Herbjarnarfell og Laufdalseggjar frá Landmannahelli í lygilegu októberveðri
- Bára Agnes Ketilsdóttir 
- 3 hours ago
- 6 min read
Tindferð nr. 344 laugardaginn 18. október 2025

Októbersólin... að rísa... í grunnbúðum... á Suðurlandi... laugardaginn 18. október árið 2025... vorum við raunverulega að fá enn einn dýrðarinnar göngudag á þessu hausti ?

Roðaslegin sólarupprás... frostþoka á leiðinni keyrandi... inn í sólríkt hálendið...

Ýmir og Ýma vinkuðu... Þríhyrningur... Bjólfell... hvurs fjöll við eigum margar góðar minningar í fleiri en einni og jafnvel fleiri en tveimur göngum á öll þessi fjöll...

Fjórar jeppar gáfust á endanum í þessa ferð... þannig að við gátum þétt í þá fjóra alls 20 manns á leið upp eftir Dómadal.... þar sem Helliskvíslin var eini farartálminn...

Lent í Landmannahelli upp úr hálf ellefu... og lagt af stað gangandi kl. 10:55... þetta... er ástæðan fyrir því að við fórum alltaf úr bænum kl. 07 en ekki 08... til að nýta birtuna... því við enduðm gönguna í sóllsetri... en það mæta mun fleiri þegar farið er úr bænum kl. 08... og því höfum við hætt þessum 07 - brottförum nema í lengstu lög... og það sleppur ágætlega... nema... við erum auðvitað einni klukkustund seinna í bæinn...

Mögnuð haustbirta í Landmannahelli þennan morgun.... allt hrímað sem var rakt í næturfrosinu... en sólin bræddi allt sem hún snerti yfir daginn...

Sauðleysur hér vinstra megin... gangan okkar í þessu vatnaþema Fjallabaks í fyrra... í gullfallegri göngu sem allt of fáir mættu í... það er ekki sama "Helgrindur" og "Sauðleysur"... þó þær síðarnefndu séu flottari... að okkar mati...

Friðsæld dagsins er áþreifanleg á þessari mynd... við vorum ein í heiminum... nema í Helli þar sem var smávegis af fólki og hundum...

Fegurð þessa dags var ólýsanleg... tærleikinn slíkur að hvorki orð né ljósmyndir fönguðu það nægilega... þetta upplifist eingöngu á staðnum...

Við byrjuðum á að ganga með Hellismannaleið að Herbjarnarfellsvatni... óskaplega var fallegt að koma að þessum stað... upp rifjuðust minningar af miðlegg þessarar 3ja daga gönguleiðar sem var farin árið 2019... eingöngu 7 manns... enn ein magnaða ferðin þar sem sorglega fáir voru mættir... en í fámenninu... gengum við tæpa 22 km á rúmrum 5 klukkustundum... vel af sér vikið í sterkum hópi sem naut hvers skrefs...

Nú var mætingin glimrandi góð... alls 20 manns... og þar af fjórir gestir og Hjörtur og Sara Björg að mæta í sína fyrstu tindferð... hvílík jómfrúarferð !
Hjörtur, Geirmundur Klein gestur, Silla, Fanney, Anna María Sigurjónsdóttir gestur, Oddný T., Sjöfn Kr., Batman, Kolbeinn, Linda, Örn, Ingunn Jónsdóttir gestur, Áslaug B., Sara Björg, Jaana, Berta, Sigrún E., gestur og Gulla en Kolka var þarna einhvers staðar líka og Bára þjálfari tók mynd...

Kyrrðin var svo áþreifanleg að mann setti hljóðan... við erum jú öll menn...

Fjallið... og vatnið...

Speglunin var algjör... lognið var slíkt...

Löðmundur... tvær mjög ólíkar en gullfallegar göngur í safninu á þennan konung Landmannaafréttar... sem stundum hefur verið sagt um hann til móts við drottninguna Heklu... þar sem fjallið er ein stór kóróna...

Landmannahellis þarna bak við hæðina... Langasáta bíður þarna hægra megin eftir Toppförum...

Herbjarnarfellsvatn í sínum fegursta búningi...

Gleðin ríkti og hlátrasköllin glumdu um Fjallabakið...

Litirnir svo sterkir að myndirnar voru lygilegar...

Farið að sjást í Hágöngur á Sprengisandi...

Fötum fækkað snarlega með hækkandi sól...

Sauðleysutindarnir blöstu við og einstakt að rifja upp minningar af þeim frá í fyrra...

Örninn vísar okkur alltaf leiðina af miklu öryggi og áræðni... ekkert hik... engar afsakanir... bara ævintýri... og uppgötvanir... eins gott að halda sér við í því... að kanna ókunnar slóðir... en ekki sífellt feta í fótspor annarra...

Hæsti tinur Herbjarnarfells framundan...

Einn Sauðleysutinda vinstra megin... Valahnúkar fjærst... Hrafnabjörg hægra megin...

Sauðleysur... Rauðufossafjöll fjær vinstra megin...






Hekla enn svört og snjólaus fyrir utan sífrerann frá síðasta vetri... óvenjulegt að sjá hana svona alveg snjólausa á þessum árstíma..

Hvílíkt veður !

Nestispása í hlíðum Herbjarnarfells...

Áfram upp...


Hrafnabjörg kemur í ljós... en þau eru fjallið 2026... í þessa þema kringum vötnin á svæðinu við Landmannahelli...

Hekla

Litið til baka... snjóföl í norðurhlíðum allan daginn...

Óvenjumargir gestir í þessari göngu... fjögur manns...

Nornabaugar...

Þjálfarar töldu sig hafa nægan tíma og tóku því smá útúrdúra á Herbjarnarfelli... hér að góðum útsýnisstað ofan Hrafnabjarga...

Fjallið... og vatnið... árið 2026... í október...

Kerlingarfjöll í fjarska...

Jarlhettur og Langjökull í fjarska...

Eyjafjallajökull líklega lengsst í fjarska vinstra megin ? Hugsanlega Tindfjöll og svo Rauðufossafjöll og Hekla og nær eru Sauðleysur...

Nú fangaði hvasbrýnn tindur augað... og kallaðist á við annan hvassan nær jöklinum... hvað skyldi þessi fjallstindur heita ? Jú, þetta var Þóristindur... og þjálfari setti hann snarlega á dagskrá sumarið 2026... það var ekki annað hægt eftir að hafa mænt á hann allan þennan dag...

Vatnajökull í fjarska... farið að glitta í Öræfajökul... ótrúlegt... en satt...

Það fóru sumir á toppinn eða stuttermabolinn... það var það hlýtt í logninu og hádegissólinni...




Tindur Herbjarnarfells mældist 933 m hár... og þar uppi var blíðskaparveður... eftir miðjan október....

Jú... þetta var Hvannadalshnúkur og Dyrhamar og Hrútsfjallstindar... magnað !

Sprengisandur... þarna gengum við frá Tungná og Búðarhálsi... um Hrauneyjar, Sporðöldulón og upp með Köldukvísl upp á Sprengisand... þar sem næstu þrír leggir verða gengnir næsta sumar...

Við vorum að njóta í botn...

Þjálfarar tóku nú stefnuna á Laufdalseggjar... höfðu ekki hugmynd um hvers lags brúnir þetta væru… þetta var fallegt nafn og við þurftum að lengja þessa göngu… og þar sem við elskum skrítin örnefni… þá stóðumst við ekki þetta nafn… Laufdalseggjar…

Norðurhlíðin frosin... en mosinn var mjúkur og við ákváðum að prófa að fara bara beint niður... og það tókst án þess að þurfa að spá í keðjubroddana...
Grasalda vinstra megin... hún verður gengin með Hrafnabjörgum á næsta ári... óskaplega fagurt nafn... alda... mýkt kvenkynsins...


Í skugga í lágri vetrarsólinni en mögnuð birta...


Hrímað landslagið...


Löðmundur séður að vestan...

Ofan úr hlíðum Herbjarnarfells gengum við niður í Laufdal... áleiðis á Laufdalseggjum...

Hrímað Herbjarnarfell norðan megin....

Hrafnabjörg milli fjalla... milli Herbjarnarfells og Grasöldu...

Laufdalur...

Herbjarnarfell...

Gengum inn í sólargeislana...

Svo mögnuð upplifun að það var ekki annað hægt en hafa allar myndirnar með...


Nesti tvö... í suðurhlíðum Laufdalseggja...


Þjálfarar létu landslagið ráða um Laufdalseggjar... höfðu enga fyrirmynd né upplýsingar um göngu á þær af veraldarvefnum...

Laufdalseggjar... hvílík fegurð ! Þær kölluðust á við Löðmund í formi...

Sandauðnin með Litla Melfeli nær og fleira og Þóristindi þarna áberandi í fjarska...

Þræddum okkur til vesturs þó það væri krókur... vildum ná hæsta hluta Laufdalseggja...




Snjóalda í fjarska svört og mjúk ?

Hæsti hluti Laufdalseggja mældist 727 m hár...





Herbjarnarfell norðan megin séð...

Mættir alls 20 manns ! Ótrúlegt !
Fanney, Geirmundur Klein gestur, Sigrún Eðvalds, Sighvatur, Silla, Hjörtur, Jaana, Linda, Ingunn Jónsdóttir gestur, Örn, Kolbeinn.
Neðri: Sara Björg nýliði, Berta, Gulla, Sjöfn Kr., Kolka, Oddný T., Anna María Sigurjónsdóttir gestur, Kristrún og Áslaug B. en Batman var þarna einhvers staðar líka og Bára tók mynd...

Snúið við af hæsta htindinum og þrætt með Laufdalseggjunum að löðmundi...









Litið til baka...

Örn tók sjensinn á að það væri fært norðan megin við klettinn... og það var mjúkt færið...






Laufdalsvatn að birtast... hjartalaga á hlið...


Þriðja fagurbláa og kyrrláta vatn dagsins af fjórum...


Samhverfan í Laufdalseggjum og Löðmundi...





Einfaldlega stórkostlegar fjallseggjar... eins og brúnir á gíg...



Hér leiddumst við inn á kindagötur utan í klettunum...

Kindagöturnar í Laufdalseggjum... íslenska kindin... er flottasti fjallagarpur Íslands...



Löðmundur er glæsilegur á allavegu.. og norðurhlíðarnar í stíl við þær sunnanverðu... sem ekki er nærri alltaf hægt að segja um fjöll...

Sólin tekin að setjast... það var innan við klukkustund í sólsetur... og við vorum aftur að koma af Herbjarnarfellsvatni...


Andstæður og sterkir litir og form...

Við vorum stödd á víglínu sumars og veturs... október er magnaður fjallgöngumánuður...

Eins gott að við fórum... eins gott að okkur þóttu þetta nægilega merkileg fjöll til að ganga á... eins gott að við nenntum að keyra fyrir atarna... eins gott að við lögðum í að fara könnunarleiðangur út í óvissuna... eins gott að við nýttum þennan gullfallega og fullkomna dag...




Hundarnir fundu læk til að drekka úr eftir nokkurt hlé...


Takk fyrir okkur Herbjarnarfell...



Kvöldhúmið mætt... nú mætist nótt og dagur í tindferðunum... og sólarupprás og sólsetur setur sífellt meiri svip á göngurnar fram í febrúar...

Löðmundarvatn... var fjórða vatnið sem skreytti þennan stórkostlega dag...

Komin á Hellismannaleið...



Við vorum að koma bakdyramegin að Landmannahelli... þessi hringleið var geggjuð !

Búin til á staðnum með stuðningi af gps-slóð sem þjálfari dró upp... og flæði með landslaginu... okkar uppáhalds tegund af fjallamennsku....

Að lenda í Landmannahelli... í sólsetri... ofan úr fjöllunum... í október... það var ný upplifun í safnið... ótrúlegt... að vera enn að bæta í safn nýrra upplifana... á nítjánda starfsári... áfram við... í einmitt slíku... en ekki sífelldum endurtekningum... á því sama og síðast...

Alls 13,9 km á 6:38 klst. upp í 933 m hæð á Herbjarnarfelli og 727 m á Laufdalseggjum með alls 815 m hækkun úr 604 m upphafshæð…
Lygileg ferð í alla staði þar sem fullkomið veður og landslag gaf okkur upplifun sem manni fannst varla af þessum heimi… í dásamlegum félasskap hreint út sagt…
Myndbandið hér: Herbjarnarfell og Laufdalseggjar 181025
Veturinn skall á eftir þessa helgi og það snjóaði um allt hálendi svo það lokaðist þar með fyrir venjulegu ferðafólki eins og okkur… hví… líkt… lán… að hafa upplifað þennan dag…
Baula á næsta leyti… eða Litla Baula… og svo styttri og léttari göngur yfir háveturinn í lágri vetrarsól þar sem sólarupprás og sólsetur gefst í einu og sömu göngunni í töfrabirtu frá upphafi og enda… okkar uppáhalds tími ársins…








Comments