Tindferð nr. 312 þriðjudaginn og miðvikudaginn 23. og 24. júlí 2024
Þriðja Laugavegsferðin í sögu klúbbsins var farin sumarið 2024 eftir fjölda áskorana... en sú fyrsta var farin árið 2008 og var sérlega vel heppnuð... og önnur ferðin var 0furganga númer eitt árið 2020 þar sem við lögðum af stað seinnipart dags... gengum yfir nóttina og enduðum undir hádegi í Húsadal daginn eftir en sú ferð er með öllu ógleymanleg og var yfirnáttúruleg upplifun...
Í þessari þriðju ferð höfðum við þetta eins einfalt og hægt var en þó með rútuflutningi og trússi og skálagistingu í Hvanngili til að minnka kostnað og halda þægindum eins og hægt var...
Þessi ferð heppnaðist með ólíkindum vel... ótrúlega rættist úr veðri þar sem spáð var roki og rigningu báða dagana en þó sveiflaðist sú spá nokkuð til... spáin var það slæm að við hefðum aflýst fwerðinni ef ekki væri fyrir að búið var að greiða fyrir gistinguna og staðfesta rútuna..
Við létum okkur því hafa það og eingöngu einn afboðaði vegna veðurs,... og þegar að þessu kom.. þá var keyrt í rigningu upp eftir þar sem smám saman létti til... og endað í þurru veðri tveimur dögum síðar... þar sem rigningin buldi á rútunni á leið úr Þórsmörk... ótrúleg heppni með veður og h´purinn var hreint út sagt frábær... en hann samanstóð af 13 klúbbmeðlimum og 7 gestum...
Brottför kl. 06 frá Össuri, Grjóthálsi 5.... með rútu frá Guðmundi Jónassyni og bílstjórinn hét Jón Sigfússon og reyndist sérlega úrræðagóður og ljúfur ferðafélagi...
Rigning á leiðinni og blautt í Hrauneyjum...
... en komin sól á hálendinu...
Landmannalaugar framundan... hálfskýjað og þurrt yfir... hvílíkur léttir !
Jón Sigfússon bílstjóri...
Dásamlegt að lenda í svona góðu veðri í Laugum og geta lagt af stað allavega í þurru veðri... en rigningin átti eftir að láta á sér standa...
Mikið líf í Landmannalaugum... ekki farið að rukka fyrir bílastæðin... en mánuði síðar í ágúst var mun minna fa bílum, tjöldum og fólki hér eftir að panta þurfti og greiða fyrir bílastæðið og spyrja má hvort sú rukkun hafi haft þau áhrif...
Frábært fólk í þessari ferð... 13 klúbbmeðlimir og sjö gestir... sumir skráði sig stuttu eftir áramótin... og voru aldrei á þeim buxunum að hætta við...
Efri: Margrét Þóra Björgvinsdóttir gestur, Þorleifur, Guðný Ester, Sjöfn Kr., Júlía Ósk Atladóttir gestur, Sigurlína V. Sigurgeirsdóttir gestur, Kristjana, Áslaug B., Ingunn, Guðbjörg Oddsdóttir gestur, Ragnheiður, Björg, Bára.
Neðri: Kristín Friðgeirsdóttir gestur, Sesselja Barðdal gestur, Aníta, Örn, Selma Barðdal gestur, Maggi og Gerða Fr.
Batman komst ekki með þar sem rúta og skálagisting flækti hans för...
Lagt af stað kl. 10:05...
Þessi gönguleið er stórkostleg frá fyrsta skrefi til hins síðasta...
Barmur og Jökulgilið með skála FÍ í forgrunni...
Háalda beint framundan... hún bættist í safnið í fyrra...
Brennisteinsalda...
Sólin kíkti öðru hvoru og veðrið var framar öllum vonum...
Bláhnúkur... hann og Brennisteinsalda voru gengin ásamt Bleikagili, Breiðöldu, Tröllhöfða og Vondugiljum mánuði síðar í dagsferð í Landmannalaugar...
Ingunn í prjónapeysu sem var alveg í stíl við landslagið...
Laugahraun að baki...
Fegurð Bláhnúks er með ólíkindum...
Reynt að fanga fegurðina á þessari hópmynd... en landslagið eiginlega gleypti okkur...
Breiðalda og Tröllhöfði... þau voru gengin mánuði síðar... em þarna niðri er "Bleikagil" sem við köllum svo til aðgreiningar...
Gilin á þessu svæði...
Frekar snjólítið á leiðinni miðað við stundum áður...
Suðurnámur þarna lengst fyrir miðju... hann var genginn í fyrra...
Hópmynd með þetta stórkostlega landslag að baki...
Torfajökull...
Það var skýjað þegar ofar var komið... en skýin lyftust með okkur og við sáum alltaf landslagið framundan og í kring... ótrúlegt lán...
Sólin skein oft á fjarlæga fjallstinda og útsýnið var með ólíkindum gott...
Litið til baka...
Förum þetta gil einn daginn... komið á listann...
Torfajökulll... gangan okkar á hann á þrjá hæstu tinda frá skálanum við Strút er með þeim flottustu í sögunni... Torfajökull 3ja tinda leið frá Strút um íshellinn og Krókagil til baka um upptök Brennivínskvíslar. (fjallgongur.is)
Jahérna hér... skýin bara lyftust upp og opnuðu alltaf fyrir okkur dyrnar að þessu stórkostlega landslagi...
Nesti við Stórahver... gufa af hvernum og læknum...
Birtan þennan dag... og þessa báða daga... fegurðin naut sín mjög vel...
Þessi voru að njóta með Stórahver fyrir framan sig handan gilsins...
Ótrúlega snjólétt á þessum kafla...
Reykjafjöll... við eigum eftir að ganga á þau NB !
Hrafntinnusker... lítill snjór og magnað veður hér... logn og hlýtt... ótrúlegt !
Reykjafjölll... Háskerðingur því miður í skýjunum... og var það allan tímann...
Mikil ólykt á salernunum hér og frekar ógeðfellt að setjast og borða enda var þetta ekki nestisstaðurinn okkar á þessari leið... en þessi staðsetning á skála er krefjandi og það er meira en að segja það að halda hér húsum gangandi og heilum með rennandi vatni og rotþró og öðru sem tilheyrir mannlegum lúxus...
Fyrsti leggurinn af fjórum á þessari leið...
Við Örn þekktum bílinn... fyrrum bíll góðs vinar okkar... og sá fékk senda mynd... og við spjölluðum við bílstjórann sem var að trússa farangur upp í skálann... í einni af mörgum ferðum þetta sumarið... hann sagði frekar snjólétt á svæðinu... og að nú færi að kólna aftur... í lok júlí... sumarið væri að enda hér upp frá...
Aðdáunarverður metnaður að hafa skála hér... Höskuldur Jónsson sem skálinn var kenndur við var mjög áhugaverður maður...
Andlát: Höskuldur Jónsson, fv. forstjóri ÁTVR (mbl.is) Það er ekki annað hægt en mæla með viðtali við hann í bókinni "Fótspor á fjöllum" eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson þar sem hann eins og fleiri viðmælendur í bókinni hafa aðdáunarverðar og sjálfstæðar skoðanir og sterka sýn á náttúruverndarmál... þar sem þau fylgja ekki hópnum og elta þrýstinginn eða rétttrúnaðinn í þeim málum... frískandi að lesa viðtalið við hann og fleiri í þessari bók... allt magnaðir viðmælendur og öll með sína reynslu og sína sýn... mikill fengur að þessari bók eins og fleirum frá Páli:
Leiðin frá Höskuldsskála var mögnuð...
Hvílíkir litir... samsetning... formfegurð... mýkt... andstæður...
Alveg magnaðar myndir teknar í þessari ferð !
Háskerðingur í skýjunum... á hann gengum við árið 2018 í já aftur... einni fegurstu ferðinni í sögunni... Tindferð 160 laugardaginn 25 (toppfarar.is)
Reyndum að hrista af okkur annan hóp sem var á ferð og taldi nálægt 50 manns...
Hvílík... fegurð...
Litir og form með ólíkindum... meira listaverkið...
Fjöllin á söndunum að birtast smám saman efst í Jökultungunum...
Hér var gjóla og við leituðum að góðum nestisstað...
Magnað !