Dagskrá Toppfara árið 2024
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar og svigrúms þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Þriðjudagsæfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og helst ekki vegna veðurs nema í lengstu lög við tilmæli Almannavarna
og þá tilkynnt samdægurs á fb-síðu hópsins.
Brottför er alla þriðjudaga kl. 17:00 frá Össuri, Grjóthálsi 5
eða frá Ásvallalaug í Hf eftir því hvar æfingafjallið er staðsett, þar sem við sameinumst í bíla,
NEMA þegar fjöllin eru innan borgarmarka, þá er hist við fjallsrætur kl. 17:30 og ekki sameinast í bíla.
Föstudagur og sunnudagur er til vara um helgar þegar ganga er á sett á laugardag.
Janúar
Þri 2. jan: Þyrill Hvalfirði - nýársæfing.
Laug 6. jan: Kinnarhyrna, Axlarhyrna, Tunguhyrna og Knarrarfjall - nýársganga. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 9. jan: Úlfarsfell frá Sólbakka.
Laug 13. jan: Gljúfurdalur Esju um Laugargnípu, Kerhólakamb, Þverfellshorn, Langahrygg og Búa. #Esjudalirnir
Þri 16. jan: Helgafell í Hafnarfirði.
Laug 20. jan: Varadagur.
Þri 23. jan: Nípa og Kollafjarðarárgljúfur ef bílfært en annars Geithóll. #Esjan
Þri 30. jan: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.
Febrúar
Þri 6. feb: Geirmundartindur Akrafjalli.
Laug 10. feb: Baula.
Þri 13. feb: Selfjall og Sandfjall Hólmshrauni.
Laug 17. feb: Leggur 10 Kóngsveg frá Bláskógabyggð (Laugarvatni) að Úthlíð #ÞvertyfirÍsland
Þri 20. feb: Vatnshlíðarhorn Kleifarvatni.
Laug 24. feb: Miðdalur Esju um Kerlingargil, Dýjadalshnúk, Tindstaðafjall, Kistufell og Þórnýjartind #Esjudalirnir
Þri 27. feb: Torfa og Ósbrekkur í mynni Hvalfjarðar.
Mars
Laug 2. mars: Varadagur.
Þri 5. mars: Blákollur við Jósepsdal.
Laug 9. mars: Tinhyrna Snæfellsnesi.#Snæfellsnesfjöllin
Þri 12. mars: Bæjarfell og Arnarfell Reykjanesi.
Laug 16. mars: Leggur 11 Kóngsveg frá Úthlíð upp á Bjarnarfell niður að Geysi. #ÞvertyfirÍsland
Þri 19. mars: Þyrilsnes Hvalfirði.
Laug 23. mars: Eilífsdalur Esju um Þórnýjartind, Kistufell, Eilífstind, Hábungu, Eilífsklett, Skálartind, Paradísarhnúk og Nónbungu. #Esjudalirnir #MontBlanc
Þri 26. mars: Drottning og Stóra Kóngsfell Bláfjöllum.
Páskar fim 28. mars - mán 1. apríl: Varadagar eða aukaferð.
Apríl
Þri 2. apríl: Stóri Meitill Þrengslum.
Laug 6. apríl: Sólheimajökull; broddatækni og ísklifur með Asgard Beyond. #MontBlanc
Þri 9. apríl: Hjálmur um Katlagil í Grímmannsfelli.
Laug 13. apríl: Blikdalur Esju um Melahnúk, Dýjadalshnúk, Tindstaðafjall, Kistufell, Kerhólakambi, Kambshorni, Smáþúfum og Arnarhamri. #Esjudalirnir
Þri 16. apríl: Miðfell og Dagmálafell Þingvöllum.
Laug 20. apríl: Leggur 12 frá Geysir um Hvítárbrú og upp á Jötufell að Kaldbak. #ÞvertyfirÍsland
Þri 23. apríl: Mávahlíðarhnúkur og Mávahlíðar Reykjanesi.
Fim 25. apríl sumardagurinn fyrsti: Varadagur.
Laug 27. apríl: Eyjafjallajökull skerjaleið upp og niður Seljavelli með Asgard Beyond #MontBlanc
Þri 30. apríl: Sköflungur Hengli.
Maí
Mið 1. maí: Flekkudalur Esju um Nónbungu, Skálartind, Paradísarhnúk, Eilífsklett, Hátind, Laufskörð, Seltind, Esjuhorn og Sandsfjall. #Esjudalirnir
Laug 4. maí: Ýmir og Ýma Tindfjallajökli. #MontBlanc
Þri 7. maí: Húsatorfuhnúkur, Stekkjatúnshnúkur og Lambhagahnúkur Hveragerði.
Fim 9. maí uppstigningardagur: Varadagur.
Laug 11. maí: Heggstaðamúli, Hrossaköst, Klifsborg, Hróbjargastaðafjall,(Sóleyjartindur). #Snæfellsnesfjöllin
Þri 14. maí: Laugarvatnsfjall -17 ára afmælisganga.
Laug 18. maí: Skarðsheiðin endilöng. #MontBlanc
Þri 21. maí: Driffell Reykjanesi.
Laug 25. maí: Tindfjöll við Langadal í Þórsmörk #Þórsmerkurfjöllin
Þri 28. maí: Geithöfði, Kleifarhöfði og Lambatangi við Kleifarvatn.
Júní
Sun 2. - sun 9. júní: Mont Blanc tindurinn 4.808 m - vikuferð í Chamonix með Asgard Beyond. #MontBlanc
Þri 4. júní: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi.
Þri 11. júní: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi.
Þri 18. júní: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi.
Þri 25. júní: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi.
Júlí
Þri 2. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi.
Laug 6. júlí: Kristínartindar frá Skaftafelli.
Mán 8. - fös 12. júlí: Drangaskörð í Norðurfjörð á einni nóttu - 2 dagar, veður ræður dagavali. #Ofurganga
Þri 16. júlí: Blákollur Hafnarfjalli.
Þri 23. - fim 25. júlí: Laugavegurinn á 2 dögum (3 dagar alls), gist í Hvanngili og Húsadal í Þórsmörk.
Laug 27. júlí: Haki, Saxi, Búri, Hornklofi, Bláfell og Gráfell í Tindfjallajökli frá efsta skála.
Þri 30. júlí: Miðfjall í Flekkudal. #Esjan
Ágúst
Þri 6. ágúst: Stangarháls, Svartihryggur, Hvannárgil og Ölfusvatnsskyggnir Nesjavöllum.
Laug 10. ágúst: Bláhnúkur, Tröllhöfði, Bleikagil og Vondugil frá Landmannalaugum. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 13. ágúst: Þverfell, Selalda, Seljamúli og Rauðumýrarmúli við Kálfstinda.
Laug 17. ágúst: Stóra og Litla Björnsfell við Þórisjökul. #Langjökulsfjöllin
Þri 20. ágúst: Ketilstindur, Bleiktindur, Kleifartindur og Arnartindur kringum Arnarvatn Reykjanesi.
Fös 23 ágúst eða sun 25. ágúst: Leggur 13 um Laxárgljúfur frá Kaldbak að Heiðarárdrögum. #ÞvertyfirÍsland
Þri 27. ágúst: Geitafell Þrengslum.
Laug 31. ágúst: Strútur og Mælifell á Mælifellssandi. #Laugavegsfjöllin
September
Þri 3. sept: Eldborg og Geitahlíð Reykjanesi.
Laug 7. sept: Torfatindar, Torfahlaup, Bratthálskrókur, Brattháls kringum Álftavatn. #Laugavegsfjöllin
Þri 10. sept: Stardalshnúkar frá Stardal.
Laug 14. sept: Hellnafjall, Ljónstindur (og kannski Sveinstindur) við Langasjó. #Skaftárfjöllin
Þri 17. sept: Vífilsfell óhefðbundið.
Laug 21. sept: Þverárdalur Esju um Gráhnúk, Móskarðahnúka, Laufskörð, Hátind og Þverárkotsháls #Esjudalirnir
Þri 24. sept: Lokufjall endilangt norðan megin yfir Hnefa og Sandhólana til baka. #Esjan
Laug 28. sept: Leggur 14 frá Laxárgljúfri yfir Leirá, Svartá og Fossá um Háafoss að Sultartanga. #ÞvertyfirÍsland
Október
Þri 1. okt: Marardalur í Hengli.
Laug 5. okt: Eyjadalur Esju um Möðruvallaháls, Fremrahögg, Heimrahögg, Trönu, Móskarðahnúka, Laufskörð, Seltind, Esjuhorn og Sandsfjall. #Esjudalirnir
Þri 8. okt: Leirvogsárgljúfur upp á Mosfell baksviðs.
Laug 12. okt: Arnarhyrna, Böðvarholtshyrna og Kambur um Þokudali. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 15. okt: Gráhnúkur, Bláhnúkur og Þverfell neðan við Móskörð. #Esjan
Laug 19. okt: Laufafell við Markarfljót. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 22. okt: Kúpuhryggur. #Esjan
Laug 26. okt: Grímsfjall, Kerlingartindar og Hafrafell. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 29. okt: Þverfell og Bæjarfell kringum Borgarvatn.
Nóvember
Laug 2. nóv: Hekla.
Þri 5. nóv: Smáþúfur Blikdal.
Laug 9. nóv: Grafardalur Esju um Kistufell, Hátind og Kattarhryggi. #Esjudalirnir
Þri 12. nóv: Búrfellsgjá.
Laug 16. nóv: Miðfell, Blákolla, Heiðarkolla, Geldingafell vestra, Bárðarhaugur og Skál. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 19. nóv: Ásfjall í Hafnarfirði.
Laug 23. nóv: Melfell og Hafurshorn við rætur Heklu.
Þri 26. nóv: Háihnúkur Akrafjalli aðventuganga.
Laug 30. nóv: Varadagur.
Desember:
Þri 3. des: Geldinganes hringleið, jólaljósaganga.
Laug 7. des: Kjölur og Dagmálafell um Krúnudal í Kjós.
Þri 10. des: Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju.
Laug 14. des: Varadagur.
Þri 17. des: Úlfarsfell jólatrésganga, 3ja tinda leið frá skógræktinni.
Laug 20. des: Varadagur.
Laug 28. des: Sáta. #Snæfellsnesfjöllin
Gamlársdagur 31. des: Úlfarsfell með stjörnuljós og freyðivín !
Áskorun ársins 2024...
er að hreyfa sig lágmark 30 mín á hverjum degi allt árið og stefna á 365 skipti
ef mögulegt er eða eins oft og maðut mögulega getur.
Einfaldast er að skrá sig í Toppfarahópinn á Strava eða notast við annað hreyfiskráningarforrit eða einfaldlega skrá niður hreyfinguna í excel, word eða bara á handskrifað blað
sem er ekki síðra en nútímatæknin og lúmskt skemmtilegt.
Melda þarf inn samantekt fyrir hvern mánuð fyrir sig með skjáskoti af strava eða ljósmynd af listanum sínum
þar sem við sjáum hvernig gengur hvert hjá öðru þar sem mjög áhugavert verður að sjá hvernig hreyfingin er að dreifast og ekki síður til að hvetja okkur áfram og gefa innblástur.
Þetta má vera hvaða hreyfing sem er, inni eða úti en hún þarf að vera samfelld í lágmark 30 mín
(ekki t.d. 3 x 10 mín yfir daginn né t.d. 25 mín + 10 mín seinna um daginn, heldur samfelldar 30 mín).
Hins vegar má þetta vera ólík hreyfing í samfellu þar sem alls er náð 30 mínútna hreyfingu.
Mjög gaman verður að sjá hvernig hreyfingin dreifist hjá hverjum og einum, hversu mikið þetta er fjallgöngur, skokk, hjól, ganga, sund, lyftingar, zumba, skíði... og hvað við náðum að hreyfa okkur mikið alls í tíma, kílómetrum eða skiptum yfir árið.
Yfirleitt kemur manni á óvart hversu mikið þetta safnast upp í og eins gefar meldingar annarra manni orku og hvatningu til að halda sér við og vera með, ótrúlega gaman !
Hin áskorun ársins 2024 er Esjan
kringum alla hennar átta dali í átta tindferðum og minni tindar hennar á fimm þriðjudagsæfingum
þar sem við náum öllum tindum Esjunnar í 13 eða hugsanlega fleiri ferðum.
Söfnum ljóðum um Esjuna í tengslum við þessar ferðir og setjum þau saman í ört vaxandi ljóðasafn klúbbsins...
Ofurganga ársins 2024...
er Strandirnar um Drangaskörð í Norðurfjörð um Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð á einum degi
þar sem við höldum áfram að fara leið á tæpum sólarhring, sem yfirleitt er gengin í 3 daga með allt á bakinu, þar sem lagt er af stað um miðjan dag, gengið yfir nóttina í sólarlagi, yfir miðnæturhúmið og inn í sólarupprásina sem er ólýsanleg upplifun og endað að morgni eða undir hádegi
eftir um 50 km á 16 - 20 klst.
Fyrri ofurgöngur um Laugaveg, Vatnaleið og kringum Langasjó voru allar stórkostleg og einstök upplifun
og því höldum við þessu áfram einu sinni á hverju sumri.
#Ofurganga #Strandiráeinumdegi
Bætum áfram við kyngimögnuðum fjöllum í safnið
#FjöllinaðFjallabaki og #Laugavegsfjöllin og #Skaftárfjöllin og #Þórsmerkurfjöllin
sem öll eru uppi á hálendi og mörg hver fáfarin og jafnvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.
#ÞvertyfirÍsland
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi 10, 11, 12, 13 og 14
þar sem farið verður m.a. um Úthlíð, Geysi, Laxárgljúfur, Háafoss ofl.
um blómlega Bláskógabyggðina upp á hrjóstrugt hálendið yfir nokkrar ár og heiðar og endað í Sultartanga þar sem gljúfur og fossaröð Þjórsár bíður okkar á þar næsta ári upp á Sprendisand
en þar hefjast svo nokkurra nótta dagleiðir yfir hálendið.
Göngum á 17 fjöll á 17 dögum á 17 ára afmælinu í maí.
#17fjölláxdögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5
Höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2024 enda besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulegaog skrásetjum hér með alla þá sem ná þessu á hverju ári eða rúmlega það.
#vinafjalliðmittx52
Prjónum áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
og bætum öðrum mynstrum við eins og okkur lystir...
til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra af hvort öðru og bara hafa gaman :-)
Dagskrá Toppfara árið 2023
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar eða vinnu þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Æfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og ekki vegna veðurs nema við tilmæli Almannavarna og þá tilkynnt samdægurs á fb-síðu hópsins.
Áskorun ársins 2023 er "þriðjudagsþakklæti"...
þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að mæta sem flesta þriðjudaga allt árið með klúbbnum
eða ganga á eigin vegum ef menn komast ekki í þriðjudagsgöngu.
Eingöngu þriðjudagsgöngur Toppfara gilda eða ganga á eigin vegum (ekki göngur með öðrum hópum NB)
og gangan þarf að vera utan malbiks, en þarf ekki að vera á fjall, nóg að sé gönguleið utan malbiks
Hver og einn telur sína þriðjudaga (með klúbbnum eða á eigin vegum)
og skráir þá tölfræði sem hann vill (km, hækkun o.fl. eftir smekk)
og meldar inn sinn lista eftir hvern mánuð (nóg að telja þriðjudagana NB)
en mjög gaman væri ef þátttakendur myndu skrá hversu oft þeir eru að fara í fyrsta sinn á viðkomandi fjall/leið
og ýmsa aðra tölfræði.
Ljósmyndakeppni verður í þessari áskorun... "fegurð hins smáa"
þar sem við skulum gefa því smáa gaum í umhverfinu og myllumerkja hana #Þriðjudagsþakklæti og #Fegurðhinssmáa.
Þjálfarar velja mynd ársins og í vinning er árgjald í klúbbnum sem hægt er að nýta fyrir sjálfan sig eða aðra.
Þá ætlum við einnig í þriðjudagsþakkætinu að kjósa um hvaða þriðjudagsæfing gaf manni mest,
var fallegust, erfiðust o.s.frv... (neiiiii... við förum nú ekki að velja "leiðinlegustu" ha ? :-) ).
Fleiri flokkar gætu skapast þegar við byrjum á þessu, bara til gamans :-).
Afhverju þakklæti ?
Jú... verum þakklát fyrir að hafa heilsu og tækifæri til þess að upplifa stórkostlegar fjallgöngur á hverjum einasta þriðjudegi allt árið um kring... steinsnar frá borginni en samt í gjöfulli náttúru, að mestu um ótroðnar slóðir og oft á nýjum slóðum þrátt fyrir að vera búin að stunda fjallgöngur árum saman... með yndislegu fólki... það er langt í frá sjálfgefið !
Í vinning í þriðjudagsþakklætinu er árgjald í klúbbnum sem verður dreginn út hjá öllum þátttakendum áskorunarinnar óháð fjölda þriðjudaga og NB sá sem nær flestum þriðjudagsæfingum með klúbbnum (ekki á eigin vegum) vinnur sér einnig inn árgjald.
Þakklæti er vanmetin og vannýtt auðlind... æfum þakklætið meðvitað... auðgum tilveruna með því að staldra við og njóta hins smáa og vera þakklát fyrir það sem er í túngarðinum okkar og fyrir að geta notið þess si svona í hverri viku á þriðjudagskvedi... það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt... ekki alltaf upp á há fjöll eða á framandi slóðir erlendis til að upplifa töfra sem lifa með manni um ókomna tíð.
#Þriðjudagsþakklæti
Föstudagsfjallgöngur einu sinni í mánuði:
Við ætlum að prófa að bjóða upp á eina fjallgöngu í mánuði á föstudegi
fyrir þá sem geta og vilja fara á fjall á virkum degi
og verða þessar göngur opnar öllum, klúbbmeðlimum og öðrum áhugasömum sem almennt geta ekki verið í Toppförum.
Þetta eru12 fjöll, eitt í hverjum mánuði, allar tólf göngurnar eru stuttar og frekar léttar göngur um 8 - 10 km á 4 - 5 klst. (nema Baula). og henta því öllum og ekki síst þeim sem hugnast ekki langar og krefjandi göngur um helgar.
Almennt verður farið úr bænum kl. 8:00 á föstudegi og komið til baka um kl.16 - 17:00.
Öll þessi 12 fjöll eru frístandandi og því áberandi, frekar þekkt fjöll, mjög svipmikil og sérlega glæsileg ásýndar enda í sérstöku uppáhaldi þjálfara.
Öll tólf hafa þau gefið okkur í klúbbnum kyngimagnaðar göngur í gegnum árin...
og einmitt þess vegna... verða allir að upplifa þau og hafa þau í sínu fjallasafni !
Athugið að þessi fjöll eru svo alltaf á aukaferðalistanum á laug/sun næstu árin
fyrir þá sem ekki komast á föstudögum ef veður og áhugi leyfir.
Ofurganga ársins 2023...
#KringumLangasjóáeinumdegi.
er gamall draumur þjálfara um að ganga kringum Langasjó á einum löngum göngudegi
með því að fá rútu sem keyrir okkur að suðurenda vatnsins og sækir okkur um 16 - 20 klst. síðar eftir alls 50 km göngu
um sanda, fjörur og stórkostlegar rætur Fögrufjalla í einstakri öræfakyrrð við jaðar Vatnajökuls
kringum blátt og tært fjallavatn sem á sér engan líka á Íslandi.
Möguleiki verður á að láta sækja sig þegar hringurinn er rúmlega hálfnaður
með fyrirvara um hversu langt rútan kemst inn eftir Breiðbaksmegin en þetta er mjög krefjandi ganga fyrir þá sem vilja ná hringnum í heild, þarfnast góðs undirbúnings og þjálfunar þar sem við nýtum reynsluna og lærdóminn af Laugaveginum og Vatnaleiðinni á einum degi árin 2020 og 2021. Allir þurfa því að æfa vel frá ársbyrjun og vera tilbúnir í langa og stranga göngu en stórkostlega upplifun ein í heiminum, langt frá byggð með hvorki húsaskjól né aðrar bjargir á leiðinni...
eins og... en þó enn fjarri öllu... heldur en á Laugaveginum 2020 og Vatnaleiðinni 2021.
Útfærum þetta saman sem hópur og hugsum í lausnum og ævintýrum en ekki hindrunum né úrtölum...
því eingöngu þannig fórum við að því að fara #Laugavegurinnáeinumdegi #Vatnaleiðináeinumdegi !
Árlega jöklaferðin...
verður á Eystri-Hnapp í Öræfajökli undir leiðsögn Jóns Heiðars og félaga hjá #AsgardBeyond á hann er mjög sjaldfarinn og án efa fáfarnasti tindurinn af öllum sjö í öskjunni enda sprungin og flókin leiðen í styttri kantinum þar sem keyrt er upp Hnappaleiðina sem styttir vegalengd og hækkun talsvert.Við erum búin að panta 8 - 12 manna ferð á Hvannadalshnúk með Tindaborg fyrir þá sem eiga alltaf Hnúkinn eftirog verða báðar ferðir sömu helgi og við gistum öll og grillum saman eftir göngu í Svínafelli.
Höldum áfram að bæta...
við kyngimögnuðum fjöllum í safnið:
#FjöllinaðFjallabaki og #Laugavegsfjöllin og #Skaftárfjöllin og #Þórsmerkurfjöllin
sem öll eru uppi á hálendi og sum hver fáfarin og janvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.
Höldum áfram #ÞvertyfirÍsland...
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi 8, 9 og 10
yfir fjöll, lendur og ótroðnar spennandi slóðir og endum einhvers staðan við Jarlhetturnar í lok árs...
Göngum á 16 fjöll á 16 dögum á 16 ára afmælinu í maí.
#16fjöllá16dögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5
... og höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2023 enda besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulega.
Srásetjum hér með alla þá sem ná þessu á hverju ári eða rúmlega það á vefsíðunni
enda er frammistaðan og einurðin í þessari áskorun ótrúlega flott síðustu ár.
#vinafjalliðmittx52
... og svo er líka gott aðhald að halda áfram að gæta þess að ná 42,2 km á fjöllum í mánuði fyrir þá sem vilja setja sér markmið og halda sér í góðu fjallgönguformi allt árið um kring.
#Fjallamaraþonx42km
Jú... og auðvitað prjónum við áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra hvert af öðru og bara hafa gaman... við þurfum að bæta okkur aðeins í þessu... það vantar fleiri húfur, vettlinga og pils... og vá, það hafa aldeilis bæst við fallegar riddarapeysur á hverju ári... magnað alveg... höfum bara gaman... þá er skemmtilegra að lifa :-)
Janúar
Þri 3. jan: Móskarðahnúkar ef fært, skálum fyrir Móskarðaári Jöönu 2022 ! (Haukafjöll til vara).
Laug 7. jan: Kráka og Smjörhnúkur Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 10. jan: Ásfjall og Vatnshlíð kringum Ástjörn. #Vatnahringir2023
Fös 13 jan Vikrafell Borgarfirði. #Föstudagsfjöllin1 af 12.
Þri 17. jan: Rauðuhnúkar í Bláfjöllum.
Laug 21. jan: Yfir Búrfell í Grímsnesi að Laugarvatnsfjalli legg 8 #ÞvertyfirÍsland.
Þri 24. jan: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.
Þri 31. jan: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.
Febrúar
Þri 7. feb: Sandfell og Fjallið eina við Vatnsskarð.
Laug 11. feb: Níu tindar kringum Kleifarvatn. #Vatnahringir2023
Þri 14. feb: Kúpuhryggur í Esju.
Fös . feb: Bjólfell við Heklu. #Föstudagsfjöllin 2 af 12.
Þri 21. feb: Bláfjallahryggur, Kerlingarhnúkur og Heiðartoppur Bláfjöllum - jöklabrodda- og ísaxaræfing.
Laug. 18. feb: Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 28. feb: Þyrilsnes Hvalfirði.
Mars
Laug 4. mars: Yfir Laugarvatnsfjall og Efstadalsfjall í Efstadal legg 9 #Þvert yfir Ísland.
Þri 7. mars: Krossfjöll og Litla Sandfell Þrengslum.
Þri 14. mars: Sandfell í Kjós.
Fös 17. mars: Þríhyrningur Suðurlandi. #Föstudagsfjöllin3 af 12.
Þri 21. mars: Torfdalshryggur kringum Bjarnarvatn um Æsustaðafjall. #Vatnahringir2023
Þri 28. mars: Stóra Skógfell, Sundhnúkur og Hagafell Reykjanesi.
Apríl
Laug 1. apríl: Glymur, Skinnhúfuhöfði og Hvalfell kringum Hvalvatn. #Vatnahringir2023
Þri 4. apríl: Lakahnúkar og Stóra Sandfell Hellisheiði.
Fös. 7. apríl: Baula Vesturlandi. #Föstudagsfjöllin 4 af 12.
Þri 11. apríl: Bolaklettur Borgarfirði.
Laug 15. apríl: Botna-skyrtunna norðan megin upp Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 18. apríl: Núpahnúkur, Valahnúkur og Þurárhnúkur Neðan Hellisheiðar.
Þri 25. apríl: Geldingaárháls og Kinnarhóll við Hafnarfjall.
Maí
Þri 2. maí: Jókubunga um Kúludal Akrafjalli.
Laug 6. maí: Eystri Hnappur í Öræfajökli með Asgard Beyond + Hvannadalshnúkur með Tindaborg. (Svínafell).
Þri 9. maí: Bláihryggur Grænsdal við Hveragerði.
Fös 12: Hrútaborg Vesturlandi. #Föstudagsfjöllin 5 af12.
Þri 16. maí: Grænavatns- og Djúpavatnseggjar um Sogin og vötnin. #Vatnahringleið16 ára afmælisganga !
Þri 23. maí: Vífilsfell öðruvísi upp gilið og niður Jósepsdal.
Laug 27. maí: Jötunsfell og Rauðakúla Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 30. maí: Bjarnarfell, Lambhagahnúkur, Stekkjartúnshnúkur og Húsatorfuhnúkur við Hveragerði.
Júní
Laug 3. júní: Útigönguhöfði Þórsmörk. #Þórsmerkurfjöllin
Þri 6. júní: Ketilstindur, Bleiktindur, Kleifartindur og Arnartindur kringum Arnarvatn. #Vatnahringir2023
Fös 9. júní: Fanntófell Kaldadal. #Föstudagsfjöllin 6 af12
Þri 13. júní: Svörtufjöll og Hagavíkurlaugar frá Nesjavöllum.
Þri 20. júní: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.
Þri 27. júní: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.
Júlí
Þri 4. júlí - sun 9. júlí: Langisjór á einum degi með rútu frá Rvík, besti veðurdagurinn valinn. #Vatnahringleið
Þri 11. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í fríi
Þri 18. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í fríi
Fös 21. júlí: Hattfell við Laugaveginn. #Föstudagsfjöllin17 af 12 #FjöllinaðFjallabaki
Þri 25. júlí: Gláma í Eyrarsveit.
Laug 29. júlí: Strútur og Mælifellshnúkur við Torfajökul á Mælifellssandi. #FjöllinaðFjallabaki
Ágúst
Þri 1. ágúst: Blákollur Hafnarfjalli.
Þri 8. ágúst: Þjálfarar í fríi.
Þri 15. ágúst: Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá Reykjanesi.
Fös 17. ágúst: Hlöðufell við Langjökul. #Föstudagsfjöllin 8 af 12
Laug: Reykjavíkurmaraþon.
Sun 19. ágúst: Varadagur ef mjög vel viðrar fyrir hálendisferðirnar í í ágúst/sept.
Þri 22. ágúst: Litla horn í Skarðsheiði.
Laug 26. ágúst: Háalda, Suðurnámur ofl. frá Landmannalaugum. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 29. ágúst: Hlíðarfjall kringum Hlíðarvatn Reykjanesi. #Vatnahringir2023
September
Fös 1. sept: Löðmundur við Landmannahelli. #Föstudagsfjöllin 9 af 12 #FjöllinaðFjallabaki
Þri 5. sept: Oddafell og Driffell Reykjanesi.
Laug 9. sept: Vinstrasnókur og Tindafjall. #Skaftárfjöllin
Þri 12. sept: Hnúkar Selvogsheiði.
Laug 16. sept: Langjökulshetta og skriðjökulshetta Jarlhettum við Langjökul. #Jarlhetturnar
Þri 19. sept: Sandfell, Bæjarfell og Lómatjörn við Þingvallavatn.
Þri 26. sept: Illaklif kringum Leirvogsvatn. #Vatnahringir2023
Laug 30. sept: Stórkonufell við Laugavegsgönguleiðina. #Laugavegsfjöllin
Október
Þri 2. okt: Höfði og Núpshlíðarháls Reykjanesi.
Laug 7. okt: Varadagur fyrir hálendisferðirnar í ágúst/sept.
Þri 10. okt: Staki hnúkur og vestari Gráuhnúkar Þrengslum.
Fös 13. okt: Hekla Suðurlandi. #Föstudagsfjöllin 10 af 12 #FjöllinaðFjallabaki
Þri 17. okt: Klúbbganga, þjálfarar í fríi.
Laug 21. okt: Varadagur fyrir Hálendisferðirnar í ágúst/sept.
Þri 24. okt: Rjúpnadalahnúkar við Bláfjöll.
Laug 28. okt: Varadagur fyrir Hálendisferðirnar í ágúst/sept.
Þri 31. okt: Hafrahlíð og Lali kringum Hafravatn. #Vatnahringir2023
Nóvember
Fös 3. nóv: Brimlárhöfði Snæfellsnesi. #Föstudagsfjöllin 11 af 12 #Snæfellsnesfjöllin
Þri 7. nóv: Undirhlíðar við Kaldársel.
Laug 11. nóv: Efstidalur, Brúará, Miðfell og Bjarnarfell í Úthlíð legg 10. #ÞvertyfirÍsland
Þri 14. nóv: Grindaskörð og Bollar ef búið að opna veginn, annars Undirhlíðar frá Kaldárseli.
Þri 21. nóv: Húshöfði, Miðhöfði og Stórhöfði kringum Hvaleyrarvatn. #Vatnahringir2023
Þri 28. nóv: Háihnúkur Akrafjalli aðventuganga.
Desember:
Laug 2. des: Kinnarhyrna, Axlarhyrna, Tunguhyrna og Knarrarfjall Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 4. des: Vífilsstaðahlíð kringum Vífilsstaðavatn. #Vatnahringir2023
Fös 8. des: Strútur Borgarfirði. #Föstudagsfjöllin 12 af 12
Þri 12. des: Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju.
Þri 19. des: Úlfarsfell jólaganga.
Laug 30. desember: Varahelgi fyrir frestaðar ferðir v/veðurs eða aukaferð ef áhugi og veður leyfir.
Dagskrá Toppfara árið 2022
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar eða vaktavinnu þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Æfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og helst ekki vegna veðurs nema í lengstu lög og þá tilkynnt á fb-síðu hópsins.
Janúar:
Þri 4.1: Kögunarhóll, Rauðhóll og Geithóll Esju - lokið.
Laug 8.1: Arnarhamar, Smáþúfur, Kerhólakambur, Laugagnípa Esju - lokið.
Þri 11.1: Helgafell í Mósó frá Skammadal (í stað Stóra Reykjafells sem var fært v/veðurs) - lokið.
Laug 15.1: #ÞvertyfirÍsland, leggur 2 frá Ísólfsskála að Keili - lokið.
Þri 18.1: Stóra Reykjafell Hellisheiði - lokið.
Þri 25.1: Húsfell Hafnarfirði - lokið.
Febrúar:
Þri 1.2: Móhálsatindar, Hellutindar og Sandfellsklofi Kleifarvatni - lokið.
Þri 8.2: Þjálfarar í einangrun/sóttkví; #vinafjalliðmittx52 #Fjallamaraþoniðmitt2022 eða klúbbganga - lokið.
Laug 12.2: #ÞvertyfirÍsland, leggur 5 frá Bláfjöllum að Hengli, legg 3 frestað v/færðar - lokið.
Þri 15.2: Litli Meitill Þrengslum - lokið.
Þri 22.2: Helgafell Hf upp hraungatið og niður öxlina - lokið.
Mars:
Þri 1.3: Langihryggur og gosstöðvarnar í Geldingadölum - lokið.
Þri 8.3: Meðalfell Kjós - lokið.
Þri 15.3: Úlfarsfell óhefðbundið í stað Skálafells v/veðurs - lokið.
Þri 22.3: Vetrarfjallamennskunámskeið með Jóni Heiðari hjá Asgard Beyond (þjálfarar erlendis) - lokið.
Þri 29.3: Arnarfell Þingvöllum - lokið.
Apríl:
Laug 2.4: Eilífsdalur; Þórnýjartindur, Eilífstindur, Hábunga, Eilífsklettur, Skálatindur, Paradísarhnúkur, Nónbunga .
Þri 5.4: Eldvörpin Reykjanesi - lokið.
Laug 9.4: Tvíhnúkar Snæfellsnesi. - lokið.
Þri 12.4: Dragafell og fjörur Skorradalsvatns - lokið.
Mán annar í páskum 18.4 Páskar: #ÞvertyfirÍsland leggur 3 frá Keili í Kaldársel - lokið
Þri 19.4: Þverfell, Búi, Langihryggur, Steinninn Esju - lokið.
Fim 21.4: Hestur Snæfellsnesi - lokið.
Laug 23.4: Dýjadalshnúkur,Tindstaðafjall,Selfjall,Melahnúkur, Hnefi Lokufjalli, Kerlingargil - lokið.
Þri 26.4: Molddalahnúkar og Ölkelduhnúkur Reykjadal - lokið.
Laug 30. apríl: Bjólfell, Stritla, Hádegisfjall, Langafell, Gráfell og Tindgilsfell við Heklurætur - lokið.
Maí:
Þri 3.5: Litli og Stóri Reyðarbarmur Lyngdalsheiði - lokið.
Laug 7.5: Suðurtindur Hrútsfjallstinda, - jöklaferð ársins með Asgard Beyond - lokið.
Þri 10.5: Búrfellsgjá Heiðmörk í endurheimt og Söngvakeppni. - lokið.
Þri 17.5: Herdísarvíkurfjall við Suðurstrandaveg - lokið.
Þri 24.5: Vífilsfell enn aðra óhefðbundna leið - lokið.
Þri 31.5: Akrafjall óhefðbundin leið um hamrana undir Háahnúk sem við köllum Ingastíg eftir Inga Skagamanni sem sýndi okkur þessa leið á fyrstu árum Toppfara - lokið.
Júní:
Laug 4.6: Hafursfell og Þríhnúkar Snæfellsnesi - aukaferð með Erni - lokið.
Þri 7.6: Krossfjöll, Stangarháls og hraunboginn í Ölfusvatnsá - lokið.
Laug 11.6: Rjúpnafell Þórsmörk. #Laugavegsfjöllin - lokið.
Þri 14.6: Vörðuskeggi Hengli í umsjón Þorleifs - þjálfarar í fríi - lokið.
Þri 21.6: Drottning og Stóra Kóngsfell í umsjón Þorleifs - þjálfarar í fríi - lokið.
Þri 28.6: Húsmúli og Sleggja með Hörpufossi ofl. í umsjón Jóhönnu Fríðu - lokið.
Júlí:
þri 5.7: Sköflungur í umsjón Ásu - þjálfarar í fríi - lokið.
Þri 12.7: Klúbbganga í umsjón Jóhönnu Fríðu - þjálfarar í fríi - lokið.
Þri 19.7: Kattartjarnir, fjörur, hryggir og brúnir og Kyllisfell og Álftatjörn - lokið.
Þri 26.7: Lágafellshamrar í Úlfarsfelli og Lágafell frá Lágafellslaug - lokið.
Ágúst:
Þri 2.8: Ingastígur í Akrafjalli um Berjadal og Tæpigötu - lokið.
Þri 9.8: Gosstöðvarnar í Meradölum - fært fram á miðvikudag, án þjálfara - lokið.
Laug 13.8: Brandsgilin, Hattur, Jökulgil og Uppgönguhryggur frá Landmannalaugum - lokið. #FjöllinaðFjallabaki
Þri 16.8: Tungukollur í Hafnarfjalli - lokið.
Þri 23.8: Folaldatindur og Stapatindur kringum Folaldavatn frá Vigdísarvöllum - lokið.
Laug 27.8: Krakatindur og Augað í Rauðufossakvísl - aukaferð - lokið #FjöllinaðFjallabaki
Þri 30.8: Hafrahlíð, Reykjaborg og Þverfell frá Hafravatni - lokið.
September:
Laug 3.9: Ljónstindur, Hörðubreið og Gjátindur - lokið. #Skaftárfjöllin
Þri 6.9: Söðulfell við Geitabergsvatn í Svínadal - lokið.
Laug 10. september: Stóra súla og Hattfell að fjallabaki - lokið. #Laugavegsfjöllin #FjöllinaðFjallabaki
þri 13.9: Fjárskjólshnjúkur, Sokkatindur og Sauðártindur Gufudal - lokið.
Þri 20.9: Dyrakambur í Dyrafjöllum Nesjavöllum - lokið.
Þri 27.9: Hrútagjá Reykjanesi - lokið.
Október:
Þri 4.10: Þrasaborgir Lyngdalsheiði - lokið.
Þri 11.10: Traðarfjöll og Djúpavatnskambur Vigdísarvöllum - lokið.
Þri 18.10: Lyklafell Nesjavallaleið - lokið.
Þri 25.10: Lambhagi og Vatnshlíð við Kleifarvatn - lokið.
Fös 28.10: Tröllkerling og Tröllbarn í Helgrindum austari - lokið.
Nóvember:
Þri 1.11: Valahnúkar - lokið.
Þri 8.11: Eyrarfjall Miðdal bak Esju - lokið.
Laug 12.11: #ÞvertyfirÍsland, leggur 6 yfir Hengilinn til Þingvalla. #Riddarapeysuganga.
Þri 15.11: Mosfell.
Laug 19.11: Aukaferð með Erni ef veður og áhugi leyfir.
Þri 22.11: Æsustaðafjall og Reykjafell frá Skammadal.
Þri 29.11: Háihnúkur Akrafjall, aðventuganga.
Desember:
Laug 3.12: #ÞvertyfirÍsland, leggur 7 frá Þingvöllum til Laugarvatns.
Þri 6.12: Lágafell og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli frá Lágafellskirkju.
Laug 10.12: Aukaferð með Erni ef veður og áhugi leyfir.
Þri 13.12: Úlfarsfell frá skógrækt, jólaganga.
Þri 27.12: Klúbbganga á Esjuna - þjálfarar í fríi.
Áskorun ársins er fjallamaraþon í hverjum mánuði
þar sem skorað er á alla klúbbmeðlimi að ganga alls 42,2 km á fjöll í hverjum mánuði, alls x12 sinnum á árinu
með því að leggja saman allar fjallgöngur sínar og ná maraþonvegalengdinni 42,2 km í hverjum mánuði
en þetta er öllum gerlegt með því að taka kvöldgöngu x1 í viku + x1-2 dagsgöngur í mánuði (eða fleiri kvöldgöngur).
Hér gildir að vera með frá byrjun og klára 42,2 km á fjalli í hverjum mánuði, ekki er hægt að eiga inni í næsta mánuði
en með þessu þurfum við að halda okkur við efnið allt árið.
Dreginn út 1 vinningur sem er árgjald í klúbbnum.
#Fjallamaraþoniðmitt2022
Sumarferð ársins er Herðubreið í júlí sem ítrekað hefur verið óskað eftir...
en svo langar okkur í ofurgöngu kringum Langasjó á einum löngum göngudegi
með því að fá rútu sem keyri okkur inn eftir sjónum og við göngum til baka hringleið um Langasjó, alls um 40+ km
en þetta ræðst af því hvort áhugi er á þessu. Best væri að gera bæði, spáum í þetta saman innan hópsins.
#KringumLangasjóáeinumdegi.
Bætum við kyngimögnuðum fjöllum í safnið
#FjöllinaðFjallabaki og #LaugavegsfjöllinÖll og #Skaftárfjöllin
sem öll eru uppi á hálendi og sum hver fáfarin og janvel lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur.
#ÞvertyfirÍsland
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi 2,3, 5 og 6
og endum á Þingvöllum í desember.
Höldum áfram að fara 52 ferðir á vinafjallið okkar á árinu 2022
enda besta leiðin til að halda sér í góðu fjallgönguformi að heimsækja uppáhaldsfjallið sitt vikulega
og skrásetjum hér með alla þá sem ná þessu á hverju ári eða rúmlega það.
#vinafjalliðmittx52
Tímamælingaráskorun í hverjum mánuði á æfingafjöllin okkar níu,
komum fjallatímanum á kortið á nýju vefsíðunni og hvetjum hvort annað til dáða, bara gaman.
#Fjallatíminnminn
Göngum á 15 fjöll á 15 dögum á 15 ára afmælinu í maí.
#15fjöllá15dögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5
Aukagöngur í hverjum mánuði með Erni ef áhugi og veður leyfir
Aukatindferðir á virkum dögum ef áhugi er á því og á föstudagskveldi yfir sumartímann þegar birtu nýtur við.
Mörg fjöll og leiðir á varalistanum sem við munum grípa til ef veður og áhugi leyfir.
Prjónum fleiri riddarapeysur og prjónum aukahluti riddarans (vettlinga, húfur, pils...).