top of page

Suðurnámur, Háalda, Breiðalda, Tröllhöfði, Brennisteinsalda og Grænagil frá Landmannalaugum

Tindferð nr. 279 föstudaginn 25. ágúst 2023. #FjöllinaðFjallabaki


Eftir glimrandi gott veður í allt sumar... frá júlí-mánuði... kom að því að það viðraði ekki vel á laugardegi... en bongóblíðan var á föstudeginum... og sem betur fer vorum við nægilega mörg sem komumst þann dag... svo við gátum haldið áætlun og farið okkar árlegu ævintýraferð um Friðlandið að Fjallabaki... að þessu sinni frá Landmannalaugum á hinn þekkta Suðurnám... sjaldfarnari Háöldu... mjög sjaldförnu Breiðöldu... óþekktan nánast með öllu Tröllhöfða... og loks upp á hina fjölförnu Brennisteinsöldu og um litríkt Grænagilið til baka í Landmannalaugar...


Við fórum Hrauneyjaleiðina... eftir slæma reynslu af Dómadalsleið fyrr í sumar á Löðmund... og í Hrauneyjum var vægast sagt iðandi mannlíf ferðafólks þó snemma væri dags... lögðum af stað úr bænum kl. 06... og vorum í Hrauneyjum um áttaleytið...


Um klukkustundar akstur í Laugar frá Hrauneyjum... Sigga Lár létt á dekkjunum sínum þar sem Súsukíinn hennar var heldur of hastur á jeppaslóðanum... það eru nokkrar konur í klúbbnum sem eiga jeppa... þessar konur er geggjaðar !


Þoka og lágskýjað þennan morgun... en við vissum að það væri spáð sól og blíðu... það þurfti bara sólina til að hita aðeins landið eftir nóttina og leysa upp þessa hulu...


... og það gerðist síðasta kaflann inn í Laugar... þar sem við komum að Suðurnámi við Frostastaðavatn...


Magnað að upplifa landið birtast undan morgunþokunni... sjá erlendu ferðamennina borða morgunmatinn sinn við Frostastaðavatn...


Suðurnámur... langur... formfagur... og einstaklega litríkur fjallbálkur... hann var tindur nr. 1 af 5 þennan dag...


Barmur framundan... sjá þokuna enn lúrandi milli fjalla eftir nóttina...


Barmur... Bláhnúkur... Brennisteinsalda... Suðurnámur... og Landmannalaugar framundan...


Litríkir tindar Suðurnáms þegar litið var til hægri af veginum...


Ekið yfir Námskvíslina til að komast til Lauga... heilmikið vatn í henni... hér fara ekki jepplingar yfir svo glatt... þó mörgum hafi tekist það... fer eftir vatnsmagni þá stundina... stundum nóg að setja spotta í bílinn og toga hann yfir... einu sinni fóru þjálfarar með vinum um Fjallabaksleið nyrðri með því að láta jeppann draga fólksbílinn yfir árnar... allt hægt ef maður hugsar í lausnum... og lent vorum við í Laugum á slaginu kl. 09... jebb... það tekur alltaf slétta þrjá tíma að koma sér hingað upp eftir... og alltaf er það sama veislan þessi akstursleið...


Í Laugum þessa nótt gistu Fanney og Oddný T... frábært hjá þeim að nýta ferðina til ævintýris... þær fóru í heita lækinn kvöldið á undan í stjörnubjörtu... eftir að hafa tjaldað í myrkri á fimmtudagskveldið... geggjað !


Eftir smá tölu frá þjálfara sem vongóð sagði að jú, hugsanlega væri Hnúðalda of mikil viðbót við leið dagsins... við myndum meta það á leiðinni... en að við ættum líklega að ná Bláhnúki í bakaleiðinni... en bæði þessi fjöll myngu hugsanlega víkja ef dagurinn drægist á langinn... (hvorugt náðist) ... og eftir vangaveltur þjálfara um næstu ferð að ári könnunarleiðangur um Barm frá enda í enda... lögðum við af stað kl. 9:25...


Gengum gegnum tjaldsvæðið framhjá bílum og tjöldum...


... þar sem háþróaðir erlendir ferðamenn sátu margir hverjir að snæðingi um morguninn... langtum pældari ferðarmenn en við Íslendingarnir...


Frábært að fá þessa hlið af svæðinu...


Íslenski fáninn nmeð jeppum í hverjum ferningi.... þetta var forvitnilegt...


Vorum ekki viss með meininguna á bak við fánann og náðum ekki að spyrja hlutaðeigandi...


Svo heitt í veðri strax þarna um morguninn að flestir voru í stuttbuxum og allt niður í hlíraboli líka...


Fegurðin á þessu svæði er ekki síður í hinu smáa en hinu stóra samhengi... það ætti að vera skylda hvers útivistarmanns að koma hingað í Landmannalaugar á hverju ári að hlaða sálrænar rafhlöðurnar sínar... mannbætandi án efa að vera í þessu umhverfi í nokkra klukkutíma árlega...


Erlendu ferðamennirnir... við erum full aðdáunar... útivistarfólkið sem kemur erlendis frá er yfirleitt mjög vel undirbúið... vel græjað og útpælt í sínum búnaði... og hefur oft meira vit á að vitja fegurstu staðanna frekar en við Íslendingarnir...


Ganga á Suðurnám (karlkyn, nefnifall, eintala = eins og nafnið "Sámur")... er vel slóðuð og merkt og mikið farin... að mestu af útlendingum eins og svo oft er raunin...


Litið til baka að landmannalaugum... Bláhnúkur... sem hefur eingöngu einu sinni verið genginn í klúbbnum... árið 2015 í fyrstu formlega göngu Toppfara um Friðlandið í viðleitni til að safna öllum fjöllum friðlandsins... rís hér svipmikill yfir svæðinu... og við ætluðum á hann í loks dagsins... en tíminn leyfði það ekki...


Gengið til að byrja með meðfram Jökulgilskvíslinni undir Suðurnámi...


Litið til baka... geggjað að ganga hér ! Af stakri væntumþykju fyrir þessum stað í heild sinni... þá var það heiður að fá að ganga hér en ekki eingöngu keyra...


Fljótlega færist gönguleiðin inn að fjallinu frá veginum...


Við vorum strax komin í ævintýraland... ein í heiminum hér... og samt í einstaklega fögru umhverfi... sem ætti auðvitað að vera biðlisti inn á... og gjaldtaka... eins og erlendis þar sem gengið er um svona kyngimagnaða þjóðgarða...


Veislan var hafin... tindar Suðurnáms tóku að gnæfa yfir okkur og gefa tóninn fyrir þá fegurð sem framundan var allan daginn...


Fínasti stígur... þessa hringleið á eingöngu Suðurnám er fær öllum í ágætis gönguformi og við mælum eindregið með henni fyrir þá sem eru svo heppnir að eiga eftir að kynnast þessu svæði...


Niður í gil eitt frekar en að þræða sig upp mosavöxnu ásana en þar var einnig slóði sem hefði verið hægt að fara...


Hvílíkt veður... Silla og Inga Guðrún komust upp með að vera í sínum fjallapilsum allan þennan dag... til klukkan átta um kvöldið... þetta endaði jú sem 10,5 klukkustundar ganga...


Inn gilið...


... og upp þennan hrygg hér...


Mjög skemmtileg leið hér upp...


Eitt af giljunum í Suðurnámi... við á hryggnum á uppleið...


Mikið spjallað í þessari ferð... eitt það dýrmætasta við fjallgöngurnar er þessi tími og þessi nánd og samvera... þar sem tóm gefst til að spjalla... og enginn er í símanum með hálfan hugann við að hlusta og leggja orð í belg...


Litaveislan var hafin...


Komin upp hrygginn og héðan blöstu fjöllin ofan Landmannalauga við okkur... og fyrsti leggur Laugavegsgönguleiðarinnar þarna handan við í fjarska...


Frábær hópur... vel nýttur föstudagur... því svo tók slagviðrið við þessa helgi... sem var svo viðvarandi næstu helgar inn í september...


Þorleifur, Örn, Sigríður Lísabet, Þórkatla, Gerður jens., Sigga Lár., Aníta, Silla, Jaana, Oddný T., Inga Guðrún og Fanney en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn... við veltum því fyrir okkur hvar karlmennirnir í klúbbnum væru... einu sinni voru þeir helmingur klúbbfélaga... og oft meirihlutinn í ferðunum... en eftir að við útvíkkuðum paragjaldið í vinagjald hafa fleiri konur bæst við hópinn okkar sem er bara vel... þær eru eljusamir og staðfastir göngumenn... en einhverra hluta vegna efur karlmönnum fækkað í kjölfarið og mæting þeirra verið ansi dræm... við skiljum ekkert í þessu og trúum því að úr rætist í vetur...


Áfram gakk... upp brekkurnar á Suðurnámi...


Kyngimagnað útsýnið til Landmannalauga og inn Jökulgilið sme hér blasir við alla leið að Sveinsgilskjafti...
Útsýnið birtist smám saman... þarna var Sveinstindur við Langasjó hvorki meira né minna...


Við nutum fjallstinda Suðurnáms...


Snarbrött gil og stingandi klettastrítur út úr hlíðunum er einkennandi landslag á þessum slóðum...


Alvöru landslag...


Magnað !


Útsýnið yfir Laugahraun... Brennisteinsöldu... Tröllhöfða sem átti eftir að koma mikið við sögu síðar þennan dag... og Breiðöldu lengst til hægri... þarna var gilið okkar bratta þar sem við lokdins komumst niður...


Uppi á Suðurnámi er leiðin greið ofan á fjallinu... Háalda hér vinstra megin og hæsti tindur Suðurnáms hægra megin... Vondugil þarna niðri...


Barmur og Jökulgil... og Kirkjufellið... og Hábarmur... og Torfajökull að hluta... og Reykjakollur og Vörðuhnúkur hægra megin við Jökulgilið...


Brennisteinsalda, Tröllhöfði og Breiðalda með Vondugil hægra megin...


Vondugil og Háalda efst hægra megin...


Laugahraun og Námskvíslin...


Torfajökull, Bláhnúkur, Brenniseinsalda og Laugahraun...


Litirnir í Suðurnámi...


Við vorum stödd á svipmiklu, fjölbreyttu, formfögru og litríku fjalli...


Hópmynd hér !


... með litunum í kring...


Sumir fara alltaf fram á ystu nöf...


Háalda í stíl við Suðurnám... litirnir lekandi niður fjöllin...


Við héldum áfram för eftir Suðurnámi...


Dökku litirnir ekki síðri en þeir ljósu...


Litið til baka... Kirkjufellið svipmikið og stendur sannarlega undir nafni...


Suðurnámur mældist 925 m hár...


Ofan af honum sást til fjalla í norðri... sjá hér hlíðarnar sem rísa við Frostastaðavatn... Suðurnámur er klofið fjall þar sem hringleið um það er eflaust mjög falleg... við þurfum að ganga um þennan hrygg einhvern daginn... og horfa beint niður á Frostastaðavatn...


Litið til baka...


Enn ein sýnin niður á Laugahraun og fjöllin...


Við héldum niður og í átt að Háöldu... Löðmundur hér efst á miðri mynd...


Formfagra fjallið vestan við Frostastaðavatn vakti athygli okkar reglulega... Tjaldfell... vel valið nafn...


Háalda og Mógilshöfðarnir...


Litlhöfði... Klukkugil á milli og svo er spurning hvað er þarna á milli... fyrsta ágiskun er Rauðufossafjöll en á korti virðist þetta vera Sauðleysur ? ... og hægra megin er Stórhöfði sem hluti af Mógilshöfðunum...


Mjög falleg leið... hér má sjá síðasta hluta Hellismannaleiðar koma yfir heiðina og niður milli Háöldu og Suðurnáms... leið sem við fórum 2020...


Niðurgönguleiðin af Suðurnámi er mjög falleg... en við tókum eingöngu efri hlutann niður...


Vondugil...


... út af leið hér til að taka smá nestispásu...


Hiti, sól og logn... alger yndisstund...


Gott að spjalla og njóta og gefa sér góðan tíma...


Dásemdarstund hér...


Áfram niður af Suðurnámi í skarðið að Háöldu...


Litið til baka... allt mjög þurrt þrátt fyrir smávegis rigningu síðustu daga...


Litirnir í Suðurnámi...


Komin í skarðið þar sem Hellismannaleið kemur inn á svæðið...


Háalda framundan... hún er margbunga og leyndi vel á sér... okkar beið ekki eingöngu þessi brekka til að komast í rúmlega 1100 m hæð :-)


Litið til baka að Suðurnámi... heilmikið vegalengd á milli...


Við tókum þessa löngu brekku í nokkrum köflum og spjölluðum sem aldrei fyrr...


... og tókum smá jóga á miðri leið...


Jógastellingin "Örninn" í miðjum hlíðum Háöldu :-) Kirkjufellið, Barmur, Hábarmur, Bláhnúkur og Brennisteinsalda í baksýn...


Áfram upp brekkurnar... við gleymdum okkur í alls kyns gefandi og gagnlegum umræðum...


Litið til baka...Nú horfðum við niður eftir Vondugiljum... og sáum þessa fallegu tjörn á miðri leið... mikið hlýtur að vera fallegt að koma að henni... gerum það síðar...


Jæja... önnur brekka... önnur fjallsbunga... tindurinn var enn í talsverðri fjarlægð... þessi Háalda leyndi sannarlega á sér...


Stórhöfði og Mógilshöfðum og Löðmundur...


Farið að sjást í Tindfjallajökul... sandurinn lekandi niður gamla snjóskafla eins og súkkulaði á ís... Hrafntinnuskersfjöllin...


Litið til baka... Frostastaðavatn vinstra megin... Vatnajökull efstur og Öræfajökullinn sjálfur....


Vel troðinn stígur og greinilega mikið gengið...


Höfðavatn við Stórhöfða... Klukkugil á milli og Litlhöfði vinstra megin...


Vondugil og Laugahraun...


Við reyndum að fanga þetta útsýni með hópmynd... en það tókst kannski ekki sem skildi... en gleðin leynir sér ekki á þessari mynd...


Mergjaður staður að vera á... komin í rúmlega 1.100 m hæð og þá er mögulegt að sjá yfir hálft landið að manni fannst í þessu tæra skyggni sem gafst þennan dag og er hvergi nærri sjálfgefið...


Torfajökull og Háskerðingur og Hrafntinnusker...


Hrafntinna... og félagar...


Friðlandið að Fjallabaki að stórum hluta...


Súkkulaðiísinn efst í Vondugiljum...


Breiðalda í öllu sínu veldi...


Komin á hæsta tind Háöldu í 1.129 m hæð og útsýnið var með ólíkindum... Tindfjallajökull... Eyjafjallajökull... Mýrdalsjökull... Vatnajökull... Hofsjökull... Langjökull... svakalegt útsýnið !


Stórhöfði næst og Langjökulll fjærst... Sauðleysur, Hrafnabjörg, Herbjarnarfell og Löðmundur á milli...


Eskihlíðarvatn... Jarlhetturnar... Kjölur og svo Hofsjökull og loks Sprengisandur lengra til hægri út af mynd...


Við vorum ánægð með hæsta punkt dagsins... og nutum augnabliksins...


Hnúðalda hér framundan... en þó nokkuð í hana og giljótt leiðin á milli... hér fóru þjálfarar að velta því fyrir sér að sleppa henni að sinni... hún virtist ekki gefa okkur meira en við vorum búin að fá í landslagi og útsýni... þó nokkuð var liðið á daginn og nóg eftir...


Eyjafjallajökull... Tindfjallajökull og Laufafell svolítið falið... Rauðufossafjöll líklega lengst til hægri há og myndarleg... með Hnúðöldu hægra megin við miðja mynd...


Litlhöfði... með Rauðufossafjöll vinstra megin og á bak við sig...


Þjálfari missti af þessari höfuðstöðu á efsta tindi dagsins... meiri naglarnir og stuðboltarnir !


Torfajökull... Hrafntinnusker... Eyjafjallajökull...


Við vorum sko ekkert að flýta okkur... gott veður og mergjað skyggni...


Þjálfarar ákváðu að sleppa Hnúðöldu og stefna á Breiðöldu til baka...


Klukkugil... Klukkugilskjaftur... Sauðleysur... hér eigum við eftir að ganga...


Litlhöfði framundan...


Hnúðalda...


Stórhöfði...


Örn vildi engu að síður skoða litríku gilin milli Suðurnáms og Hnúðöldu áður en við snerum aftur yfir á Breiðöldu...


Mjög fallegt og einkennandi landslag þessa svæðis...


Krókuirnn yfir á Hnúðöldu var um 2 km langur aðra leið eða alls 4 km tið viðbótar við leið dagsins...


... og upp og niður þessi gil hefði þýtt tafsöm leið... það var ekkert vit í öðru en geyma hana þar til síðar...

Hnúðalda og Litlhöfði... mjög litrík gilin hér nær... í stíl við litríkan Suðurnáminn þó þetta væru fjallsrætur Háöldu...


Hrafntinnusker...


Við skoðuðum svolítið svæðið áður en við snerum aftur upp og yfir...


Smá vesen að þurfa að hækka sig aftur... saklaus gilin eru fljót að brattna og skerast niður um allt og tefja för...


Jarðvegurinn harður og best að fylgja fremsta manni en ekki leita að sinni leið... komin spor eftir fyrstu menn og greiðfært á eftir þeim...


Komin á stíginn aftur sem liggur yfir að Stórahver við Laugavegsgönguleiðina...


Breiðalda hér og Kirkjufellið sífellt að minna á sig... já, auðvitað þurfum við að skoða það fjall einn daginn...


Litið til baka... uppi héldum við að veðrið væri að breytast... það var lægð á leiðinni þessa helgi og við vorum að nýta blíðviðrið áður en það skylli á... á tímabili héldum við að góða veðrið væri að hörfa undan skýjaþykkni sem sást til vesturs... en svo varð ekki...


Öldurnar yfir að Laugaveginum... fjallanafnið "alda" á mjög vel við í þessu landslagi...


Komin í smá rennandi vatn sem var kærkomið... og hér var ákveðið að borða nesti tvö... skjól og rennandi vatn... en ekkert útsýni... og gárungar dagsins sömdu mergjaðan vísubálk um ferðina þar sem þessi geggjaði nestisstaður kom við sögu sem "holan" :-)


Þetta var náttúrulega drepfyndið... að velja svona nestisstað... en hann hafði sína kosti :-)


Hann var jú smávegis núllsstilling eftir yfirgengilega fegurð fram að þessum tíampunkti... af því svo tók önnur eins veisla við... og sálin þurfti að hvíla sig aðeins á þessari ofgnótt fegurðar... þessi lýsing Anítu átti vel við...


Yndislegt...


Fjallahundurinn Batman naut sín vel í þessu gili... og kældi sig vel í hitanum sem var líkega upp í 20 stig þegar mest lét þennan dag...


Aftur af stað og nú tóku þjálfara stefnuna á brúnirnar við Brennisteinsöldu þar sem ætlunin var að þræða niður um gilin og upp á hana... en við komumst ekki upp með það eins og síðar kemur í ljós... meiri hrokinn í okkur :-)


Litið til baka...


Gilið litið eitt neðar... fullt af snjó hér...


Vesturás Háöldu sunnan megin frá...


Austurhlutinn sunnan megin...


Hnúðalda og Litlhöfði í baksýn...


Við tók greiðfær leið um Breiðöldu þar sem farið var greitt yfir...


... en áfram fangaði útsýnið okkur til jökla um allt...


Sandauðnin mögnuð líka með litunum og giljunum...


Brátt tóku litirnir aftur á móti okkur smám saman...


... og bungur Breiðöldu urðu hlýrri og bjartari... en hæsti punktur á Breiðöldu mældist 993 m há... en óvíst hvort við náðum alveg hæsta punkti... sáum enga vörðu né merkingu... á korti lítur út fyrir að við höfum farið yfir hana þar sem hún liggur hæst en erfitt að meta þetta... við allavega gengum yfir hana miðja og þvera...