20211120_134556.jpg

Næsta æfing er þriðjudaginn 25. janúar:

Húsfell
frá Kaldárseli


Frekar löng en einföld kvöldganga á færi allra í sæmilegu gönguformi
á frekar létt fjall með langri og fallegri aðkomu í hrauni og mosa á Helgafellssvæðinu. 

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 


 

Mynd:  Húsfell séð frá Valahnúkum að vetri til á þriðjudagsæfing 10. mars 2009

husfell_2009.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 á slaginu
frá bílatæðinu við Helgafell Hf

Fólksbílafært. 

Ekið gegnum Hafnarfjörð um Reykjanesbraut, framhjá N1 bensínstöðinni við Setbergshverfið og suður Reykjanesbrautina að vegaslaufu sem vísar á Kaldársel og Áslandshverfi. Sá vegur ekinn til enda að bílastæðinu við Helgafell í Hafnarfirði.

Tölfræðin

 

    9,5 km

 

2,5 - 3 klst. 

     297 m hæð

     480 m hækkun

       90 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið á greiðfærum stíg sem liggur að Helgafelli á jafnsléttu þar til komið er að Valahnúkum sem eru þveraðir á góðum stað og farið yfir hraun, grösuga ása og grjót á jafnsléttu að Húsfelli sem býður upp á greiðfærar brekkur í grjóti og ægifögru hrauni alla leið á hæsta tind. Svipuð leið valin til baka. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næstu tindferðir eða viðburðir...

 • Frá Keili í Kaldársel - leggur þrjú #ÞvertyfirÍsland
  Feb 05, 8:00 AM – 6:00 PM
  Reykjavík, Reykjavík, Iceland
  Þriðji leggur á leið okkar yfir Ísland næstu árin, að þessu sinni frá Keili í Kaldársel með viðkomu á fallegum stöðum eins og vötnunum þremur, Sogunum og Hrútagjá.
 • Dýjadalshnúkur, Tindstaðafjall, Selfjall, Melahnúkur og Hnefi í Lokufjalli frá Kerlingargili #EsjanÖll2022
  Feb 19, 8:00 AM – 3:00 PM
  Reykjavík, Reykjavík, Iceland
  Tindar nr. 10,11,12,13,14 af 55 á árinu þar sem við göngum á alla tinda Esjunnar. Farið upp með stórfenglegu Kerlingargili og frekar bratta en vel færa leið á hnúka Tindstaðafjalls og Dýjadals og yfir á Selfjall áður en haldið er niður bakdyramegin á okkar vel þekktu Melahnúk og Hnefa í Lokufjalli.
 • Suðurtindur í Hrútsfjallstindum
  Fri, May 06
  Öræfajökull, Iceland
  May 06, 2:00 PM EDT – May 08, 4:00 PM EDT
  Öræfajökull, Iceland
  Jöklaferð ársins 2022 er laugardaginn 7. maí. Mjög spennandi jöklaferð á einn af fjórum Hrútsfjallstindunum sem er brattari og flóknari uppgöngu en hæsti tindur. Eingöngu á færi þeirra sem eru í mjög góðu formi fyrir mjög langan og krefjandi göngudag í jöklabúnaði og línum.
 • Herðubreið þegar gott veður gefst
  Jul 19, 8:00 AM EDT – Jul 24, 4:00 PM EDT
  Reykjavík, Reykjavík, Iceland
  Göngum á drottningu íslenskra fjalla þegar veður leyfir og höfum 6 daga tímaglugga til að grípa besta veðrið. Stutt en brött ganga þar sem gæta þarf varúðar vegna grjóthruns. Ævintýraleg ferð með akstri og gistingu á hálendinu þar sem við grípum besta göngudaginn.
 • Esjan öll 2022
  Tue, Dec 06
  EsjanÖll2022
  Dec 06, 5:30 PM – 8:00 PM EST
  EsjanÖll2022, Reykjavík, Iceland
  Göngum á alla tinda, hnúka, kamba, múla, hryggi, skörð og hóla Esjunnar... um dali hennar, gil, lendur og ár... árið 2022.
 • Fjallamaraþonið mitt 42,2+ km á fjöllum í hverjum mánuði 2022.
  Dec 31, 11:00 AM – 1:00 PM
  Reykjavík, Reykjavík, Iceland
  Áskorun ársins 2022 er að ganga eða skokka á fjall samtals 42,2 km að lágmarki í hverjum mánuði með því að leggja saman allar göngurnar manns í hverjum mánuði fyrir sig og ná þessu alla tólf mánuði ársins.
 • 7 ára ganga #ÞvertyfirÍsland frá Reykjanesvita að Fonti Langanesi 2021 - 2027.
  Jul 24, 2027, 8:00 AM – 8:00 PM EDT
  Reykjavík, Reykjavík, Iceland
  Göngum þvert yfir landið okkar með fjórum löngum dagsferðum á ári næstu sjö árin..
t51_eilif_120311 (140).JPG

Esjan öll árið 2022 

Göngum á alla tinda, hnúka, kamba, múla, hryggi, skörð og hóla Esjunnar um dali hennar, lendur, gil og ár árið 2022
og skrásetjum þannig höfuðborgarfjallið nákvæmlega og samviskusamlega.

Alls átta þriðjudagsæfingar og sex tindferðir í mislöngum og miserfiðum ferðum frá janúar til desember 2022.

Alls 54 tindar eða hnúkar, hólar, múlar, hryggir, skörð o.s.frv...
en þetta mun eflaust breytast eins og landslagið mun segja okkur til um !

 

 

 1. Kögunarhóll 240m - 4. janúar.
 2. Rauðhóll 484m - 4. janúar.
 3. Geithóll  557m - 4. janúar = 39 manns, 8,3 km, 3:07 klst., 557m hæst, 661m hækkun, 5m upphafshæð.

 4. Arnarhamar 505m - 9. janúar.

 5. Smáþúfur 596m - 9. janúar.

 6. Kambshorn 824m - 9. janúar.

 7. Kerhólakambur 878m - 9. janúar.

 8. Laugargnípa 660 m - 9. janúar.

 9. Níphóll 572 m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

 10. Kerlingargil

 11. Dýjadalshnúkur

 12. Tindstaðafjall

 13. Melahnúkur

 14. Hnefi Lokufjalli

 15. ... o.s.frv... skrásetjum þetta hér í tímaröð með nafnalista þeirra sem safna Esjutindunum frá upphafi. 

 

 

 

Þátttakendur sem gengið hafa á alla tindana frá byrjun - alls 19 manns:

Davíð, Gréta, Gulla, Hafrún, Hjördís, Inga Guðrún, Jaana, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Linda, Oddný T., Ólafur V., Sigurbjörg, Siggi, Silla, Sjöfn Kr., Steinar A., Þórkatla, Örn.  

Hundar: Batman. 

 

Tölfræðin frá upphafi eftir tvær ferðir:

20,6 km - 8:57 klst. - 1.658m hækkun - 878m hæst.

Sjá Esjufjallalistann í stafrófsröð nánar hér !

Fyrri fjallaþemu síðustu ár: 

Hvalfjarðarfjöllin árið 2019: Tólf tindar Hvalfjarðar (toppfarar.is) 

Þingvallafjöllin árið 2020: Þingvallafjöllin 2020 Áskorun ár (toppfarar.is) 

Skarðsheiðartindarnir árið 2021: Skarðsheiðardraumurinn 2021 | Toppfarar (fjallgongur.is) 

#EsjanÖll2022

20220109_133405.jpg
20211002_133214.jpg

 

Þvert yfir Ísland

Frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi

 

Göngum í fótspor "mæðgna á fjöllum" (Iðunn og Þóra Dagný)
sem fóru þvert yfir Ísland alls 786 km á 32 göngudögum sumarið 2020


Sjá: Hugmyndin að göngu yfir landið kviknaði í sóttkví (mbl.is) 

Langtímaáætlunin er þessi:
Tökum 7 ár í þetta með 4 löngum göngum alls um 110 km á ári.

Komum við á fallegum stöðum eins og mögulegt er til að skreyta ferðina.
Endum á 20 ára afmæli fjallgönguklúbbsins á Fonti á Reykjanesi sumarið 2027.


Hugmyndin kviknaði fyrst...
þegar Steingrímur J. gekk yfir landið árið 2005...
Við lesturinn má sjá að hann var með allt á bakinu og fór lengri dagleiðir en við ætlum að fara
enda er afrek hans og mæðgnanna og allra sem farið hafa yfir landið í einni langri ferð langtum meira 
en að taka þetta á sjö árum eins og við.... sem samt mjög spennandi langtímaverkefni...


https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031768/

Leggirnir okkar frá upphafi: 

1. Reykjanesviti að Leirdal = 30. jan 2021: 26 manns, 32,9 km, 9:32 klst., 788 m hækkun, 113 m hæð.

2. Leirdalur að Keili - 2022

3. Keilir í Kaldársel - 2022

4. Kaldársel í Bláfjöll = 20. mars 2021: 26  manns, 20,8 km, 6:58 klst., 852 m hækkun, 556 m hæð.

5. Bláfjöll að Hengli - 2022

6. Hengill til Þingvalla - 2022 

7. Þingvelli til Laugarvatns - 2023

8. Laugarvatn til ...

9. ... o.s.frv....

Alls komnir 53,7 km á 16:30 klst. með 1.640 m hækkun upp í 556 m hæð hæst.

t218_thvert_yfir_island_4_200321 (125).jpg

Alls hafa 16 manns mætt í "allar" tvær göngurnar til þessa:

Bára, Bjarnþóra, Bjarni, Davíð, Fanney, Gerður Jens.,  Kolbeinn, Oddný T., Ólafur Vignir, Sandra, Siggi, Silla, Svala, Vilhjálmur og Örn...
og hundurinn Batman...


Vonandi náum við sem flest að láta þetta spennandi langtímaverkefni verða að veruleika !

Þeir sem ná að ganga fyrri leggi á eigin vegum bætast við á þennan lista...
komum öll með... þetta verður ógleymanlegt ævintýri !

 

 

 

 

 

 

 

Sjá hér fyrsta legginn (gula) og legg fjögur þann bláa (lokað v/gossins)
... fjórar göngur eru árið 2022...
milli þessara beggja og svo frá Bláfjöllum alla leið til Þingvalla
eða lengra ef við mögulega getum... 

#ÞvertyfirÍsland

gps_kort_samantekid.JPG
20210828_135645.jpg

Hve glöð ég er núna á glimrandi degi,
svo glöð að í alvöru geti og megi
göslast um fjöllin með frábærum flokki,
flokki sem stafar af einstakur þokki.
Og nú hef ég náð því að falla í normið
- nú er ég komin í "júníformið ".

200aef_raudh_111011 (3).jpg

Hvert er vinafjallið þitt ?

Það myndast sérstakt vinasamband milli manns og fjalls þegar maður fer reglulega á fjallið árum saman... öllum veðrum og á öllum árstímum... það skilar manni undantekningarlaust heim hlaðinn sérstakri orku sem gefur manni styrk fyrir önnur verkefni lífsins... líkt og eftir gefandi heimsókn hjá góðum vini...

Skyndilega stendur maður sig að því að hugsa hlýlega til fjallsins... fara að sakna þess ef of langur tími líður á milli ferða... finna væntumþykjubylgju ganga yfir brjóstið þegar maður horfir á það úr borginni... fá fiðring í magann fyrir næstu ferð... vilja fara lágmark einu sinni í viku eða oftar... og taka stöðuna á veðrinu, færinu og umgengninni um fjallið...

20210928_173459.jpg
Read More

Helgafell í Hafnarfirði

2020:
Sigríður Lísabet 57 ferðir.

2021:
Sigríður Lísabet 54 ferðir.

Stefán Bragi 52 ferðir.

20211026_180905.jpg
Read More

Úlfarsfell

20 ?:
Kolbeinn 160 ferðir.

2021:
Bára 100 ferðir.

Fanney 52 ferðir.

Gerður Jens 52 ferðir.

Gréta 53 ferðir.

Halldóra Þ. 53 ferðir.

Katrín Kj. 76 ferðir.

Kolbeinn 100 ferðir.

Linda 63 ferðir.

Ragnheiður 55 ferðir.

Siggi 60 ferðir.

Þórkatla 58 ferðir. 

20211231_120839.jpg
Read More

Esjan

20 ?:

2021:

Beta 52 ferðir.

Jaana 56 ferðir.

Sjá samantekt á þátttöku í vinafjallinu 2021 hér.

 

Hvert er vinafjallið þitt ?

Deilið þið sem skiljið hvað við meinum... og elskið að fara á fjallið ykkar allt árið um kring...
og vilduð óska að fleiri skildu þessa ástríðu og kæmust á bragðið líka... :-) 

#Vinafjalliðmitt

#vinafjalliðmittx52

t220_flekkud_250421 (110).jpg
Read More
t222_ymir_080521 (89).jpg

F j a l l a s a f n i ð   o k k a r
 Á   B     D     F   G   H   I   Í   J   K   L   M       R   S   T   U   Ú   V   Y   Ý   Þ   Æ   Ö

... og hér eftir nokkrum skilgreindum landsvæðum:

Botnssúlurnar   Esjan   Fjallabakið   Hafnarfjallið   Jarlhetturnar   Langjökulsfjöllin   Reykjanesið   Skaftárfjöllin   

Skarðsheiðin   Snæfellsnesið   Sveifluhálsinn   Vatnajökull   Þingvallafjöllin   Þórsmörk

Utanlandsferðir Toppfara

Nýjustu ferðasögurnar hér neðar...
Allar í tímaröð hér...
Og í stafrófsröð hér...