst. upp í 764 m hæð með alls 808 m hækkun úr 70 m upphafshæð.


Fullkominn dagur á fjöllum... tignarlegt fjall, dásamlegt veður, stórkoslegt útsýni, dásamlegir göngufélagar öll sem eitt... #Takkfyrirokkur

 
 
 

Comments


bottom of page