Næsta æfing er þriðjudaginn 7. maí
kl. 17:00 á slaginu í samfloti frá Össuri, Grjóthálsi 5:
Húsatorfuhnúkur, Stekkahnúkur og Lambhagahnúkur
við Hveragerði
Spennandi ný leið á á hnúkana í Ölfusi ofan við bæinn Hveragerði
með léttu brölti upp grasi grónar brekkur og klettahjalla á færi allra í sæmilegu gönguformi.
Gangan:
Um 6 - 7 km á um 2,5 - 3 klst. upp í 404 m með um 350 m hækkun úr 56 m upphafshæð. Spennandi ný leið um grasi grónar brekkur og klettahjalla upp og niður fallega hnúka sem rísa í hnapp ofan við bæinn Hveragerði. Leiðin gæti verið mýrlend og eins eitthvað um lækjarsprænur og betra að vera vel skóaður.
Aksturinn:
Ekið í samfloti í um 30 mín frá Grjóthálsinum um Suðurlandsveg þjóðveg 1 yfir Hellisheiði og gegnum Hveragerði þar sem beygt er til vinstri inn afleggjara að Ölfusborgum og sá vegur ekinn alveg upp eftir að efstu bílastæðum við fjallsrætur.
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði. Viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.
Búnaður:
Vatns- og vindheldar buxur og jakki, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 0,5 - 1 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum. Nánari búnaðarlisti hér.
Mynd:
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er 17 ára afmælisganga þriðjudaginn 21. maí
kl. 17:00 á slaginu frá Össuri, Grjóthálsi 5:
ATH ! Hugsanlega færist þessi ganga um eina viku v/þjálfara !
Breyti um leið og við vitum tímasetningu körfuboltaleiksins !
Laugarvatnsfjall
17 ára afmælisganga
Íslenski fáninn er þema göngunnar
mætum í fánalitunum eins og hægt er með íslenska fánann með í för
Mjög falleg ganga um nyrðra tagl Sveifluhálssins þar sem við endum á nafnlausum tindi
sem við nefndum "Vigdísartind" á sínum tíma til aðgreiningar frá hinum
sem rísa í röðum eftir þessum magnaða fjallshrygg.
Greiðfær leið að mestu um möl, grjót og móberg með ágætis brölti í móbergsklettum
á köflum upp á glæsilega kletta og tinda með miklu útsýni.
Gangan:
Um 8 km á 3 klst. upp í 608 m með um 480 m hækkun úr 108 m upphafshæð. Á slóða að hluta til upp þéttar brekkur í grónu landi, kjarri og svo móbergi og grjóti ofar.
Aksturinn:
Ekið frá Össuri, Grjóthálsi 5 um Vesturlandsveg og svo Þingvallaveg og Lyngdalsheiði að Laugarvatni þar sem bílum er lagt við skólahúsið í bænum.
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði. Viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.
Búnaður:
Vatns- og vindheldar buxur og jakki, hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti og 0,5 - 1 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum. Nánari búnaðarlisti hér.
Mynd:
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Fjallgönguæfingar alla þriðjudaga - allt árið
Alls 27 dagsferðir um helgar
Könnunarleiðangrar á óþekktar slóðir
Fáfarin fjöll og öðruvísi leiðir á þekkt fjöll
Ofurganga um Strútsstíg yfir nótt
Jöklaferð á Þverártindsegg með Asgard Beyond
4ra daga ferð í Lónsöræfi með Jóni Braga og Ásu
Monte Rosa frá Zermatt með Asgard Beyond
Matterhorn frá Zermatt með Asgard Beyond
4ra íþrótta krossþjálfunar - áskorun
Njótum þess að þjóta á 12 æfingafjöll - áskorun
Metnaður í fjalla- og leiðarvali í öllum okkar göngum
Æfum fjöll allt árið... gefum ekki eftir... njótum þess í botn
... að vera í besta forminu... með besta fólkinu...