top of page
20230428_144400.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 13. júní:

Grænavatnseggjar og Djúpavatnseggjar
um Sogin og vötnin þrjú


Einstaklega falleg og litrík ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi fyrir miðlungs langa kvöldgöngu
um glæsilega mosavaxna hryggi sem rísa við Spákonuvatn, Grænavatn og Djúpavatn þar sem við munum enda gönguna um Sogin sem gjarnan eru kölluð "Litlu Landmannalaugar" sakir lita- og formfegurðar.

Mynd: Djúpavatnseggjar vinstra megin og Grænavatnseggjar hægra megin með Sogin fyrir miðju.
Tekin á þriðjudagsæfingu þann 10. maí 2011 í gullfallegri ferð. 

Akstur
 

Kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf NB !

Akstur:
Um 20 
mín að hraunstæði við Sogin.

Ekið frá Ásvallalaug um Krýsuvíkurveg og beygt til hægri afleggjarann inn Vigdísarvallaveg og sá malarvegur ekinn að góðum stað við Sogin stuttu áður en komið er að Djúpavatni. 

Tölfræðin

 

   7 km

 

 2,5 - 3 klst. 

   394 m hæð

      620 m hækkun

  100 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Mjög fallegt brölt upp og niður frekar bratta en vel færa mosavaxna fjallshryggi milli þriggja vatna með sérkennilegri göngu um leirkennda gilskorninga í lækjum og mýri á köflum og því betra að vera vel skóaður. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  nari búnaðarlisti hér !

Akstur: 
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

  • Hafrahlíð við Hafravatn er vinafjallið í maí
    May 31, 11:00 AM – Jun 30, 11:50 PM
    Mosfellsbær, 587Q+23G, 270 Mosfellsbær, Iceland
    Hafrahlíð er maífjallið í vinafjallsáskoruninni þar sem við göngum á einhver af 12 vinafjöllunum okkar árið 2023 og reynum að ná að lágmarki 52 ferðum á árinu.
  • Hrútaborg - föstudagsfjallið í maí
    Fri, Jun 16
    #Föstudagsfjallgöngur
    Jun 16, 8:00 AM – 4:00 PM
    #Föstudagsfjallgöngur, Hrutaborg, 371, Iceland
    Frekar stutt og einföld en mjög tignarleg ganga á bratt en vel fært fjall í ágætis klettaklöngri með stórkostlegu útsýni á Vesturlandi yfir Snæfellsnesið, yfir fjöllin í Hítardal, til Norðurlands og Suðurlands.
  • Frá Reyðarbörmum að Klukkutindum meðfram Kálfstindum, Hrútafjöllum og Skefilsfjöllum legg 9 #ÞvertyfirÍsland
    Jun 18, 7:30 AM – 6:00 PM
    #ÞvertyfirÍsland, Klukkutindar, 806, Iceland
    Mjög spennandi ganga um fáfarnar slóðir milli glæsilegu fjallstindanna sunnan Langjökuls að Klukkutindum í Langadal með innliti í Kálfsgil, um nokkur fjallaskörð og upp á einn fallegan fjallstind á leiðinni eftir því hvernig landslagið liggur.
  • Sauðleysur við Landmannahelli
    Sat, Jun 24
    #FjöllinaðFjallabaki
    Jun 24, 8:00 AM – 5:00 PM
    #FjöllinaðFjallabaki, Island, 851, Iceland
    Mjög spennandi, stuttur og einstakur könnunarleiðangur á sjaldfarin og óþekkt fjöll í Friðlandinu að Fjallabaki sem skreyta miðlegg Hellismannaleiðar og umlykja ægifagurt fjallavatn sem lúrir hulið milli fjalla og fáir ná að sjá.
  • Þorbjörn er vinafjallið okkar í júní
    Fri, Jun 30
    #vinafjöllinokkarx52
    Jun 30, 5:30 PM – 11:50 PM
    #vinafjöllinokkarx52 , Reykjavík, Iceland
    Þorbjörn er janúarfjallið í vinafjallsáskoruninni þar sem við göngum á einhver af 12 vinafjöllunum okkar árið 2023 og reynum að ná að lágmarki 52 ferðum á árinu.
  • Kringum Langasjó á einum degi 50 km á 18 klst.
    Mon, Jul 10
    #KringumLangasjóáeinumdegi
    Jul 10, 10:00 AM – Jul 14, 6:00 PM
    #KringumLangasjóáeinumdegi, Langisjór, 881, Iceland
    Ofurganga ársins 2023 er hringleið kringum Langasjó á einum degi eins og við fórum Laugaveginn 2020 og Vatnaleiðina 2021. Um sanda, fjörur og stórkostlegar rætur Fögrufjalla í einstakri öræfakyrrð við jaðar Vatnajökuls kringum blátt og tært fjallavatn í landslagi sem á sér engan líka á Íslandi.
  • Hattfell - föstudagsfjallið í júlí
    Fri, Jul 21
    #Föstudagsfjallgöngur
    Jul 21, 8:00 AM – 5:00 PM
    #Föstudagsfjallgöngur, Hattfell, 861, Iceland
    Kyngimögnuð fjallganga á eitt glæsilegasta fjall landsins sem skreytir Laugavegsgönguleiðina og togar mann til sín frá því maður sá á það fyrst. Mjög stutt ganga í heilmiklu klöngri í bröttum brekkum og hliðarstíg vandséða leið inn á hattinn en töfraheimur hans er ógleymanlegur öllum sem upplifa.
  • Löðmundur við Landmannahelli er föstudagsfjallið í ágúst #Föstudagsfjöllin
    Aug 11, 8:00 AM – 5:00 PM
    #Föstudagsfjallgöngur, Island, 851, Iceland
    Mjög svipmikil ganga á margtindótt og gullfallegt fjall á Landmannaafrétti sem oft er kallað "Kóngurinn" á svæðinu mót "Drottningunni" Heklu. Frekar stutt og létt ganga á færi allra með stórfenglegu útsýni yfir Fjallabakið, hálendið allt, Sprengisand og jökla nær og fjær, alveg magnað útsýnisfjall.
  • Háalda, Hnúðalda og Brennisteinsalda um Suðurnámur og Grænagil #FjöllinaðFjallabaki
    Aug 26, 6:00 AM – 8:00 PM
    #FjöllinaðFjallabaki, Landmannalaugar, 851, Iceland
    Mögnuð ferð í einstaklega litríku og formfögru landslagi ofan við Landmannalaugar þar sem við tökum stórkostlegan hring um litríka fjallið ofan við Frostastaðavatn og svo yfir á ávölu fjallsbungurnar sem skreyta Laugavegsgönguleiðina og endum í hinu gullfallega Grænagili til Lauga aftur.
  • Stórkonufell og félagar við Laugavegsgönguleiðina #Laugavegsfjöllin
    Sep 02, 6:00 AM – 6:00 PM
    #Laugavegsfjöllin, Stórkonufell, 861, Iceland
    Mergjuð hringleið á fjöllin sem skreyta Laugavegsgönguleiðina en mjög fáir ganga á, upp á Tudda, Tvíböku, Emstrutind (okkar nafngift), Mófellshnausa, Mófell, Stórkonufell og loks Útigönguhöfða um sanda, grjót og mosabrekkur með stórkostlegu útsýni yfir Laugaveginn og fjöll og jökla allt í kring.
  • Strútur og Mælifell á Mælifellssandi
    Sun, Sep 10
    #FjöllinaðFjallabaki
    Sep 10, 6:00 AM – 7:00 PM
    #FjöllinaðFjallabaki, Strútslaug, 881, Iceland
    Glæsileg ferð á svipmiklu skærgrænu fjallstindana tvo sem rísa við Strútsskála undir Torfajökli í tveimur, aðskildum, frekar stuttum göngum en mjög fallegum með stórkostlegu útsýni yfir Mælifellssand og náttúruperlurnar þar við Mýrdalsjökul.
  • Jarlhettur á Kirkjuhettu, Strútshettu og Jökulhettu #Jarlhettur
    Sep 16, 6:00 AM – 7:00 PM
    #Jarlhettur, Jarlhettur, 806, Iceland
    Ný leið um hinar stórkostlegu Jarlhettur þar sem nú er gengið á tindana sem rísa kringum jökullónið við Innstu Jarlhettu og farið að jöklinum þar sem hann brotnar fram lónið með stórkostlegu útsýni yfir þetta einstaka svæði. Sjöunda gangan á Jarlhetturnar þar sem við söfnum öllum tindum þeirra.
  • Hlöðufell - föstudagsfjallið í september #Föstudagsfjallgöngur
    Sep 22, 8:00 AM – 4:00 PM
    #Föstudagsfjallgöngur, Hlöðufell, 806, Iceland
    Mjög stutt en nokkuð brött ganga í grjótskriðu til að byrja með upp á svipmikinn fjallsstapa sem stelur alltaf senunni með einstöku útsýni yfir Langjökul, fjallakransinn norðan við Brúarárskörð og til afskekktustu fjallstinda Þingvalla.
  • Þriðjudagsgöngur... göngum hvern einasta þriðjudag árið 2023 ! #Þriðjudagsþakklæti
    Dec 26, 11:00 AM – 1:00 PM
    #Þriðjudagsþakklæti, Reykjavík, Iceland
    Áskorun ársins 2023 er að mæta í þriðjudagsgöngu eins oft og maður mögulega getur eða taka göngu á eigin vegum í staðinn þann dag og ná sem flestum þriðjudagsgöngum árið 2023... og vera meðvitað þakklátur fyrir að geta farið á fjall... og gefa gaum að því smáa í umhverfinu #Þriðjudagsþakklæti
  • Vinafjöllin okkar 2023
    Sun, Dec 31
    Úlfarsfell
    Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
    Úlfarsfell
    Göngum einu sinni í viku eða oftar á eitthvurt af eftirfarandi tólf fjöllum sem eru #vinafjöllinokkar á árinu 2023 og náum 52 ferðum - ein ganga á fjall mánaðarins í hverjum mánuði en annars velur hver og einn hvaða fjall af þessum tólf hann gengur á yfir árið.
20221112_132453.jpg

Þvert yfir Ísland
 

Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi

Alls komnir 144 km á 2d +11:37 klst. með 6.613 m hækkun upp í 804 m hæð hæst
í átta mjög ólíkum g
öngum... við erum komin að Reyðarbörmum við Lyngdalsheiði...


Hver einasta ferð er upplifun... óvissa... uppgötvun... veisla...

#ÞvertyfirÍsland 

20220911_163036.jpg

1. Vikrafell Borgarfirði fös 13. janúar - lokið.

2. Þríhyrningur Suðurlandi fös17. mars - lokið.
 

3. Þórólfsfell Suðurlandi fös 28. apríl - lokið.

4. Baula Vesturlandi fös 7. apríl (föstud.langi).
      Aflýst v/dræmrar mætingar á skírdag. 

5. Hrútaborg Snæfellsnesi fös 12. maí.

6. Fanntófell Kaldadal fös 9. júní.

7. Hattfell við Emstrur 21. júlí.

8. Löðmundur við Landmannahelli fös11. ágúst.

9. Hlöðufell við Langjökul fös1. september.

10. Hekla Suðurlandi fös13. október.

11. Brimlárhöfði Snæfellsnesi fös 3. nóvember.

12. Strútur við Húsafell fös 8. desember.

lodmundur_041117 (16).jpg
20230314_184215.jpg

Áskorun ársins 2023 er #þriðjudagsþakklæti...
 

... þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum
eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB)
og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks


Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum)
og skráir þá tölfræði sem hann vill (km, hækkun o.fl. eftir smekk)

og meldar inn sinn lista í lok árs eða eftir hvern mánuð (nóg að telja þriðjudagana NB)
en mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá hversu oft þeir eru að fara í fyrsta sinn á viðkomandi fjall/leið

og ýmsa aðra tölfræði. 

Takk...

1. Fjallið eina og Sandfell... takk fyrir að hafa heilsu, getu og tækifæri til að geta mætt í flotta þriðjudagsgöngu í óbyggðum í jaðri höfuðborgar Íslands... 3. janúar.

2. Ásfjall og Vatnshlíð... takk fyrir hláturinn sem glumdi í fjallasölum Hafnarfjarðar 10. janúar.

3. Rauðuhnúkar... takk stjörnur himins fyrir að skreyta þriðjudagsæfingarnar svona fallega í myrkrinu 17. janúar.


4. Mosfell... takk fyrir fínt veður mitt í löngum óveðurskafla (Katrín Kj.)... 24. janúar.

5. Helgafell Hafnarfirði... takk fyrir spor félaganna sem fóru á undan... 31. janúar...

6. Úlfarsfell á alla þrjá frá Skarhólamýri í snjóstormi... takk fyrir veður og vinda se
m gerir okkur sterkari og sýnir okkur að við getum meira en við höldum... 7. febrúar.

7. Þorbjörn... takk fyrir dagsbirtuna sem gaf okkur útsýni og upplifun af einstöku landslagi þessa fjalls... 14. febrúar.

8. Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðartoppur... takk fyrir snjóinn... sem gefur greiðfærar öldur yfir úfið landslag... slær töfrum yfir óbyggðirnar... gefur birtu í ljósaskiptunum... vísar veginn í myrkrinu... 21. febrúar...

9. Litli og Stóri Sandhryggur, Kollafjarðarárfoss og Nípa í Esju... takk Esja... fyrir að gefa okkur endalausa króka og kima til að uppgötva eftir 16 ár í hlíðum þínum... 28. febrúar... 

10. Litla Sandfell og Krossfjöll í Þrengslum... takk fyrir íslensku ullina sem er það eina sem dugar þegar frostið bítur fast í mikilli vindkælingu á fjöllum... 7. mars... 


11. Sandfell í Kjós... takk fyrir umhyggjuna í garð hvert annars þegar á bjátar og menn (jebb, við erum ÖLL menn )...detta tímabundið út og fá hlýjan faðminn þegar þeir mæta aftur eftir hlé... 14. mars... 

12. Reykjafell og Æsustaðafjall... takk úthverfi Reykjavíkur fyrir að gefa okkur þetta val... að geta farið upp í fjöll og fjölbreyttar óbyggðir í jaðri borgarinnar og slegist við slæm veður... og koma sterkari heim... með nýjar hugmyndir... rjóðheitar kinnar... hlátur í huga... meira sjálfstraust... ólgandi blóð í ystu æðum... yl í hjarta eftir hlátur og samveru alls kyns fólks úr öllum áttum... á öllum aldri... með önnur sjónarhorn en maður sjálfur... 22. mars...

13. Stóra Skógfell, Sundhnúkur og Hagafell... takk íslenska hraun fyrir sláandi fegurð, orku og fjölbreytileika... óþrjótandi kynjamyndir og áhrifamikla jarðsöguna sem blasir við okkur gömul og glæný um allt... 28. mars...

20230411_190329.jpg

14. Úlfarsfell... takk elsku félagar fyrir að hafa vit á að elska hundana okkar í fjallgönguklúbbnum... fyrir að hafa vit á því að sýna þeim umburðarlyndi... njóta þess að hafa þá með... og smitast af botnlausri gleði þeirra öllum stundum... hafa vit á að njóta þess hvernig þeir bæta okkur sem menn... auka gleði okkar, umburðarlyndi, sveigjanleika og þakklæti... og svona gæti maður haldið áfram endalaust... þeir eru ómetanlegur hluti af klúbbnum... 4. apríl... 

15. Lakahnúkar... takk fyrir vorblíðuna sem nú tekur svo hlýlega og mjúklega við okkur eftir veturinn... töfrar þessa árstíma eru ólýsanlegir en upplifast sterkast hafi maður gengið í gegnum veturinn í öllum sínum kulda, illviðrum og myrkri...  11. apríl... 

16. Jókubunga um Kúludal... takk bændur Íslands fyrir öll ykkar liðlegheit, vinsemd og hjálpsemi sem þið hafið auðsýnt okkur öll þessi ár þegar við höfum fengið að ganga um landið ykkar á leið upp í fjöllin... 18. apríl... 

17. Torfdalshryggur... takk harðneskjulega veður Íslands... fyrir að halda okkur á tánum... og minna okkur stöðugt á að vera þakklát þegar það loksins kemur gott veður... gleðin þegar það kemur er svo innilega og fölskvalaus... við myndum engan veginn kunna að meta sól og hlýindi ef ekki væri fyrir alla hráslagalegu dagana sem mæta þegar við héldum að það yrði gott veður... 25. apríl...

18. Þurárhnúkur, Valahnúkur og Núpahnúkur Ölfusi... takk botnlausu hulinsheimar... sem alls staðar leynast og uppgötvast eingöngu ef betur er að gáð og nær komið með göngu um óþekkt gil, gljúfur og kletta... 2. maí...

19. Bláihryggur Grænsdal... takk fyrir litadýrðina í náttúru Íslands sem getur stundum verið svo lygileg að maður trúir nánast ekki því sem fyrir augu ber... 9. maí...

20. Ketilstindur, Bleiktindur og Kleifartindur kringum Arnarvatn... takk eljusömu og áræðnu klúbbfélagar... fyrir að láta ykkur hafa alls kyns könnunarleiðangra um ótroðnar slóðir og tilraunakenndar leiðir öll þessi 16 ár saman á fjöllum... 16. maí... 


 

Vinafjöllin tólf 2023 

#vinafjalliðmittx52
#vinafjöllinokkarx52

Flækjum aðeins árlegu  vinafjallsáskorunina okkar

þannig að nú höfum við 12 fjöll í sigtinu sem öll telja

sem vinafjallið á árinu og menn geta þá farið alls 52 ferðir

á þau eins og hentar.

Allir þátttakendur þurfa þó að ganga á fjall mánaðarins

sem er eitt af þessum tólf í hverjum mánuði. Þannig geta menn

gengið t. d. tíu ferðir á Úlfarsfell, 8 á Helgafell í Hf o.s.frv.

Með þessu fáum við tilbreytingu og sveigjanleika sem vonandi

kemur fleirum á bragðið með að ganga á #vinafjalliðmittx52

en áskorun ársins heitir þá að þessu sinni

#vinafjöllinokkarx52 og eru eftirfarandi: 

Janúar: Mosfell.

Febrúar: Helgafell í Hafnarfirði.

Mars: Ásfjall í Hafnarfirði.

Apríl: Akrafjall á Akranesi.

Maí: Hafrahlíð við Hafravatn.

Júní: Þorbjörn á Reykjanesi.

Júlí: Móskarðahnúkar.

Ágúst: Vífilsfell.

September: Esjan.

Október: Helgafell í Mosó.

Nóvember: Búrfellsgjá.

Desember: Úlfarsfell.

 

Með þessu kynnumst við vinafjöllum hinna en getum annars

gengið á okkar vinafjall í öll hin skiptin... bara gaman...

og bara til hvatningar fyrir okkur öll... frábær leið til að koma

sér í gott fjallgönguform og viðhalda því árum saman... 

 

Sjá viðburðinn yfir #vinafjöllinokkarx52 árið 2023 -

verum öll með... þetta er ótrúlega skemmtilegt aðhald ! 

Vinafjöllin okkar 2023 | Toppfarar (fjallgongur.is) 

20210921_182815.jpg