top of page

Svelgsárkúla og Jötunsfell í könnunarleiðangri á Snæfellsnesi

Updated: Nov 1, 2023

Tindferð nr. 284 laugardaginn 21. október 2023.


MYND: Kattareyra, Hreggnasi, Rauðakúla, Svelgsárkúla og Jötunsfell af tindi Drápuhlíðarfjalls 5. nóvember 2022.


Fyrir ári síðan gengum við á Drápuhlíðarfjall og Írafell á norðanverðu Snæfellsnesi og mændum þá dáleidd á glæsileg fjöll sem blöstu við innar og ofar í fjallgarðinum sunnan megin og hétum okkur því að við skyldum ganga á þau helst á næsta ári. Við nánari grennslan á hvað þessi fallegu fjöll hétu komumst að því að þau hétu Svelgsárkúla og Jötunsfell...


Mynd: Grímsfjall og Kerlingarfjall ofan af Írafelli við Drápuhlíðarfjall 5. nóvember 2022.


... en einnig heilluðu okkur Grímsfjall og Kerlingartindar ofan af Írafelli... sem komin eru á framtíðarlistann...


Reyndar var nafnið Rauðakúla á kortunum okkar en á korti Reynir Ingibjartssonar var nafnið Svelgsárkúla sem bóndinn á bænum Svelgsá staðfesti við þjálfara þegar hann hringdi í hann til að fá leyfi til að ganga á þessi fjöll...


Loksins kom að því... 21. október sem var upphafleg dagsetning þessarar ferðar... spáð stífum vindi en tiltölulega hlýju veðri, björtu og þurru... og lítill snjór í fjöllunum svo álagsstuðullinn var eingöngu 1 af 5 og ekkert vit í öðru en leggja í hann þó spáð væri roki... sem svo reyndist ekki einu sinni vera...


Svona var fjallasýnin til Snæfellsness þegar ekið var yfir Borgarfjarðarbrúna eftir brottför úr bænum kl. 8:00 á laugardagsmorgninum...


Fagraskógarfjall... það beinlínis er farið að öskra á okkur að koma í heimsókn... keyrum stöðugt framhjá því ægifögru og glæsilegu en alltaf á leið á annað fjall en það... nú fer það á dagskrána takk fyrir !


Kolbeinsstaðafjall og Fagraskógarfjall...


Tvíhnúkar, Skyrtunna, Snjófjall, Svartitindur og Hestur... allt fjöll sem við erum búin að ganga á... snaefellsnesfjollin | Toppfarar (fjallgongur.is)


Þennan eigum við eftir... Sáta... hún er á framtíðarlistanum...


Hafursfellið alltaf svo fagurt...


Miklaholtssel... neðan við Hafrafell... bær sem okkur þykir mjög vænt um... sem og fyrrum og núverandi eigendur sem hafa reynst okkur einstaklega vel í gegnum árin fyrir liðlegheit og vinsamlegheit...


Ljósufjöllin... þau voru snjóföl að sjá... ekta þau... önnur lögmál gilda um þau en önnur fjöll á svæðinu... enda hærri...


Rauðakúla og Hreggnasi... sem við gengum á árið 2016... snaefellsnesfjollin | Toppfarar (fjallgongur.is)


Tindar sem við eigum enn eftir og eru á framtíðarlistanum... varða beygjuna upp Vatnaleiðina að suðaustan... Geirhnúkur sá hvassasti og svo Háakast fyrir miðju og loks Smjörhnúkur eða Smjérhnúkur í Seljafelli...


Sjá afstöðuna hér...


Komin norðan megin á Snæfellsnesið keyrandi til austurs... Hestur, Svartitindur og Snjófjall, Skyrtunna og Botnaskyrtunna og Kattareyra...


Fjöll dagsins blöstu nú við frá þjóðveginum... Svelgsárkúla... rauður ávalur gígur... og hvassbrýnt, mosavaxið og grýtt fjall sem heitir Jötunsfell...


Hreggnasi vinstra megin með snjóföl á sér... hann stal senunni mest þennan dag... og fjöllin okkar þennan dag hægra megin...


Drápuhlíðarfjall.... gangan á það í fyrra var mikið ævintýri og óskaplega falleg í frosti og sól... fjallgongur.is/post/drápuhlíðarfjall-og-írafell-í-töfrandi-fagurri-fjallasýn


Frá þjóðveginum þurfti að keyra inn jeppaslóða sem er ekki merktur á kortum en við sáum til hans ofan af Drápuhlíðarfjalli og hans vegna sáum við tækifæri á að ganga á þessi fallegu fjöll sem blöstu við ofan af því...


Bóndinn á Svelgsá taldi að það yrði í lagi að keyra hann og að hann væri fær stærri bílum en þarna á leiðinni eru mannvirki frá Rarik eftir að Svelgsáin var virkjuð fyrir 10 árum síðan... en við komumst að því fyrir tilstilli Kjartans Rolfs sem var í sinni fyrstu dagsferð með hópnum að þessi virkjun á ánni var í óþökk sumra heimamanna eins og oft er enda heilmikil óhjákvæmileg spjöll sem fylgja svona framkvæmdum...
Drápuhlíðarfjall séð ofar...


Vegurinn var ágætur en ekki fær nema jeppum svo það var eins gott að við náðum að mæta með nægilega marga... en fleiri pláss voru í jeppum sem ekki nýttust enda hafa nú skráð sig nokkrir í klúbbinn sem skaffa jeppa og tímarnir eru farnir að minna á þá gömlu þegar við skildum sístu jeppana eftir í bænum í tómum allsnægtum...


Lagt var af stað kl. 10:43... vorum um 2:15 klst. að keyra þetta með smávegis stoppi í Borgarnesi... með í för voru nýir og gamlir félagar og einn gestur, hún Kristrún sem stóð sig með prýði og smellpassaði inn í hópinn...


Þjálfarar höfðu teiknað upp leiðina í gps-forritinu fyrir ferðina og eytt talsverðum tíma i undirbúning þar sem bókstaflega ekkert er skrifað um göngur á þessu svæði og bændurnir Jóhann og Vilhelmína á Svelgsá vissu ekki til þess að einhver hefði gengið upp á fjöll dagsins þó þau hefði komið þarna upp eftir...


Af kortum mátti ráða að best væri að fylgja Svelgsá til að byrja með og að sögn Svelgsárbænda þá er Svelgsárhraunið ekki álitlegt yfirferðar og betra að halda sig í jaðrinum á því sem var gott ráð...


Haustlitirnir í hámarki og einstök fegurð október mánaðar naut sín til hins ítrasta...


Sjá brattan hraunjaðarinn og Svelgsána hér... en hún kemur í nokkrum sprænum ofar og var öll sameinuð í eina ofan við virkjunina þar sem við lögðum bílunum... heilmikil náttúruspjöll ef menn vilja líta svo á málin... en það er greinlega ekki sama hvar er verið að virkja og spilla náttúrunni... sumir staðir eru vinsælir til mótmæla af "sérfræðingum" að sunnan og aðrir ekki...


Hreggnasi hér vinstra megin en hann skreytti mjög þennan dag... ægileg fegurð og góð áminning strax í byrjun dags um að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni...


Svelgsárkúla og Jötunsfell framundan hér... eins ólík og hægt er að vera... rétt eins og Rauðakúla og Hreggnasi voru árið 2016... sérkennilegar tvennur báðar tvær og sláandi eins tvennur í raun...


Hálfskýjað og einstaklega falleg birta þennan dag...


Fossaröð stundum í ánni si svona... fegurð á heimsmælikvarða...


Drápuhlíðarfjall... ljósa líparítið naut sín vel frá þessu sjónarhorni... magnaður dagur !


Hreggnasi...


Fegurðin fylgdi okkur hvert skref...


Hópmynd í morgunsælunni...


Birgir, Fanney, Guðmundur Jón, Sighvatur, Gerða Fr., Kjartan Rolf, Gulla, Sigga, Aníta, Linda, Kolbeinn, Kári Rúnar, Örn, Inga Guðrún, Gerður Jens., Kristrún, Jaana, Katrín Kj., Agnar og Jóhanna Fríða... þar af var Kristrún gestur, Gerða Fr. og Kjartan Rolf að koma í sína fyrstu tindferð með klúbbnum og Kári Rúnar í sína fyrstu tindferð til margar ára eftir nokkurra ár ahlé frá klúbbnum og svo voru nokkrir himinglaðir mættir aftur í tindferð eftir þó nokkuð langt hlé þó þeir hafi verið að mæta á þriðjudögum... frábær hópur og einstakur andi í ferðinni eins og alltaf... og Batman var eini hundur dagsins... og Bára þjálfari tók mynd :-)

Svelgsárhraun hér framundan... úfið að hluta en það á sínar sléttu hliðar líka eins og við komumst að...


Örn ákvað að taka smá áhættu og fara yfir hraunið í efsta hlutanum frekar en að hlykkjast áfram meðfram ánni... og það var góð ákvörðun því leiðin var skemmtileg og ágætlega greið...


Fljótlega sást til Svelgsárkúlu lungamjúkrar þarna og rauðrar í himinblámanum...


Dásamlegt veður en vikuna eftir þessa helgi var spáð lygnu veðri og sól meira og minna... og sú veðurspá er enn við lýði í viku tvö þegar þetta er ritað mánudaginn 30. október...


Já... Svelgsárhraun var mjög skemmtilegt yfirferðar...


Stutt í Svelgsárkúlu... mikið var hún falleg... okkur þótti það heiður að komast hingað...


Litið til baka... Álftafjörður í baksýn og svo Breiðafjörður og handan fjarðar hægra megin eru Narfeyrarhlíðar í Eyrarfjalli... ekki eina Eyrarfjallið á Snæfellsnesi... þetta hefði langtum frekar mátt heita "Narfeyrarfjall" svona af því það er Eyrarfjall vestar sem við gengum á hér um árið... en þetta er komið á vinnulistann...


Sýnin til Drápuhlíðarfjalls... mikið eigum við góða göngufélaga í þessum klúbbi...


Komin að Svelgsárkúlu... hún reyndist létt uppgöngu í rauðum vikri...


Sýnin til austurs að Hreggnasa og fjallasalnum öllum kringum Ljósufjöll...


Litið til baka... höfðingjar Toppfara þau Katrín Kj., Guðmundur Jón og Gerður Jens létu sig auðvitað ekki vantar í þennan könnunarleiðangur.... fjallafólk sem búið er að ganga um allt Ísland á ótal fjöll með okkur eða öðrum og Gerður löngu fyrir daga Toppfara... magnað afreksfólk á áttræðisaldri...


Jötunsfellið úr hlíðum Svelgsárkúlu...


Mosinn... í rauða vikrinum... og gráa berginu... litir í riddarapeysu...


Ennþá í hrauninu þó við værum lögð af stað upp...


Fjallasýnin til austurs að Hreggnasa og nú Rauðukúlu tók að blasa við svo ægifögur að við tókum andann á lofti... einstök skær og tær birta var þennan dag... betri birta en í heiðskíru veðri því með þessum skýjum næst breytileiki og dýpt sem ekki fæst í heiðskíru veðri...


Englar á ferð... skemmtilegasti félagsskapur í heimi...


Komin upp á gígbarm Svelgsárkúlu... gígurinn sjálfur hér í baksýn... umsvifamikið fjall sem koma á óvart...


Hreggnasi og Rauðakúla í allri sinni dýrð... við þurfum að endurtaka göngu á þessa tvo tinda...


Útsýnið til norðurs...


Gengið eftir gígbarminum á hæsta tind... hvílík fegurð !


Stórkostlegt !


Litið til baka...


Tindur Svelgsárkúlu var sá hæsti þennan dag... 804 - 807 m hár...


Allir að skila sér inn á tindinn...


Grímsfjall vinstra megin.. Bjarnarhafnarfjall í fjarska vinstra megin... Jötunsfell beint bak við hópinn og loks Írafell við Drápuhlíðarfjall sem við gengum á ásamt því síðastnefnda í fyrra...


Kristrún, gestur dagsins með Batman og hinu fjalli dagsins í baksýn...


Breiðafjörður og Álftafjörður og Eyrarfjall og Narfeyrarhlíð með Narfeyrarkirkju úti á nesinu...


Spáð í útsýninu og reynt að sjá Flatey úti á Breiðafirði...


Endalaust tekið af myndum... þessi dagur var veisla...


Jóhanna Fríða nýbúin að ganga á Hreggnasa og Rauðakúlu ásamt hópnum sínum í Vesen og Vergangi... þetta reyndist hennar síðasta tindferð fyrir seinni aðgerðina á ökklanum og örlög Báru þjálfara urðu þau sömu... síðasta tindferðin fyrir liðþófaaðgerð á vinstra hné... hvíld í 2 - 3 mánuði hjá okkur báðum en verkefni Jóhönnu Fríðu þó snöggtum stærra en Báru þar sem hún fór í gifs og mátti ekkert stíga í næstu 2 vikurnar...


Hópmynd með seinni tindi dagsins í baksýn:


Efri: Gulla, Gerður Jens., Kristrún, Birgir, Sighvatur, Kári Rúnar, Örn, Kolbeinn, Inga Guðrún, Jaana, Kjartan Rolf, Katrín Kj. og Guðmundur Jón.


Neðri: Jóhanna Fríða, Agnar, Linda, Siggi, Aníta, Fanney og Gerða Fr. en Bára tók myn og Batman var eini hundurinn...


Tveir góðir... Kári Rúnar og Örn báðir í nýjum riddarapeysum...


Riddarapeysu og prjónapeysu-mynd... svo fallegar peysur og aðdáunarvert handverk... njótum og höfum gaman eins mikið og við getum... gleðjumst, styðjum, hvetjum og hrósum... þannig verður lífið betra og fallegra...


Já... gerum það !


Elsta riddarapeysan og sú yngsta... Guðmundur Jón og Kári Rúnar... Nepalfarar og Kári einnig Perúfari með klúbbnum...
Jæja... best að halda áfram... niður og upp á Jötunsfellið...


Litið til baka...


Einstök fjallasýn... Elliðatindar þarna vinstra megin... svo Hóls- og Tröllatindar... og svo Helgrindur og félagar... nær er Grímsfjall sem verður gengið fljótlega næstu 1 - 2 árin...


Jötunsfell í allri sinni dýrð... uppgönguleiðin okkar hægra megi og svo upp með brúnunum...


Drápuhlíðarfjall og Írafell blöstu við í skarðinu...


Litirnir... rauður, grænn, svartur, grár, blár, hvítur... magnað !


Snillingar á ferð !


Með Jötunsfellið í baksýn...


Svartar sandbreiður voru milli fjalla... sjaldan séð þetta svona á Snæfellsnesi... yfrleitt er þetta samfelldur fjallgarður og smá skörð á milli en hér voru heilu sandbreiðurnar...


Mjög fallegt og mikill friður hér... þessi spor eyðast í næstu snjóum og leysingum næsta vor...


Skarðið milli Jötunsfells og Rauðukúlu...


Þjálfarar spáðu í uppgönguleiðina en þeir höfðu ekkert til að styðjast við nema hæðarlínur á gps-kortum, engar ljósmyndir og voru því dauðfegnir þegar þeir sáu þessar brekkur... jú, þetta fjall er fært uppgöngu... en ferðin var með fyrirvara um hvort fært yrði upp á Jötunsfellið...


Svelgsárkúla svo fögur þegar við yfirgáfum hana...


Við hófum uppgöngu á öxlinni...


Fínasta leið...


Litið til baka...


Mjúkur jarðvegur og keðjubroddar með í för en engin þörf á þeim...


Upp í skarðið hér...


Sjá rauðar brekkur Svelgsárkúlu...


Litið til baka...


Komin upp í skarðið...


Það reyndist hið fegursta...


Hópmynd hér með austara eyra Jötunsins í baksýn... og Svelgsárkúlu þar á bak við... og svo Hreggnasa...


Mergaðir litir einkenndu þennan dag... einstaklega djúpir...


Svo fallegt...


Toppfarar til margra ára... Katrín Kj., Jóhanna Fríða, Agnar, Kári Rúnar og Guðmundur Jón... án þeirra sem ganga með okkur árum saman... væri þessi fjallgönguklúbbur ekki til...


Svo einfalt er það... enda samanstendur hópurinn sem yfirleitt mætir í tindferðarnar af fólki sem mætir vel og mætir árum saman...


Leiðin var flottari en við áttum von á... og greiðfærari...


Geggjað landslag og litir og form !


Litið til baka...


Fremstu menn komnir ofar...


Seinna skarðið...


Mergjaður staður...


Við nutum þess að vera til... og á fjöllum sem afar fáir hafa líkega gengið á...


Seinni brekkan var fínasta brölt og hvergi tæpistigur...


Litið til baka með Svelgsárkúlu... sjá rauðu röndina niður af henni... þetta er ekki birtugalli í ljósmyndinni heldur liggur hún svona rauð niður...


Agnar og Inga Guðrún að njóta uppgöngunnar á spjallinu....


Hér spurði Kjartan hvort við gætum ekki farið niður hér... jú, það var brött en fær leið... og Örn var í svipuðum pælingum ofar sem og Agnar... enda enduðum við á að snúa ekki til baka hingað eins og við héldum að við myndum gera...


Síðasti kaflinn upp...


Hvílíkt útsýni til austurs...


Írafell og Drápuhlíðarfjall...


Brúnirnar á Jötunsfelli... þetta var saklausara en við áttum von á og vorum við svo þakklát og fegin...


Botna-skyrtunna, smá af Kattareyra, Hreggnasi, Svelgsárkúla, smá af Rauðukúlu og hluti af Jötunsfelli...


Strákarnir léku sér auðvitað í klettastrítunum um allt :-)


Geggjuð leið !


... og tignarleg...


Sýnin til suðurs...


Komin upp...


Brúnirnar upp á hæsta tind þar sem hópurinn er staddur hér... vestara eyrað á jötninum er svo vestari tindurinn sem við fórum líka á...


Kári Rúnar er í sama klifraragírnum og Agnar, Aníta, Siggi, Linda, Sigríður Lísabet og fleiri...


Merguð mynd af Kára og Svelgsárkúlu og félögum !


Hvílíkur staður að vera á... hér hafa eflaust fáir staðið... ef nokkrir... jú, það hljóta einhverjir heimamenn eða smalar að hafa farið hér upp...


Tindur Jötunsfells mældist 783 m hár...


Hér var gjóla en vindurinn sem spáð var þennan dag náði ekki til okkar nema á nokkrum svona stöðum í ferðinni... og samt var þetta bara gjóla en ekki vindur...


Litið til baka...


Við nutum sigursins... ekki sjálfgefið... okkur sem vorum á Drápuhlíðarfjalli fannst ótrúlegt að við værum virkilega stödd hér nú tæpu ári síðar...


Hey... klárum þennan vesturtind áður en við fáum okkur nesti...


Smá krókur en þess virði að klára hann og spá aðeins í niðurgönguleið i leiðinni...


Allt hrauni slegið hér uppi... hvaðan kom þetta hraun ?


Enga stund hingað upp en héðan gafst betra útsýni til vesturs...


Útsýnið til norðurs yfir Breiðafjörð...


Útsýnið til vesturs yfir Snæfellsnesið... Grímsfjall hægra megin...


Grímsfjall, Kerlingarfjall, Bjarnarhafnarfjall fjær...


Írafell hægra megin...


Írafell og Drápuhlíðarfjall...


Álftafjörður...


Örn var farinn að spá í niðurgönguleið og tók smá könnunarleiðangur hér niður til að sjá leiðina niður...


Skrönglast til baka í góða nestisstaðinn þar sem var smá skjól fyrir gjólunni...


Hér borðuðum við og göntuðumst mikið með málefni líðandi stundar... meðal annars kvennafrídaginn sem var eftir helgina...


Hópmynd á seinna fjalli kvöldsins með fyrra fjallið í baksýn... Svelgsárkúlu...


Batman, Fanney, Agnar, Gulla, Guðmundur Jón, Kjartan, Gerða, Inga Guðrún, Katrín, Gerður, Siggi, Kári, Jóhanna, Kolbeinn, Kristrún, Örn, Aníta, Sighvatur, Birgir, Jaana, Linda og Bára tók mynd...


Jebbs... Örn fann fínustu leið niður meðan við hin borðuðum... hún var mjög spennandi og í raun betri en þær sem við sáum fyrr á leiðinni upp... eini ókosturinn var að við færum ekki til baka þessa gullfallegu leið með þvílíku myndefni... en kosturinn var að við færum strax í skjól...


Leiðin var saklaus til að byrja með...


Gott hald í skriðunum...


Góð renna hér í mosanum og moldinni...


Svo niður mosavaxna öxlina...


Komin niður að skriðunum hér...


Bókstaflega mergjuð niðurgönguleið !


Örn þétti hópinn reglulega...


Við tóku skriðurnar sem voru ágætar yfirferðar... laust ofan á og ágætis hald neðar en stundum svolítið hart samt...


Best að vera síðastur og feta í fótspor hinna...


Litið til baka... ekki spennandi leið upp en fínasta leið niður...


Þetta var langt en vel fært og aldrei tæpt né hættulegt eða varasamt... gott hald og fyrir flesta stórskemmtilegt...


Allir stóðu sig vel og sérstaklega elsta fólkið í klúbbnum sem er 20 - 30 árum eldri en við hin og stelpurnar búnar að fara í liðskipti og þurfa því sérstaklega að gæta sín... hvílíkir snillingar Gerður Jens., Guðmundur Jón og Katrín Kjartans !


Létt og lungamjúkt í lokin síðasta kaflann...


Hópurinn þéttur hér í grjótinu...


Batman passar hjörðina sína vel og tekur stöðuna á síðustu mönnum reglulega...


Vá... fórum við virkilega hér niður ?


Já... við fórum hér niður af stakri yfirvegun og ró... reynslan og hugarfarið skiptir öllu máli...

en ef okkur hefði verið sagt í fyrra að þetta yrði niðurgönguleiðin... þá hugsa ég að manni hefði kviðið fyrir ferðinni... þetta reyndist eins og svo oft áður skárra en áhorfist úr fjarlægð...


Frá fjallsrótum Jötunsfells tók Svelgsárhraunið við að ánni aftur...


Ókunnar slóðir eins og öll þessi leið...


... en hraunið reyndist greiðfært og mjög fallegt...


Komin hér að skarðinu milli Svelgsárkúlu og Jötunsfells...


Hvílík fegurð...


Jötunsfell...


Svelgsárkúla...


Skarðið aftur...


Jötunsfellið fjær...


Bjarnarhafnarfjall...


Í Svelgsárhrauni fundum við alls kyns kynjamyndir sem varð að mynda...


Ljósmyndararnir misstu sig... :-)


Eljan...


Hreggnasi í fjarska...


Hraunið gekk í bylgjum... jarðfræðikennslan sem gosin á Reykjanesi hafa veitt okkur síðustu tvö ár hefur aldeilis gefið okkur betri innsýn í hvernig svona hraun rennur um allt og á ýmsan máta yfir það sem fyrir verður...


Jötunsfellið lengra frá komið...


Brátt tóku mjúkar mosaþembur við í hrauninu og við nálguðumst ánna...


Öldur í hrauninu en hvergi tæpt að fara yfir...


Fyrir algera tilviljun fundum við helli sem leit út eins og svelgur í jökli... við ákváðum að skoða hann... og sáum ekki eftir því... kannski er hann þekktur en við létum allavega hellamenn og heimamenn vita af þessu...


Litið til baka að þeim sem eru að koma að hellinum...


Jú... förum aðeins niður...


Batman þekkir sitt heimafólk... sá að það stefndi í töf... og staðsetti sig þar sem hann vissi að það myndi ekki fara framhjá honum þegar við færum aftur af stað...


Flestir fóru hér niður...


Smá snjór í hellismunanum...


Þetta var eins og breitt rör...


Erfitt að mynda og fáir með ljós...


Reyndum samt...


Sjá hér... við gengum eins langt og við þorfðum og sáum ekki fyrir endann á hellinum...


Til baka...


Loksins komum við okkur af stað en þetta tafði okkur líklega um tæpan hálftíma eða svo...