top of page

Kráka, Krákustígar, Rjúpa, Smjörhnúkur neðri og Digrimúli um Grundarfoss Snæfellsnesi

Tindferð nr. 263 laugardaginn 25. mars #Snæfellsnesfjöllin


Fjórðu helgina í röð viðraði ágætlega til fjallgangna... og við létum loksins drauminn um fjallið Kráku og fleiri tinda neðan við Örninn rætast... hér að keyra upp Vatnaleiðina með Vatnafell og Horn hér blasandi við á vinstri hönd... en á þá tinda gengum við árið 2019 og fengum yfirnáttúrulega upplifun af vötnunum þremur á þessu svæði...

Tindferð 166 Horn og Vatnafell S (toppfarar.is)

Gráakúla minnti okkur á sig þegar ekið var niður á Snæfellsnesveg... en hún ásamt Rauðakúlu, Kothraunskúlu og Seljafelli bíða... og bíða eftir okkur... eftir pöntun frá því árið 2016...


Fjallasýnin þegar ekið er um norðanvert Snæfellsnesið er stórkostleg... fjöllin kalla á okkur í röðum... og já... við erum að safna þeim smám saman... bíðið aðeins... tvær til fjórar ferðir á ári... þetta kemur allt saman... búin með marga tinda... en margir ennþá eftir... sem eru góð tilfinning... því þá eru svo mörg ævintýri enn eftir að upplifa...


snaefellsnesfjollin | Toppfarar (fjallgongur.is)


Klakkur fyrir miðri mynd fjær... sem verður líklega föstudagsfjall... og Eyrarfjall og Eyrarhyrna hægra megin sem við gengum á í stórkostlegri ferð árið 2018...


Tindferð 153 laugardaginn 3 (toppfarar.is)

Þessi tindur hefur pantað okkur í nokkur ár... Lambahnúkur austan megin ofan Hraunsfjarðar... og í hinum fjallsásnum rís Svartihnúkur ofan Grundarfjarðar... sá sem skeytti göngu dagsins ítrekað...


Séð nær frá þjóðveginum... mjög spennandi tindur sem við höfum mænt á lengi vel...


Fjallasýnin þegar ekið er inn í Grundarfjörð er óborganleg... líklega fegursta bæjarstæði landsins... nefnið glæsilegra... það má spyrja sig... Kerlingartindar fyrir miðri mynd sem norðanverður angi af Helgrindum og Kirkjufell hægra megin snjólaust...


Tindar okkar þennan dag vinstra megin hvítir á mynd... Digrimúli, Smjörhnúkur neðri, Rjúpa (sem varð okkar nafngift) og loks Kráka efst ílangur hryggur...


Hundurinn Batman sett innbyggðan hunda-gps-punkt á upphafsstað göngunnar og var þar með búinn að tryggja að hann rataði til baka... hundurinn er margfalt fullkomnari en við... með sína jöklabrodda og sinn feld og innbyggt rötunarkerfi í sér... á meðan við röðum utan á okkur alls kyns manngerðu drasli sem endist ekki mannsævina og mengar jörðina... ef einhver á að vera í bandi á fjöllum og mörgum öðrum stöðum... þá er það mannskepnan... frekar en hundurinn... það er staðfest skoðun ritara þessarar ferðasögu eftir fengna reynslu af alls kyns mengun og skemmtir og áverka sem alls staðar blasa við af mannanna völdum... en ekki dýravöldum... tökum sem dæmi malbikið hér... girðingin... ræsið... allt af mannanna völdum og ekki í takti við náttúruna.. heldur eingöngu í takti við þarfir einnar skepnu... mannsins... sem gengur um jörðina skeytingarlaus og taktlaus... nei... sannarlega er hundurinn í meiri takti við jörðina... og gaf þessari hleðslu til dæmis smávegis næringu fyrir vorið...


Lagt var af stað kl. 10:30... framundan er Grundarfoss og fjallstindar dagsins... logn og blíða... svalt en sólin að skína milli skýja... vá, hvað við vorum lánsöm með veður...


Grundarfoss og félagar hér að koma niður Fossahlíð... sem ber nafn með rentu...


Ætlunin var að upplifa Kvernárfoss á niðurleið en svo fór að við urðum að sleppa honum þar sem leiðin var ekki fær sem hringleið sökum svellaðra skafla... en þessir fossar nægðu okkur og meira en það þennan dag...


Digrimúli var fyrsti "tindur" dagsins...


Kirkjufellið skreytti þennan dag með sinni einstöku fegurð... eins og gönguna á tröllafjölskylduna síðasta haust...


Við gengum fram á brúnirnar við Grundarfoss...


... og tókum smávegis aukakrók niður að honum að ofan...


Hvílík fegurð ! Herra Grundarfoss í klakaböndum ! #Grundarfoss


Sýnin niður af fossinum til baka... bærinn Grund í fjarska hægra megin á láglendinu...


Brátt komin í snjólínu en mjúkt og vel fært... en alls staðar þar sem vatn rann... var svellað færi í frostinu... og við þurftum að stíga varlega til jarðar... og nokkrum sinnum skrikaði mönnum fótur og einu sinni féll Agnar alveg á mjöðmina... varasamt færi og keðjubroddarnir koma sér mjög vel...


Digrimúli mældist 348 m hár... en erfitt að segja til um hvar hann endar...


Sólin kom og fór... og við fögnuðum veðrinu... það rættist úr því miðað við veðurspána sem var komin með úrkomu um hádegið þennan dag en við ákváðum að líta framhjá henni þar sem hún var svo lítilsháttar... og hún mætti ekki fyrr en á niðurleið eftir bongóblíðu á efstu tindum... svo við vorum ansi lánsöm þennan fallega dag...


Samhengið með Kirkjufellinu...


Sköflunum fjölgaði eftir því sem ofar dró og enn voru þeir nokkuð mjúkir efst...


En það styttist í að við þyrftum keðjubroddana... þökk sem tilveru þeirra þar sem þetta færi var ekki spennandi á jöklabroddum...


Skýin tóku að þynnast og opna á fjallgarð Snæfellsness ofan okkar... Hvítihnúkur hér og Þverhlíðar... en þarna uppi eigum við stórkostlegar minningar af magnaðri ferð árið 2018 þar sem við reyndum að átta okkur á hvar Hvítihnúkur væri, Svartihnúkur og fundum svo nafnlausan tind innan við þessa sem við nefndum Lýsuhnúk til að hafa eitthvurt nafn... en þessi passar vel við að heita Hvítihnúkur og það var lendingin á sínum tíma... en kortin eru missaga með þetta... Tindferð 155 Hvítihnúkur og Þver (toppfarar.is)


Smjörhnúkur neðri hér framundan... mjög svipmikill úr fjarlægð og nálægð...


Neðan við Smjörhnúk efst í fjallgarðinum, þann sem við gengum á árið 2015 og er merktur Rauðakúlur á einhverjum kortum... reis þessi glæsilegi tindur án nafns... en nafnið Hrókur er á þessu svæði þó nokkuð neðan við hann... og því má spyrja hvort þessi tindur hafi átt að vera Hrókur á þeim tíma sem sú nafngift var ákveðin ? Við ákváðum að láta þetta flotta nafn standa á þessum tindi... og hann er kominn á vinnulistann... göngum á hann og á Smjörhnúk eitthvurt næsta árið... eins gott að halda heilsu og formi til allra þessara gangna sem eru framundan til að klára alla tindana á Snæfellsnesi...


Ferðasagan á þennan tind... Smjörhnúk árið 2015 ásamt Lýsuhyrnu og Hrafntinnuborg sunnan megin frá: Tindferð 118 Lýsuhyrna (toppfarar.is)


Smjörhnúkur neðri hér... við vorum að spá í að fara í keðjubroddana því sífellt jókst svellið í litlum lækjum og pollum alls staðar sem leyndust í grasinu... en það virtist lítill snjór á honum...


Litið til baka... mjög falleg peysan hennar Sillu...


Mjúkur mosi og gras... við ákváðum að bíða með keðjubroddana því færið var autt upp á Smjörhnúkinn...


Hann mældist 462 m hár...


... og gaf mikilfenglegt útsýni niður Grundarfjörðinn allan til sjávar og upp í fjöllin allt í kring...


Hér fengum við okkur nesti og nutum tinds tvö af fimm þennan dag...


Litið til baka... tindurinn Rjúpa efst vinstra megin... nafnlaus tindur en utan í honum voru rjúpur þegar við gengum að honum og Silla kom með þessa snilldarfallegu hugmynd af nafni...


Logn og gott nestisveður þó svalt væri...


Kvernárgljúfur hér neðan við... ofan við bæinn...


Hrókur... og Smjörhnúkur efri eða aðal... í skýjunum efst...


Kráka og Rjúpa framundan efst á mynd...


Gott að borða og spjalla og hlæja og spá í alls kyns ferðir framundan... nokkrir í hópnum að fara ýmsar spennandi gönguferðir erlendis næstu mánuði... við lifum okkur inn í þær og hlökkum til að fá fréttir og lýsingar...


Sólin kom og fór... þegar hún kom varð allt svo létt og fallegt... þegar hún fór læstist hráslaginn inn... en náði aldrei neinum tökum á okkur enda logn og rétt um frostmark... og af því það var svo gott skyggni þá gátum við ekki annað en glaðst og fagnað...


Allir komnir í keðjubrodda eða jöklabrodda... framundan var þessi brekka og allir skaflar svellaðir og glerharðir... og Örn valdi leið utan skafla þar sem Silla gleymdi broddunum sínum og hefði ekki getað komist upp án þeirra í gegnum þessa skafla...


Félagarnir Brimlárhöfði og Kirkjufell... með bænum í Grundarfirði...