top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Úthlíð á Bjarnarfell í Brúarhlöð legg 11 #ÞvertyfirÍsland

Tindferð nr. 298 laugardaginn 9. mars 2024.


ree

Tveimur vikum eftir legg númer tíu á leið yfir landið... fórum við legg ellefu... í allt öðruvísi veðri og færð en síðast... og mun skemmtilegri leið... þar sem nú var þverað yfir eitt stykki fjall i leiðinni... sem við hefðurm eftir á að hyggja átt að gera á legg tíu yfir Efstadalsfjall... en það dugar ekki að síta orðinn hlut... því Bjarnarfellið stóð algerlega upp úr þessari leið... enda erum við alltaf í fjöllunum... einmitt þess vegna...


ree

Kálfstindarnir blöstu við keyrandi um Lyngdalsheiðina... og leiðin okkar í sumar á legg níu...


ree

Efstadalsfjallið... allt annað veður og færi en fyrir tveimur vikum...


ree

Við byrjuðum á að skilja helming bíla eftir við Brúarhlöð og keyra á hinum til baka í Úthlíð þar sem gangan hófst... vorum búin að fá góðfúslegt leyfi hjá landverði við Geysi og staðarhaldara í Úthlíð og Austurhlíð að fara yfir leið dagsins...


ree

Staðarhaldarar í Úthlíð eru sérlega almennileg og leyfðu okkur í annað sinn að geyma bíla hér yfir daginn... gott að hringja í svona greiðvikið fólk sem gefur manni góðar upplýsingar og leiðbeiningar svo þessi leið okar geti farið fram á sem ljúfastan máta...


ree

Við lögðum af stað kl. 9:45... eftir brottför úr bænum kl. 07:30... Bjarnarfellið hér í baksýn og við að koma okkur í gegnum bæjarstæðin í Úthlíð...


ree

Kóngsvegurinn merktur hér... í gegnum byggðina að hluta...


ree

Falleg leið og svolítið erfitt að vera með átroðning... en við fengum góðfúslegt leyfi til að fara hér um...


ree

Úr byggð tóku við snjóþungir stígar og færið var ágætlega krefjandi...


ree

Hér var svo svellað að við enduðum í keðjubroddunum...


ree

Við neyddumst til að taka smá krók niður á þjóðveg hér til að sniðganga Andalæk ef nafn er rétt lesið af korti ? Vatnsfall 1 af nokkrum þennan dag...


ree

Við hefðum jú getað vaðið... en þetta voru 250 m niður á veg og við skelltum okkur bara hér yfir brúna...


ree

Bjarnarfellið framundan og Andalækur hér rennandi á vinstri hönd ef rétt nafn ?


ree

Miðfellið hér komið inn á myndina... of mikill krókur á það en kvenþjálfari reiknaði það samt út... því það hefði verið gaman... en við göngum á það á þriðjudegi eitt árið...


ree

Fljótlega tókum við hægri beygju og lögðum af stað up Bjarnarfellið... það er sundurskorið af giljum um allt... og nauðsynlegt að taka stefnuna á eina breiða tungu sem blasti við frá láglendinu...


ree

Ljúf og sumarleg uppganga til að byrja með...


ree

Alltaf þegar maður yfirgefur láglendið og heldur upp í fjölllin... opnast stórkostlegt útsýnið... og maður man afhverju við viljum vera í fjöllunum en ekki á löngum dagleiðum á láglendi...


ree

Ofar tók snjórinn við...


ree

Mögnuð birta þennan dag... veðurspárna misvísandi... allt frá léttskýjuðu í alskýjað... og þannig var það eiginlega... allt þetta...


ree

Komin upp á lendurnar við fjallið... Miðfellið mest áberandi ennþá en farið að sjást í Kálfstind hinn staki við Högnhöfða...


ree

Bjarnarfellið framundan... græni liturinn í mosanum svo yndisfagurgrænn...


ree

Ekki kannski svipmikið og bratt fjall að sjá... en leynir verulega á sér...


ree

Komin ansi langt upp eftir...


ree

Uppi tóku við svellaðir kaflar og snjóskaflar... keðjubroddar eður ei... það var spurningin... ekta kafli sem réttlætir vel tilveru keðjubroddana... og var okkur sem mikið ganga á fjöll óskiljanlegt hvernig sumir gátu haldið því fram að það ættu eingöngu að vera til jöklabroddar eða engir broddar... sannarlega ekki... svona langir kaflar geta vel hentað keðjubroddunum...


ree

Heilmikið landslag er uppi á Bjarnarfelli...


ree

Og útsýnið yfir á fjöllin sunnan Langjökuls tók að blasa við...


ree

Hvílík sýn... Kálgstindur... Hlöðufell... eru þetta Litla og Stóra Björnsfell þarna innst ?


ree

Högnhöfði...


ree

Kálfstindar... þangað var svo stefnan tekin í lok mars...


ree

Frábær hópur... Guðjón að koma í sína fyrstu tindferð og var virkilega gaman að kynnast honum... og Brynjar að mæta í sína aðra tindferð líklega... vonandi koma þeir oftar með okkur í lönguferðirnar... jú, og svo var Davíð mættur í sína aðra tindferð á árinu en hann ætlar á Mont Blanc með okkur í júní... og hefur hans verið sárt saknað eftir litla mætingu síðustu mánuði...

ree

Þríhyrningur takk fyrir... vá, hvað við erum komin langt yfir landið... þetta er allt að gerast smám saman...


ree

Uppi á Bjarnarfelli voru túrkísbláar tjarnir svo fallegar... myndavélarnar náðu ekki að fanga þessa dýpt í litunum...


ree

Tindurinn í augsýn...


ree

Fjallasalurinn í kring...


ree

Ása var í riddarapeysu í algerum stíl við tjarnirnar... en þetta fangaðist því miður ekki vel á mynd...


ree

Reyndi aftur hér...


ree

Þessi klettur er ekki hæsti tindur...


ree

Hér utan í klettinum var heilmikið brölt í hliðarhalla... en kvenþjálfarinn missti af félögum sínum til að hafa með á þessum myndum því miður...


ree

Litið til baka... geggjuð leið !


ree

Hér... var hæsti tindur...


ree

Kolbeinn kominn upp...


ree

Smávegis klöngur hér upp...


ree

Skýin strax farin að setjast á fjöllin sem voru skýlaus stuttu áður... svona var veðrið... síbreytilegt...


ree

En fallegt engu að síður...


ree

Miðfell, Rauðafell, Brúarárskörð, Högnhöfði...


ree

Leiðin okkar um legg 10 þarna niðri... með Efstadalsfjalli... magnað hversu vel þetta gengur um leið og tekin er fleiri en einn leggur í röð...


ree

Uppi blöstu skyndilega við okkur Jarlhetturnar... hvílíkt áhrifamikið að sjá... myndirnar fanga þetta ekki vel...


ree

Agnar, Birgir, Kolbeinn, Sighvatur, Ása, Fanney, Inga Guðrún, Örn, Jaana, Guðjón, Sjöfn Kr., Aníta, Gulla, Brynjar og Davíð en Bára tók mynd... og Batman og Myrra voru hundar dagsins...


ree

Þeir sem ekki vrun komn ir í keðjubroddana fóru í þá núna... niðurleiðin yrði aldrei möguleg annars... svellað færi og harðir skaflar framundan og niður í mót er slysahættan enn meiri en upp í mót...


ree

Gott að brasa reglulega í keðjubroddunum þannig að maður sé fljótur að ná í þá og setja þá á sig... ef maður er sjaldan að gera þetta... þá verða handtökin stirðari og erfiðari... það er ða þreifanlegt þegar veturinn byrjar og maður er hálf klaufalegur við þetta fyrst... en svo bara skellir maður sér í þá... vinafjallið er sérlega gott fyrir þessa æfingu... þar fínpússar maður handtökin vel í hverri viku svo þau eru manni mjög töm...



ree

Magnaður tindur og útsýnið mjög áhrifamikið af Bjarnarfelli... hingað verðum við að koma á notalegum sunnudegi... þetta er svæðið hans Kolbeins... hingað hefur hann komið margoft upp sem og á fleiri fjöll á svæðinu...


ree

Niður af tindinum og út á heiðina... klöngrið á þriðjudögum æfir vel allt brölt og klöngur og það reynir á að vera fumlaus og öruggur í þessum handtökum þegar svona brölt mætir manni í tindferðunum...


ree

Skemmtilegur kafli hér yfir heiðina á Bjarnarfelli... við fylgdum slóð mæðgnanna á fjöllum sem fyrr og nutum virkilega þess að þurfa ekki að finna eins mikið út úr leiðinni... þó við gerðum okkur grein fyrir að hér væru allt aðrar aðstæður að vetri til en sumri...


ree

Ekta litir og stemning í svona háskýjuðu veðri...


ree

Jarlhetturnar vinstra megin.. Bláfell á Kili bak við hópinn...

ree

Hópurinn þéttur...


ree

Við reyndum að ná hópmynd með Jarlhetturnar í baksýn... þær eru okkar uppáhalds... ásamt Baulu, Heklu o.m.fl...


ree

Mikið spjallað... svo mikið að við tókum varla eftir leiðinni...


ree

Dýrmæt samvera og skoðanaskipti... í samfélagi þar sem allt er í upphrópunum og fyrirsögnum og útilokunum.... og lítið um dýpt og hugrekki til að segja það sem erfitt er að horfast í augu við eða nú orðið er varasamt að nefna af ótta við stimplun... en þarf að viðurkenna og ræða... til að hægt sé að taka réttar ákvarðanir í hinu stóra samhengi...


ree

Leiðin okkar á næstu leggjum... meðfram Laxárgljúfri... yfir heiðarnar að Sigöldu og Þjórsá... sumargöngur og haustgöngur í ágúst, sept og okt...


ree

Litið til baka...


ree

Hvað ætli biði okkar handan við þessar brúnir... magnað að fara nýjar slóðir... og uppgötva nýtt landslag... sem gæti flækst fyrir manni... það er skemmtilegast... ekki fara stöðugt á stígum endurteknar leiðir... það er ekki nándar nærri eins nærandi né styrkjandi...


ree

Spjall og samvera í hæsta gæðaflokki...


ree

Vá... en spennandi... förum hér niður þessa snjótungu...


ree

... en hún var ekki eins saklaus og hún leit út fyrir... í henni var gil sem ekki sást fyrr en nær dró... og í lélegu skyggni hefði verið hægt að renna fram af brúninni og ofan í bilið... allt í snjó samt... en ekta slysahætta í miklum snjó þar sem himinn og jörð renna saman...


ree

Laugafellið... Geysir og leiðin að Brúarhlöðum í lok dags blasti við þarna niðri...


ree

Hér ákváðum við að láta okkur gossa hlaupandi niður snjóinn... geggjað gaman !


ree

Litið til baka...


ree

Neðar sáum við að leið mæðgnanna hentaði ekki vel að vetri til og fórum yfir í þetta gil hér...


ree

Mjög skemmtileg og krefjandin leið sem undirstrikaði enn frekar að Bjarnarfellið stóð upp úr á þessum legg ellefu yfir landið...

ree

Hollt og gott... brölt niður mjúkan snjó með rennandi læk neðan við og laus rými við grjót... það þurfti að vanda sig og vera góður í jafnvægi og að fóta sig... þriðjudagarnir æfa þetta vel... og gaman að fá l


ree

Við töluðum lengi á eftir um þetta gil... það var mikil skemmtun...


ree

Mjög langt... og varð léttara þegar neðar dró...


ree

Litið til baka upp eftir...


ree

Niðri runnu svo lækirnir undan snjónum og við vorum komin í sumarið aftur...


ree

Snjóhengja hér að bresta undan vorinu...


ree

Vorið er komið...


ree

Tók því miður ekki mynd af starfsmanni Umhverfisstofnunar en hann bjó í einu húsanna við Bjarnarfellið og spjallaði heillengi við okkur um færið á Bjarnarfelli og þetta verkefni ofl...

ree

Vatnsfall tvö þennan dag... Laugá...


ree

Litið til baka... þarna komum við niður... við verðum að koma hér aftur síðar og ganga á þetta fjall að sumri til og njóta útsýnisins í botn... taka góðan hring á því og fara spennandi leiðir upp og niður...


ree

Laugafell... uppi á því var útsýnispallur og við spáðum í að klöngraast upp brekkurna á hann... en héldum okkur á þessari leið að ráði starfsmanns Umhverfisstofnunar... og hann hafði rétt fyrir sér... þetta var frábær leið...


ree

Svellað færi hér...


ree

Minjar að hverfa undir gras... jarðvegurinn bókstaflega gleymir svona minjar ef ekkert er að gert... og þær hverfa að lokum alveg undir grasið...


ree

Kolbeinn er bóndi á þessu svæði... svona næstum því allavega !


ree

Mjög ljúft hér og skemmtilegur kafli...


ree

Minnisvarðar um verkfæri og tól og tæki fyrri tíma voru meðfram stígnum um allt...


ree

Einhver dapurleiki greip mann... ofgnóttin og sóuniin á okkar tímum kallast ekki vel á við nýtni og skort fyrri tíma...


ree

Jamm... grasið farið að vinna...


ree

Bærinn Bæjarhóll líklega ?


ree

Allt í niðurníðslu... svona hús verða reglulega á leið okkar... Laugarvatnshellir við Kálfstinda var einu sinni svona hrörlegur og yfirgefinn... en nú er búið að endurbyggja hann svo fallega...


ree

Fínasta timbur og góður hugur og metnaður lak af veggjum og gólfum...


ree

Hvað skyldi kjallarinn hafa verið nýttur til ? Ekki búpening, hann var of lágur...


ree

Mjög fallegt hús... ofninn voldgugur... ekta mannskepnan... gegndarlaus neysla, velmegun og umferð erlendra ferðamanna steinsnar þarna frá... en híbýli fólks sem einu sinni bjó hér við öll veður og líklega erfiðan kost en með elju og útsjónarsemi í niðurníðslu nánast í seilingarfjarlægð við þarna handan við götuna...


ree

Við önduðum að okkur anda liðins tíma...


ree

Og tókum hópmynd af þessu fallega húsi...


Birgir, Guðjón, Agnar, Sighvatur, Aníta, Sjöfn Kr., Jaana, Ása, Örn, Kolbeinn, Gulla, Inga Guðrún, Brynjar, Fanney og Davíð en Bára tók mynd og smalahudnarnir Myrra og Batman þarna með okkur... og Bjarnarfellið í baksýn...


ree

Takk fyrir okkur Bjarnarfell og Bæjarhóll...


ree

Þá var það Geysir... umferðramiðstöð erlendra ferðamanna... kraðak og stemning... fallegt svæði og vel búið að hanna hér og byggja upp aðstöðu...


ree

Kaffibollinn kostaði sitt... sem og bjórinn... og húfan frá 66 gráðum norður... úff... erlendu ferðamennirnir eru sannarlega að greiða fyrir það að vera á Íslandi...


ree

Bjórinn Eldgos... þennan yrði maður að eignaast ef maður væri ferðamaður... og NB ekkert flotturn með enska nafninu "volcano"... hömpum íslenskunni alls staðar... hverrs vegna í ósköpunum stendur ekki "velkomin" á húsinu en ekki enska orðið ? Hversu vitgrnannir eiga ferðamennirnar að vera til að geta ekki skilið íslensku orðin sem líkjast þeim ensku og hreinlega læra nokkur íslensk á leið sinni um landið... er óyfirstíganlegt að læra að orðið "verslun" þýðir "grocery store" ? ... sérstaklega af því margir eiga ekki ensku sem sitt fyrsta tungumál...


Spáum í það hversu spennandi það væri að koma í land þar sem væri engin enska... öll skilrti og merkinga rá íslendku... og þú fengir orðalista yfir mikilvægustu orðin til að læra til að geta ferðast um landið eins og "Útgangur", ""salerni", "verslun", "bílastæði"... o. s. fr. heyrðu... þetta er svona í París og fleiri borgum... þar blasir enskan ekki við... og maður hefur lifað það af að ferðast um Frakkland þó maður hafi ekki lært frönsku....


Það væri óskandi að ferðaþjónustan sýndi meiri metnað... það myndi bara auka á upplifun ferðamannanna.. og gera Ísland að enn sérstakari stað að heimsækja... við þurfum ekki að sýna heiminum að við séum svo þróuð og heimsmennigarleg að við getum haft allt á ensku... ferðamennirnir myndu njóta þess að sjá íslensku orðin um allt... þessi enska út um allt er alger skelfing... dapurlegt og lélegt og metnaðarlaust með meiru...


ree

Hversu oft ætli viðn komum við í sjoppu á leið okkar yfir landið ? Þetta var sú fyrsta... við fengum pylsuvagn við Laugarvatnshelli svo það er spurning hvað norðurlandið býður okkur upp á þegar komið er niður af Sprengisandi...


ree

Í fótspor mæðgnanna gengum við gegnum Geysissvæðið meðfram bústöðum og gististöðum á stígum sem þarna eru út á golfvöllinn og bústaðasvæðið...


ree

Þriðja á dagsins á brú var Beinaá...


ree

Mjög fallegt svæði...


ree

Við héldum okkur á stígnum...


ree

Litið til baka... Geysissvæðið og Bjarnarfellið...


ree

Fjórða vatnsfallið... Almenningsá...


ree

Og nú þurftum við að fara aftur upp á þjóðveg til að komast á brú yfir Tungufljót...


ree

Flottir bústaðir allt í kring... en sumt komið til ára sinna... Toppstaðir hér... mjög fallegur staður sem fær án efa einn daginn góða uplyftingu...


ree

Bjarnarfellið...


ree

Brúin á þjóðveginum yfir Tungufljót... við vorum það mörg að við stoppuðum stöðuga umferðina... umferðarþunginn var sláandi... allt erlendir ferðamenn... umfangið er langtum meira en margir gera sér grein fyrir...


ree

Dásamlegt nafn :-) Frumleiki og saga... ekki enn eitt bæjarnafnið sem á önnur mörg eins um allt land.. vel gert :-)


ree

Hestar... hafa greinilega mikið aðdráttarafl...


ree

Beygt af þjóðveginum inn á sjaldfarnari veg að Brúarhlöðum...


ree

Aftur nestispása við veg eins og fyrir tveimur vikum... en við bara urðum að borða smá... þetta er náttúrulega drepfyndið... :-)


ree

Vorið var áþreifanlegt...


ree

Jæja... við getum þetta... áfram malbikið nokkra kílómetra í viðbót... ekkert annað í boði... því ekki getum við vaðið yfir Hvítá... né arkað yfir ræktað land...


ree

En við bara nutum vorsins í loftinu...


ree

... og kyrrðarinnar og útsýnisins...

ree

... og hestana sem voru forvitnir þegar þessi leiðangur gekk framhjá...


ree

Þarna var hvítur hestur með svart fax og hálfa síðuna öðru megin svarta... hvílíkt flottur og sérstakur í útliti...


ree

Myrra var smeyk við hestana en Batman gelti hástötum að þeim....


ree

Dásamlegur félagsskapur á þessum kafla...


ree

Heiðin sem bíður okkar...


ree

Loksins komin...


ree

Brúarhlöð... brúin yfir Hvítá...


ree

Djúpgræn áin...


ree

Eins gott að hafa þessa brú...


ree

Svo falleg birtan...


ree

Hvítá að baki hér með...


ree

Bílarnir biðu okkar... ekkert mál.. erlendir ferðamenn á svæðinu líka...


ree

Alls 26,3 km á 8:33 klst. upp í 737 m hæðn með alls 1.034 m hækkun úr 143 m upphafshæð í 114 m endahæð... en minnsta hæð var 98 m...


ree

Ennþá eru 355 kílómetrar að Fonti á Langanesi...


ree

Myrra og Batman vön að deila bíl við þessar ferjanir....


Magnaður dagur og dýrmæt kaflaskil... nú lýkur för yfir byggð og ræktað land... og óbyggðirnar taka við að Laxárgljúfrum og um heiðar og ár að Sigöldu og svo fossaröðin upp með Þjórsá... inn á Sprengisand... þar sem við lækkum okkur svo norðan megin á landinu næst þegar komið er í byggð...


Sjá dagskrá Toppfara fyrir næstu ferðir á árinu... þrjár eftir allavega !




Kommentarer


bottom of page