top of page

Kráka, Krákustígar, Rjúpa, Smjörhnúkur neðri og Digrimúli um Grundarfoss Snæfellsnesi

Tindferð nr. 263 laugardaginn 25. mars #Snæfellsnesfjöllin


Fjórðu helgina í röð viðraði ágætlega til fjallgangna... og við létum loksins drauminn um fjallið Kráku og fleiri tinda neðan við Örninn rætast... hér að keyra upp Vatnaleiðina með Vatnafell og Horn hér blasandi við á vinstri hönd... en á þá tinda gengum við árið 2019 og fengum yfirnáttúrulega upplifun af vötnunum þremur á þessu svæði...

Gráakúla minnti okkur á sig þegar ekið var niður á Snæfellsnesveg... en hún ásamt Rauðakúlu, Kothraunskúlu og Seljafelli bíða... og bíða eftir okkur... eftir pöntun frá því árið 2016...


Fjallasýnin þegar ekið er um norðanvert Snæfellsnesið er stórkostleg... fjöllin kalla á okkur í röðum... og já... við erum að safna þeim smám saman... bíðið aðeins... tvær til fjórar ferðir á ári... þetta kemur allt saman... búin með marga tinda... en margir ennþá eftir... sem eru góð tilfinning... því þá eru svo mörg ævintýri enn eftir að upplifa...Klakkur fyrir miðri mynd fjær... sem verður líklega föstudagsfjall... og Eyrarfjall og Eyrarhyrna hægra megin sem við gengum á í stórkostlegri ferð árið 2018...


Þessi tindur hefur pantað okkur í nokkur ár... Lambahnúkur austan megin ofan Hraunsfjarðar... og í hinum fjallsásnum rís Svartihnúkur ofan Grundarfjarðar... sá sem skeytti göngu dagsins ítrekað...


Séð nær frá þjóðveginum... mjög spennandi tindur sem við höfum mænt á lengi vel...


Fjallasýnin þegar ekið er inn í Grundarfjörð er óborganleg... líklega fegursta bæjarstæði landsins... nefnið glæsilegra... það má spyrja sig... Kerlingartindar fyrir miðri mynd sem norðanverður angi af Helgrindum og Kirkjufell hægra megin snjólaust...


Tindar okkar þennan dag vinstra megin hvítir á mynd... Digrimúli, Smjörhnúkur neðri, Rjúpa (sem varð okkar nafngift) og loks Kráka efst ílangur hryggur...


Hundurinn Batman sett innbyggðan hunda-gps-punkt á upphafsstað göngunnar og var þar með búinn að tryggja að hann rataði til baka... hundurinn er margfalt fullkomnari en við... með sína jöklabrodda og sinn feld og innbyggt rötunarkerfi í sér... á meðan við röðum utan á okkur alls kyns manngerðu drasli sem endist ekki mannsævina og mengar jörðina... ef einhver á að vera í bandi á fjöllum og mörgum öðrum stöðum... þá er það mannskepnan... frekar en hundurinn... það er staðfest skoðun ritara þessarar ferðasögu eftir fengna reynslu af alls kyns mengun og skemmtir og áverka sem alls staðar blasa við af mannanna völdum... en ekki dýravöldum... tökum sem dæmi malbikið hér... girðingin... ræsið... allt af mannanna völdum og ekki í takti við náttúruna.. heldur eingöngu í takti við þarfir einnar skepnu... mannsins... sem gengur um jörðina skeytingarlaus og taktlaus... nei... sannarlega er hundurinn í meiri takti við jörðina... og gaf þessari hleðslu til dæmis smávegis næringu fyrir vorið...


Lagt var af stað kl. 10:30... framundan er Grundarfoss og fjallstindar dagsins... logn og blíða... svalt en sólin að skína milli skýja... vá, hvað við vorum lánsöm með veður...


Grundarfoss og félagar hér að koma niður Fossahlíð... sem ber nafn með rentu...


Ætlunin var að upplifa Kvernárfoss á niðurleið en svo fór að við urðum að sleppa honum þar sem leiðin var ekki fær sem hringleið sökum svellaðra skafla... en þessir fossar nægðu okkur og meira en það þennan dag...


Digrimúli var fyrsti "tindur" dagsins...


Kirkjufellið skreytti þennan dag með sinni einstöku fegurð... eins og gönguna á tröllafjölskylduna síðasta haust...


Við gengum fram á brúnirnar við Grundarfoss...


... og tókum smávegis aukakrók niður að honum að ofan...


Hvílík fegurð ! Herra Grundarfoss í klakaböndum ! #Grundarfoss


Sýnin niður af fossinum til baka... bærinn Grund í fjarska hægra megin á láglendinu...


Brátt komin í snjólínu en mjúkt og vel fært... en alls staðar þar sem vatn rann... var svellað færi í frostinu... og við þurftum að stíga varlega til jarðar... og nokkrum sinnum skrikaði mönnum fótur og einu sinni féll Agnar alveg á mjöðmina... varasamt færi og keðjubroddarnir koma sér mjög vel...


Digrimúli mældist 348 m hár... en erfitt að segja til um hvar hann endar...


Sólin kom og fór... og við fögnuðum veðrinu... það rættist úr því miðað við veðurspána sem var komin með úrkomu um hádegið þennan dag en við ákváðum að líta framhjá henni þar sem hún var svo lítilsháttar... og hún mætti ekki fyrr en á niðurleið eftir bongóblíðu á efstu tindum... svo við vorum ansi lánsöm þennan fallega dag...


Samhengið með Kirkjufellinu...


Sköflunum fjölgaði eftir því sem ofar dró og enn voru þeir nokkuð mjúkir efst...


En það styttist í að við þyrftum keðjubroddana... þökk sem tilveru þeirra þar sem þetta færi var ekki spennandi á jöklabroddum...


Skýin tóku að þynnast og opna á fjallgarð Snæfellsness ofan okkar... Hvítihnúkur hér og Þverhlíðar... en þarna uppi eigum við stórkostlegar minningar af magnaðri ferð árið 2018 þar sem við reyndum að átta okkur á hvar Hvítihnúkur væri, Svartihnúkur og fundum svo nafnlausan tind innan við þessa sem við nefndum Lýsuhnúk til að hafa eitthvurt nafn... en þessi passar vel við að heita Hvítihnúkur og það var lendingin á sínum tíma... en kortin eru missaga með þetta... Tindferð 155 Hvítihnúkur og Þver (toppfarar.is)


Smjörhnúkur neðri hér framundan... mjög svipmikill úr fjarlægð og nálægð...


Neðan við Smjörhnúk efst í fjallgarðinum, þann sem við gengum á árið 2015 og er merktur Rauðakúlur á einhverjum kortum... reis þessi glæsilegi tindur án nafns... en nafnið Hrókur er á þessu svæði þó nokkuð neðan við hann... og því má spyrja hvort þessi tindur hafi átt að vera Hrókur á þeim tíma sem sú nafngift var ákveðin ? Við ákváðum að láta þetta flotta nafn standa á þessum tindi... og hann er kominn á vinnulistann... göngum á hann og á Smjörhnúk eitthvurt næsta árið... eins gott að halda heilsu og formi til allra þessara gangna sem eru framundan til að klára alla tindana á Snæfellsnesi...


Ferðasagan á þennan tind... Smjörhnúk árið 2015 ásamt Lýsuhyrnu og Hrafntinnuborg sunnan megin frá: Tindferð 118 Lýsuhyrna (toppfarar.is)


Smjörhnúkur neðri hér... við vorum að spá í að fara í keðjubroddana því sífellt jókst svellið í litlum lækjum og pollum alls staðar sem leyndust í grasinu... en það virtist lítill snjór á honum...


Litið til baka... mjög falleg peysan hennar Sillu...


Mjúkur mosi og gras... við ákváðum að bíða með keðjubroddana því færið var autt upp á Smjörhnúkinn...


Hann mældist 462 m hár...


... og gaf mikilfenglegt útsýni niður Grundarfjörðinn allan til sjávar og upp í fjöllin allt í kring...


Hér fengum við okkur nesti og nutum tinds tvö af fimm þennan dag...


Litið til baka... tindurinn Rjúpa efst vinstra megin... nafnlaus tindur en utan í honum voru rjúpur þegar við gengum að honum og Silla kom með þessa snilldarfallegu hugmynd af nafni...


Logn og gott nestisveður þó svalt væri...


Kvernárgljúfur hér neðan við... ofan við bæinn...


Hrókur... og Smjörhnúkur efri eða aðal... í skýjunum efst...


Kráka og Rjúpa framundan efst á mynd...


Gott að borða og spjalla og hlæja og spá í alls kyns ferðir framundan... nokkrir í hópnum að fara ýmsar spennandi gönguferðir erlendis næstu mánuði... við lifum okkur inn í þær og hlökkum til að fá fréttir og lýsingar...


Sólin kom og fór... þegar hún kom varð allt svo létt og fallegt... þegar hún fór læstist hráslaginn inn... en náði aldrei neinum tökum á okkur enda logn og rétt um frostmark... og af því það var svo gott skyggni þá gátum við ekki annað en glaðst og fagnað...


Allir komnir í keðjubrodda eða jöklabrodda... framundan var þessi brekka og allir skaflar svellaðir og glerharðir... og Örn valdi leið utan skafla þar sem Silla gleymdi broddunum sínum og hefði ekki getað komist upp án þeirra í gegnum þessa skafla...


Félagarnir Brimlárhöfði og Kirkjufell... með bænum í Grundarfirði...


Brimlárhöfði er föstudagsfjallið í desember... létt og greiðfært fjall... á dimmasta tíma ársins... vonandi í fallegu skyggni og glænýju sjónarhorni á Kirkjufellið... við getum ekki beðið... þetta verður mögnuð sýn og ganga með sjóinn allt í kring og fjöllin ofan okkar... stórkoslegt !


Litið til baka... Klakkur og Eyrarfjallið í fjarska vinstra megin... Svartihnúkur (ekki sá sami og við Hvítahnúk) í hvarfi bak við Smjörhnúk...


Fínasta færi... þetta slapp vel...


Svartihnúkur hægra megin... við þurfum að ganga á hann að sumri til...


Snörp brekka en vel fær fyrir Sillu án broddana...


Komin upp á fallega klettanös...


Elísa... forréttindi að ganga með þessu fólki og spjalla og spekúlera í lífsins verkefnum og önnum...


Hópmynd dagsins... þetta var of fallegt til að taka ekki mynd hér...


Grundarfjörðurinn sjálfur...


Helgrindurnar földu sig allan daginn í skýjunum... en Örninn átti eftir að sýna sig...


Hér fór veðrið smám saman að vera bongó... þrátt fyrir að við hækkuðum okkur sífellt og skýjabakkinn héldi sig ennþá við efstu fjallstinda...


Yndislegur dagur og enn eitt sjónarhornið á þennan fjallgarð ofan við Grundarfjörð...


Agnar engill bar sig vel þrátt fyrir að vera með afskaplega lítið eftir af liðþófanum í hægri fæti... kvenþjálfarinn haltrandi í þessari ferð... Katrín Kj. með laskaðan liðþófa eftir liðskipti á hinum fætinum... við hlógum bara að okkar "haltur leiðir blindan - ástandi" og vorum sammála um að sama hvað... myndum við alltaf halda áfram á fjöllum ef heilsan mögulega leyfði...


Litið til baka... neðan undir Rjúpu...


Magnaður tindur framundan... nafnlaus... þarna voru þrjár rjúpur fannhvítar og fallegar... kjurar að skoða okkur í hamrabeltinu... steinhissa á þessu föruneyti...


Við tókum hliðarhalla utan í þessum tindi eftir að Örn gekk úr skugga um að hann væri ekki fær vestan megin... þar var bara hamrabelti...


Kyngimagnaður kafli utan í Rjúpu...


Hrókur vinstra megin... og Smjörhnúkur efri þarna efst í skýjahulu...


Rjúpurnar þrjár ef vvel er að gáð...


Jú... þetta er sannarlega Hrókslegur tindur... hann hlýtur að hafa átt að hafa þetta nafn á sínum tíma... gangnamaður hér á ferð sér hrók...


Hrókur... við höfum þetta nafn á þessum tindi þar til heimamenn segja okkur annað... Reynir Guðbjartsson hefur verið okkar helsta heimild með sín frábæru kort af Snæfellsnesi en meira að segja þau hafa ekki alltaf gefið okkur rétta mynd þegar í sjálft landslagið er komið... skv. hans korti heitir þessi hvíti ofan alls þarna Þverhlíðar... en á sínum tíma fannst okkur það engan veginn passa... þetta hlýtur að eiga að vera Hvítihnúkur og svo er nafnlaus tindur innan sem hann merkti sem hvítihnúkur en við kölluðum hann Lýsuhnúk... ruglingslegt ég veit... en landslagið verður að fá að segja sitt í þessu... sjónarhornin eru misjöfn og ég man að heimamenn voru ekki sammála um þetta...


Svartihnúkur... hinn nyrðri... Háamön merkt líka á korti... misjafnt hvað kortin segja... en þessi kallaði mikið á okkur... hann er kominn á framtíðardagskrána...


Hlíðar Rjúpu voru vel færar og mjúkar... Silla slapp vel án broddana...


Kráka hér framundan... við vissum ekkert hvað var hvað... merktum nokkra punkta í gps-tækið eins og kortin sögðu til... og skv. þeim var þessi tindur hér vinstra megin Kráka... og sá sem við vorum að hliðarganga kringum nafnlaus... en hann varð eiginlega að fá að heita eitthvað til glöggvunar á landslaginu fyrir okkur og aðra á ferð hér um...


Hrókur... Smjörhnúkur efri í skýjunum og Kráka...


Fjallið Örninn að reyna að brjótast fram úr skýjunum...


Kráka... svo fagur fjallshryggur... flatur að sjá héðan... en mjór milli vesturs og austurs...


Hrókur og Smjörhnúkur efri...


Örn tvínónaði ekki og hélt beinustu leið á Kráku...


Litið til baka á nafnlausa tindinn sem við enduðum á að nefna Rjúpu að tillögu Sillu... hann átti skilið að komast á kortið...


Hér skall á bongóblíða eins og hún gerist best á vorin með sólina hátt á lofti... snjóinn mjúkan... logn... og loftið tiltölulega hlýtt...


Við gengum himinlifandi og þakklát upp á Kráku í þessari veðurblíðu... hæsti tindur dagsins og við á besta stað í heimi...


Ágætis klöngur og menn komust að því að það var best að fylgja bara fararstjóranum upp hér...


Sýnin ofar á Hrók og Smjörhnúk... Lýsuskarð lengra og hinum megin við þá...


Arnardalsskarð... mjög saklaus og aflíðandi leið sem er ekkert mál að fara á öllum árstímum... sjá gostappann efst í skarðinu... ekkert nafn á honum að því er við best vitum...


Örninn í skýjunum...


Síðustu menn ekki komnir upp á Kráku...


Brölt og klöngur en vel fært vönum hópi...


Á Kráku var stórkostlegt útsýni... hún mældist 625 m há... Hvítihnúkur þarna fjær... og Lýsuskarð þarna hægra megin...


Örn og Batman fóru út á ystu nöfn á Kráku... hún var hrygglaga og endaði í þessum kletti hægra megin hér við Örn...


Við nutum lífsins þarna uppi og fögnuðum veðri og útsýni...


Arnardalsskarð... vestan við Smjörhnúk og austan við Örninn...


Hópmynd hér í þrengslunum á tindinum... hér hefði sólin þurft að koma... þá er allt svo bjart... en skýin voru því miður fyrir...


Brimlárhöfði og Kirkjufell... Kirkjufellið gaf okkur ógleymanlega ferð árið 2015... Kirkjufellið loksins í safnið (toppfarar.is)


Sýnin niður á Rjúpu...


Hvítihnúkur...


Arnardalsskarð...


Örninn...


Ernirnir :-)


Hópmynd líka hér... ekki sjálfgefið að ná mynd af sér með Erninum...


Örn, Kolbeinn, Elísa, Agnar, Jaana, Silla, Birgir, Þórkatla, Gulla, Katrín Kj., og Guðmundur Jón en Batman er í forgrunni og Bára tók mynd...


Örninn... flöt hlið eins og Kráka... en mjór til austurs og vesturs... við vitum að Jón Oddsson sem komið hefur sem gestur í ferðir hjá okkur hefur gengið á hann en hann mælir með að fara ekki nema með klifurbúnaði þarna upp... og Maggi Grundfirðingur sagði okkur af einum heimamanni sem farið hefur þarna upp... og sá ætlar ekki aftur ! En Jón Heiðar Andrésson og félagar eru tilbúnir til að fara með Toppfara hér upp að vori í snjó með tryggingum... við eigum eftir að þiggja það einn daginn...


Niður af Kráku... vel gekk að klöngrast til baka...


Betur en við áttum von á...


Frábært færi og ekki helfrosið eins og Tröllafjölskyldan var í október í vetur...


Hvílíkur fengur að komast hingað...


Örn tók smávegis útúrdúr frá Kráku á niðurleið... upp þennan hrygg...


... sem gaf þessa sýn á Kráku... og sýnir vel hversu brött hún er til vesturs og austurs...


Magnaður hryggur sem við enduðum á að hafa með í skráningu á örnefnum og kölluðum "Krákustíg" til glöggvunar á landslaginu fyrst og fremst...


Samhengið við landslagið neðar...


Glæsileg leið !


Litið til baka... tindur Kráku og svo Krákustígs... en hann mældist 600 m hár...


"Þetta er toppurinn á tilverunni"... sagði Katrín Kjartans... og það var svo satt... en þau Guðmundur Jón hafa farið óteljandi ferðir með okkur og margar þeirra mjög erfiðar, krefjandi og langar... í alls kyns veðrum... ein af þeim sem mættu alltaf sama hvernig veðurspáin var... ekki lofthrædd... og alltaf til í allt... frábærar fyrirmyndir...


Kráka, Krákustígar og hrókur og Smjörhnúkur efri...


Krákustígarnir niður eftir... mjög flottur útúrsnúningur hjá Erni... svona gefa könnunarleiðangrar okkur mikið... kanna ókunnar slóðir og komast að því hvernig landslagið liggur... feta ekki í fótspor annarra... vita ekkert... finna leiðir... og uppgötva perlur eins og þessa...


Krákustígarnir gáfu okkur nýja sýn á tindinn nafnlausa... og hér kom Silla með tillöguna um nafið "Rjúpu" og það var slegið strax !


Litið til baka...


Voila ! Tindurinn Rjúpa... jú, hann á skilið að fá að vera með... svipmikill mjög frá öðrum sjónarhornum í Grundarfirði og ótækt að hafa hann nafnlausan !


Örninn ennþá að verjast við skýin... Helgrindurnar hægra megin í hvarfi við norðurás Arnarins...


Vesturhlíðar Rjúpu... turkís-blámi í svellinu í hlíðunum...


Kverná og Kvernárgljúfur... hér niður var ætlunin að fara eins og þjálfarar teiknuðu könnunarleiðangurinn upp... en allt frosið og óráð að fara hér niður... svo við fórum upp á Rjúpu og svipaða leið niður Hróksdalsmegin...


Rjúpa hér framundan... auðvitað fórum við upp á hana...


Magnaðar brúnir...


Það var ekkert hik... við yrðum enga stund hér upp... Rjúpa mældist 585 m há...


Litið til baka á Kráku og Krákustíga...


Smjörhnúkur... Hrókur... og Kráka... öll í stíl...


Útsýnið ofan af Rjúpu niður á Smjörhnúk neðri...


Batman elskar hann Kolbein sinn... og fékk alls kyns góðgæti hjá honum eins og vanalega... perluvinir...


Örninn aftur glæsilegur utan skýja og Krákustígar nær...


Neðan við Rjúpu...


Sjá frosna skaflana...


Smjörhnúkur framundan...


Fórum neðar og austar niður en upp og lentum því á frosnu sköflunum utan í Rjúpu... en þetta slapp vel og við komumst í gegnum mosann og nægilega mjúkan skaflinn neðar...


Með Rjúpu í baksýn...


Hér tóku snjókornin að fjúka eitt og eitt... það þyngdi yfir... við fengum rjómann af veðrinu þennan dag uppi í fjöllunum...


Með Smjörhnúk í baksýn...


Magnaður tindur ! ... en það hefði mátt velja annað nafn þar sem Smjörhnúkur er um allt á Snæfellsnesi... sá þriðji í okkar safni... ruglingslegt við efri tindinn sem rís fyrir miðjum fjallgarðinum...


Komin fjær...

7

Létt og löðurmannlegt niður hér með... en þó svellað í öllum giljum, lækjum og pollum...


Frosinn foss ofar...


Ofan við Grundarfoss var þessi foss...


Allt frosið...


Niður af Digramúla... hér var veðrið aftur orðið gott... og við nutum lífsins... sjá glitta í Grundarfoss hægra megin...


Stígurinn við Grundarfoss...


Mikið spjallað og mjög gaman á þessari niðurleið...


Grundarfoss...


Svartihnúkur... já... förum hér upp einn daginn... við sáum góða leið...


Komið fallegt veður í lokin og við skunduðum í bílana meðfram girðingunni...


Litið til baka... Grundarfoss... Hrókur... Smjörhnjúkur...


Komin að bílunum...


Hrókur... Digrimúli... Smjörhnúkur... Rjúpa... Kráka í hvarfi ofar bak við Smjörhnúk...


Alsæl með daginn... besti félagsskapur í heimi... forréttindi... botnlaust þakklæti... af því það er langt í frá sjálfgefið að hafa heilsu og getu til að upplifa svona dag...


Kirkjufellið þakkaði okkur fyrir komuna í Grundarfjörðinn sinn...


Alls 10,7 km á 6:06 klst. upp í 625 m hæst með alls 802 m hækkun úr 2 m upphafshæð...


Takk fyrir daginn elskurnar... þið eruð langbest !